Heima er bezt - 01.06.1984, Page 6
— Var mikið ort?
— Margir hagyrðingar voru í föðurætt minni, bæði afi
minn og foreldrar hans báðir og t.d. eru í ævisögu Stein-
gríms Arasonar, hins mikla kennslumálafrömuðar, sem var
afabróðir minn, margar stökur eftir þau.
Það var mikið ort af lausavísum og gamankvæðum á
heimilinu og við krakkarnir lærðum mikið af allskonar
vísum og kváðumst oft á.
Sjálf hef ég aðeins borið þetta við, en það eru lélegar
vísur, gamanbragir og þess háttar sem hefur verið flutt við
ákveðin tækifæri.
— Þú minntist á kreppuárin, eru þau þér sérstaklega eft-
irminnileg?
— Þá var sparsemin ótrúleg samanborið við það sem
gerist núna, en við höfðum alltaf nóg að borða. Foreldrar
okkar og aðrir sem réðu fyrir heimilinu kappkostuðu fyrir
alla muni að þurfa ekki að leita í kreppulánasjóð, sem og
tókst.
Heima á Grýtubakka var vefstóll og spunavél, þar var
ofið úr tvisti í rúmföt og skyrtur, þráður spunninn og nær-
föt prjónuð. Heima var ofið i buxur, og sjálf spann ég á
spunavélina og óf eftir að ég komst á unglingsár og saum-
aði meira að segja jakkaföt á bróður minn úr heimaofnu.
Ég lærði af ömmu minni að spinna á rokk og get t.d. sýnt
þér sjal sem ég prjónaði úr slíkum þræði. En það legg ég
ekki í aftur, það var svo mikil vinna!
— Voru öll heimili svona dugleg í heimilisiðnaði?
— Ég býst við að við höfum verið nokkuð framarlega í
þeim efnum á Grýtubakka. Þar var lika til mikið af bókum
í skáp, í svokallaðri stássstofu, sem ekki var á öllum bæjum
þá. Hún var í framhúsi, óupphituð og fólk gekk alls ekki
daglega um hana. Þar var línóleumsdúkur á gólfi og
plusshúsgögn, myndir á veggjum. Og mér fannst þetta stór
bókaskápur. Sigriður Schiöth minntist á bókaeign afa einu
sinni í viðtali í Heima er bezt (3/1982, bls. 79). Svo sá ég
þennan skáp í fyrra, — og ég var hissa á því hvað hann var
lítill. . . .
Amma mín átti svo annan skáp, sem stóð úti undir
stofuvegg, og hann var fullur af dönskum skáldsögum og ég
lærði snemma að lesa dönsku.
Þegar ég gifti mig og flutti að heiman gaf amma mér
þrjár bækur: „Vesalingana“ eftir Victor Hugo í þýðingu
Einars Kvaran og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, „Önnu Karen-
in“ eftir Leo Tolstoj á dönsku, — þessar bækur les ég oft og
77/ vinstri:
Ullarþvottur á Grýtubakka
um 1930. Það er vinnukon-
an Jóhanna Magnúsdóttir
sem situr við lœkinn. Takið
eftir ullarpottinum stóra
sem rýkur úr vinstra megin
á myndinni.
Til hœgri:
Elín Aradóttir tvœvetur.
eru þær í hópi uppáhaldsbóka minna, — líka gaf hún mér
Passíusálma frá 1703 með gotnesku letri, merkilegasta grip.
— Hefurðu einhverja skýringu á þessari menningu í
hannyrðum og bókmenntum á heimilinu?
— Afi minn og amma bjuggu á Svalbarði, og þau efn-
uðust þar dálítið, eignuðust bækur og komust síðan í betri
bænda röð efnalega þegar þeim tókst að kaupa Grýtu-
bakka. Þau voru bæði bókhneigð, en af fátæku fólki, erfðu
ekkert.
Hins vegar var ekki mikil tónlist á heimilinu, faðir minn
lék lítillega á fiðlu, þótt föðurfólkið væri almennt ekki
músíkkfólk. Móðir mín var söngvin eins og ættmenn
hennar, Gunnarsstaðafólkið úr Þistilfirðinum. En ég hef
sagt það, að ef ég á eftir að lifa upp aftur, þá ætla ég að læra
að spila á píanó. Og ég hef gaman af því að tvö barna-
börnin mín, tvær Elínar, eru nú að læra á píanó.
Eins og ég sagði áðan, var allt sparað og jafnvel drukkin
undanrenna, til að unnt væri að leggja smjör inn í kaup-
félagið. Fötin voru unnin heima eins og mögulegt var. Ég
lærði t.d. að gera mér skó.
Og okkur leið vel, nutum góðrar umhyggju. Mamma
mín var sérstök geðprýðiskona, amma min dálítið stór í
stykkjunum, — og þó varð ég aldrei vör við sundurþykkju
milli þeirra, enda þótt sambúðin hljóti oft að hafa verið
óþægileg, þegar svo mjög þurfti til hvorrar annarrar að
sækja, en þær virtu hvor aðra.
Mér finnst núna, að móðir mín hljóti að hafa búið við
erfiða aðstöðu. Hún lifði á því tímabili sem vinnukonumar
voru farnar, en nútímaþægindin ekki komin.
Ég var afskaplega hrifin af systkinum mínum, og þurfti
talsvert að sinna þeim, þar eð ég var þetta mikið elst. Ætli
það hafi ekki verið ánægjulegustu störfin sem ég var látin
vinna, að gæta þeirra? Ég hef alltaf haft gaman af börnum,
sem hefir komið mér vel, elst af 7 systkinum og átti síðan
sjálf 6 og á nú 9 barnabörn sem ég nýt samvista við.
Snemma hafði ég líka ákaflega gaman af kindum, og var
fljótt látin hjálpa til í sauðburði. Þegar ég var svolítill
stelpuangi var ég rekin skælandi til að hjálpa gimbur til að
bera, ég var með svo litla hönd. Þetta tókst, lambið var
náttúrlega dautt, og þótt ég skældi þá fann ég að þetta tókst
og eftir þetta hjálpaði ég alltaf ánum heima að bera og geri
enn.
Það var erfitt að afla peninga á kreppuárunum, þegar ég
var að komast til vits og ára. Stutt er til Grenivíkur frá
Grýtubakka, og var þar bátaútgerð og alltaf hægt að fá
186 Heima er bezt