Heima er bezt - 01.06.1984, Blaðsíða 18
Faktorshúsið er nú betur þekkt sem Laxdalshús, (nefnt eftir Eggert
Laxdal verslunarstjóra), og var endurbyggt á árunum 1978-1984.
Þá hófust þar veitingarekstur og listsýningar.
Til vinstri:
Hvíta húsið til vinstri var
faktorshús verslunar Fr.
Gudmanns og því íbúðar-
hús B. A. Steinckes, meðan
hann var verslunarstjórinn.
Það er raunar elsta hús
Akureyrar, byggt 1795 og
stendur enn. (Sjá litlu
myndina). Svarta húsið
hægra megin á myndinni
er krambúðin.
Takið eftir teinabrautinni
hægra megin á myndinni
og hve sjórinn nær langt
upp.
hafði í engu gleymt umhyggju sinni
fyrir samborgurum sínum og bæjar-
félaginu.
Traust manna á honum og virðing
sú, er hann naut þegar í hinni stuttu
fyrri dvöl sinni á Akureyri, kom með-
al annars fram í því, að honum voru
fengin ýmis trúnaðarstörf. Þannig
skipaði Pétur Hafstein amtmaður
hann sáttanefndarmann hinn fyrsta á
Akureyri, og fól honum einnig á
hendur vörslu Amtsbókasafnsins. Svo
er að sjá, sem mikið vinfengi hafi
orðið með honum og Pétri amtmanni,
sést það á bréfi, sem amtmaður ritaði
Steincke í febrúar 1859, en hann sendi
aftur til Steenstrups2 prófessors, af
því að það snerti fjárkláðamaurinn,
„sem um þœr mundir gerir svo mikið
tjón á íslandiog um ráðstafanir þær,
sem gerðar voru til að verjast honum
bæði á Norður- og Suðurlandi. Það er
þannig dýrafræðilegs efnis. — Það
2. Japetus Steenstrup (1813-1897)
prófessor og einn kunnasti náttúru-
fræðingur Dana í samtíð sinni. ís-
lendingar þekkja hann sem ferða-
félaga og vin Jónasar Hallgrímssonar.
hefir því naumast verið að ófyrir-
synju, að hann var kvaddur með
þessum orðum í blaðinu Norðra: við
brottför hans 1854:
„Fáir hafa flust héðan, sem getið
hafa sér svo góðs orðstírs sem hann,
og eiga það skilið, að minningin um
þá verði cetíð í heiðri höfð“.
Næstu árin var Steincke á íslandi á
hverju sumri, sem sjá má af bréfum
hans til Steenstrups, sem niðjar hans
geyma, og aðfangabókum Dýrasafns-
ins í Kaupmannahöfn (sjá síðar).
Hann var 1856 á Skagaströnd, 1858 á
Húsavík, en Akureyri var þó senni-
lega alltaf aðaláfangastaður hans.
Árið 1860 settist hann að á Akur-
eyri á ný, og þá sem verslunarstjóri
Gudmanns verslunar, en þremur ár-
um áður hafði Fr. Gudmann keypt
verslunina af föður sínum J. Gud-
mann, Sonur hans er Fr. Gudmann
yfirréttarlögmaður, sem er kunnur
skordýrafræðingur. Steincke dvaldist
að þessu sinni 15 ár á Akureyri.
Verslunin blómgaðist svo í höndum
hans, að hún varð um langt skeið ein
stærsta verslun landsins. Á þessum
árum var það, sem hann kom mest við
þróunarsögu Akureyrar, jafnt í
menningar- sem atvinnumálum.
Merkilegasta fyrirtækið, sem hann
varð upphafsmaður að var stofnun
vátryggingarfélags fyrir fiskiskip við
Eyjafjörð, „Hið eyfirska skipaábyrgð-
arfélag“, sem renndi mjög stoðum
undir hákarlaveiðarnar, sem um skeið
voru mikilvæg atvinnugrein við Eyja-
fjörð. íslendingar höfðu að vísu veitt
hákarl frá fornu fari einkum vegna
lifrarinnar, en þeir hagnýttu einnig
skrápinn og verkuðu fiskinn til matar.
Fyrrum var hákarlinn veiddur inn-
fjarðar, en síðar tóku menn að sækja
hann á haf út í opnum bátum. En
nokkru fyrir miðja s.l. öld tóku há-
karlaveiðarnar miklum framförum, er
farið var að veiða hákarlinn af þil-
skipum á fjarlægum djúpmiðum, þar
sem miklu meira var um hann en nær
landi, sem hinir opnu bátar gátu farið.
Framfarir þessar urðu einkum með
skjótum hætti við Eyjafjörð.
Útgerð þessi krafðist fjár, og það
reyndist mörgum erfitt að afla þess.
En hér kom Steincke til sögunnar.
Hann lét smíða ný skip og gera við
önnur eldri á vegum verslunarinnar.
198 Heimaerbezt