Heima er bezt - 01.06.1984, Page 15

Heima er bezt - 01.06.1984, Page 15
ÓSKAR ÞÓRÐARSON FRÁ HAGA: Hryssan hennar Gunnu Frásögn úr vegavinnu í Borgarfirði, þegar sögumaður var látinn leita að týndri meri, þótt hann væri ,,dauðans volaður bjálfi“ í því að þekkja hesta. Þegar við fluttum tjöldin okkar, mat- arskúrinn og allan útbúnað frá Skjól- hól, þar sem aðsetur okkar var í kringum mánaðartíma, komum við okkur fyrir skammt frá fjárhúsunum á Hvítárvöllum. Þau stóðu rétt þar hjá sem vegurinn í Lundarreykjadal og yfir Hestháls kemur á veginn sem liggur um Andakíl og fyrir Hafnar- fjall. Þetta var skemmtilegur staður og þarna höfðum við fyrir augunum alla umferðina, bæði þá sem fór um lág- sveitirnar og eins hina sem fór um Hestháls og Geldingadraga. Kerru- klárana höfðum við í mýrarsundum stutt frá yfir nóttina. Þeir voru ekki í girðingu þar, en voru sumir heftir á kvöldin svo þeir strykju síður, en ég minnist þess ekki að þeir reyndu að strjúka. Sjálfsagt veitti þeim ekki af nóttinni til að hvila sig eftir erfiði dagsins og fá sér í svanginn. Öðru máli gegndi um reiðhross vegavinnumannanna, en þau voru nokkuð mörg og gengu í þessu sama landi. Þau höfðu nægan tíma til að láta sér líða vel og strjúka, ef þeim sýndist svo, voru aldrei notuð nema um helgar. Ekki rekur mig þó minni til að hross þessi strykju nema einu sinni þarna úr högunum. Kannske hefur það skeð oftar, en í þetta sinn snerti það mig sjálfan. Það var þegar merin hennar Gunnu strauk. Guðrún Guðmundsdóttir frænka mín, systir Ara verkstjóra, var ráðs- kona hjá vegavinnuflokki bróður síns mörg sumur. Gunna frænka eins og ég átti að kalla hana var sómakona, einhleyp og mikill hestavinur, farin að fullorðnast en lét engan bilbug á sér finna við matargerðina. Á veturna var hún í Reykjavík en ævinlega hafði hún hjá sér hross til reiðar yfir sum- arið. Þetta sumar átti hún gráa hryssu en að öðru leyti er mér ókunnugt um hrossaeign hennar. Á veturna munu þau hafa verið í fóðri á einhverjum bæjanna þarna í nágrenninu, hvort sem þau voru eitt eða fleiri. Nú skeður það fyrstu dagana eftir að við erum komnir á nýja staðinn hjá fjárhúsunum á Hvítárvöllum, að einn morguninn er gráa hryssan horfin úr hestahópnum. Gunna verður áhyggjufull, bæði vegna þess að ekki er vitað, hvert hryssan hefur Iagt leið sína og eins hitt að hafa hana ekki til taks um næstu helgi, því að venjulega fór Gunna eitthvað ríðandi á Gránu um helgar. Skyldfólk átti Gunna á nokkrum bæjum, sumum ekki langt í burtu og það var hennar líf og yndi að fara á hestbak. Málið var rætt og reynt að geta sér til um á hvaða slóðir Grána hefði strokið. Gunna fullyrti að hún hefði farið fram að Lundi í Lundarreykjadal. Sennilega hefur hún verið ættuð þaðan eða að minnsta kosti verið þar hagvön. Ekki man ég hversvegna ég var val- inn til að leita að þeirri gráu. Varla var það vegna þess að ég væri glöggur á að þekkja hesta. Ég var alltaf dauðans volaður bjálfi í þeim efnum. Aðrir í vegavinnuflokknum voru jafn kunn- ugir staðháttum og ég og jafnvel bet- ur. Kannske var það vegna þess að Guðrún var frænka mín og þá auð- vitað Ari verkstjóri líka frændi minn og það var hann sem réði. Ég vona að jj*. ég hafi ekki verið svo lélegur í vega- vinnunni að ég væri valinn af þeim sökum. Ég spurði aldrei um það og heyrði aldrei á það minnst. Ég var ævinlega „vel ríðandi" þetta sumar eins og kallað er, hafði tvo hesta sem faðir minn átti og taldir voru góðir reiðhestar. Ekki hafði ég þörf fyrir nema annan þeirra, en þeir voru samrýmdir og því síður hætta á að þeir hyggju á strok, enda gerðu þeir það ekki. Mér var ekki skipað í leitina að þeirri gráu, heldur spurður að því hvort ég vildi fara og auðvitað tapaði ég engu í kaupi. Ég lagði af stað að morgni þegar vinnufélagar mínir fóru til vinnu sinnar á veginum. Við vorum þá að „bera ofan í“ veginn sem liggur í suð- ur frá Hvítárvöllum í átt til Hvann- eyrar. Það var gott veður þennan morgun, bjart og þurrt. Ég fór mér að engu óðslega, því að það var ekki á vísan að róa hvar merin væri. Ekki var öruggt nema hún væri „í hrossum“ á leiðinni. þegar ég sá hross í beitiland- inu meðfram veginum varð ég að at- huga það nánar ef grátt var í hópnum. Og það varð að komast nærri til að kyngreina skepnuna. Seint og síðar- meir var ég kominn fram í Lundar- reykjadal. Ég fór sunnanmegin í dalnum og þegar ég var kominn á móts við kirkjustaðinn Lund reið ég norður yfir Grímsá og stefndi á hestahaga Lundarbónda, graslendi meðfram ánni, en þar sá ég talsverðan hóp hrossa. Gunna hafði lesið mér alllangan pistil um hegðan hryssunn- ar til að gera mér auðveldara að þekkja hana, ef um fleiri gráar hryssur Heima er bezl 195

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.