Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 8
Saltvík, yst í Reykjahverfi. Hér bjuggu Elín og Teitur 1943-1951, rafmagns- og símalaus allan tímann. hins vegar heim og var þar næsta ár. Síðan giftum við okkur inni á Grýtubakka 1940. En Teitur kom oft í heimsókn þetta ár, hann átti góðan hest. Þetta er dagleið á milli Brúnar og Grýtubakka. Við Teitur erum alin upp við mjög svipaðar aðstæður og heimili okkar voru kannski um margt lík, svipuð lífsvið- horf. En hins vegar voru kynni okkar náttúrlega furðulega lítil til þess að ákveða að eyða saman allri ævinni. Þegar við trúlofuðum okkur höfðum við varla sést nema í spariföt- unum. En ekki hefur það reyndar komið að sök, þvi góð reynsla er komin á hjúskapinn. Fjölskyldur okkar þekktust ekki mikið, en þær tóku þessari ráðabreytni okkar vel. Þegar ég sagði pabba frá þvi hver kærastinn minn væri, þá sagði hann: „Það hlýtur að vera allt í lagi, úr því þetta er bróðursonur hans Helga á Hallbjarnarstöðum“, en það var skólabróðir hans frá Hólum. En náttúrlega kannaðist faðir minn við Björn á Brún, föður Teits, sem var þekktur og mætur maður. Hann byggði upp þetta nýbýli hér af miklum dugnaði og var kunnur sem félagsmálafrömuður, lengi oddviti í sveitinni, stjórnarformaður Kaupfélags Þingeyinga, sýslunefndar- maður, formaður Búnaðarsambandsins og þar fram eftir götunum. Og sonurinn fetaði svo sannarlega í fótspor hans: Teitur bóndi minn er stjórnarformaður í K.Þ. núna og hafði verið oddviti í Reykdælahreppi í 16 ár, þegar hann hætti því fyrir 2 árum, er núna sýslunefndarfulltrúi hér, hefur verið Búnaðarþingsfulltrúi í 22 ár, í stjórn Búnaðar- sambandsins milli 20 og 30 ár og er gjaldkeri þess í dag. Og fleira mætti telja. Teitur kynntist sem sagt snemma félagsmálum af eigin raun. Og allt fram til þess er hann hætti sem oddviti voru hreppsnefndarfundir ævinlega haldnir á heimili oddvita. Þannig að félagsmálin voru okkur nákomin. Afi Teits var líka í sveitarstjórn á sínum tíma og deildarstjóri hjá Kaup- félaginu. Nú, við giftum okkur 1940, flytjum hingað á Brún og búum í félagi við foreldra Teits og bræður í 3 ár. Síðan flytjum við í Saltvík í Reykjahverfi sumarið 1943, og var það í raunverulega í fyrsta sinn sem við fluttum að heiman. Áður höfðum við verið undir verndarvæng foreldra okkar. Eflaust hefur leynst hjá okkur nokkur kvíði vegna þess hvernig okkur mundi takast að standa á eigin fótum. í Saltvík var hvorki sími né rafmagn og var ekki meðan við bjuggum þar. Húsið var stórt með mörgum herbergjum, nær engri eldhúsinnréttingu, en stórri kolaeldavél og mið- stöð í kjallara. Fyrstu tvö sumrin þurfti bóndinn að slá túnið með orfi og ljá. Bæði var lítið af því slétt og engin sláttuvél til. Þó fékk hann mann með traktor til að slá lítillega fyrir sig annað sumarið. Strax var hafist handa um að slétta túnið og vorið 1945 fórum við saman til Húsavíkur og keyptum hestasláttuvél og prjónavél. Sláttuvélin er löngu ónýt, en prjónavélina nota ég enn í dag. Áttum við þá inni í kaupfélaginu fyrir báðum vélunum og hefur nær aldrei fundist eins mikið til um auðsæld okkar, nema þá kannski þegar við boruðum eftir heita vatninu og fengum það heim, án þess að fjölskyldan þyrfti að taka lán til þess. í blóma lífsins: Elín heldur á Ara, Teitur á Birni. Myndin er tekin um 1945, um það leyti sem hjónunum fannst einna mest til um auðsæld sína: Þau keyptu bœði sláttuvél og prjónavél. Hagur okkar smábatnaði í Saltvík, búið stækkaði og við fórum að selja mjólk til Húsavíkur, beint til neytendanna. Bíll af Húsavík flutti hana í smábrúsum, sem voru í eigu kaupendanna. Seinustu Saltvíkur-árin okkar var komið mjólkursamlag á Húsavík og gengum við strax í það. Við vorum heilsugóð og unnum mikið. Börnin döfnuðu vel og þeim fjölgaði ört. Við Teitur unnum meira að segja það afrek að eignast 3 börn á 3 misserum. Þau veittu okkur mikla gleði, og eldri drengirnir fóru furðu fljótt að snúast fyrir okkur og líta eftir þeim yngri. Á þessum árum tókum við sama og ekkert þátt í félags- málum, en áttum góða granna. Seinustu árin þarna höfð- um við kaupafólk og barnfóstru á sumrum. Ég minnist þess, hve erfitt var að fá efni í barnaföt á þessum árum, þegar börnin voru að fæðast. Fatnaður og fataefni voru seld gegn skömmtunarseðlum, en það fékkst samt lítið í búðunum. Varð ég t.d. að nota grisjupoka og hveitipoka í bleijur, þegar hægt var að ná í þá. Dettur mér þetta oft í hug, þegar ég sé allan þann fallega og hentuga fatnað sem barnabörnin mín eiga nú. Þegar við fluttum í Saltvík áttum við 2 kýr og 2 börn, en þegar við komum aftur hingað að Brún áttum við 6 börn og 9 kýr, og reyndar upp undir 100 kindur og 2 hesta. Það var 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.