Heima er bezt - 01.06.1984, Page 19
Til hægri:
Húsið með hvíta gaflinum
fremst á gömlu myndinni
er spítalinn, „Gudmanns
Minde“. Steincke var
frumkvöðullinn að því að
Gudmann gaf Akureyring-
um hús þetta og útbúnað
til sjúkrahússhalds. Það
var Steincke sem afhenti
spítalann 1873 og stjórnaði
líka undirbúningi og há-
tíðahöldum við vígslu hans
7. júlí 1874.
Gamli spítalinn „Gudmanns Minde" í núverandi mynd við Aðalstræti.
Klæðningin ög flest annað á þessu merka húsi er upprunaleg. Það
er nú íbúðarhús, en var reist sem læknishús 1836.
og hann léði ungum og dugandi sjó-
mönnum fé úr eigin sjóði til að koma
sér upp skipum. En trygging þessara
skipa varð brátt mikið hagsmunamál,
sem oftsinnis var rætt í blöðum og
manna á meðal, og árið 1868 var áð-
urnefnt tryggingafélag stofnað að
frumkvæði Steinckes. í fyrstu stjórn
þess völdust Tryggvi Gunnarsson, þá
kaupstjóri Gránufélagsins, Einar Ás-
mundsson alþingismaður í Nesi og
Steincke sjálfur, sem kjörinn var
formaður allan þann tíma, sem hann
bjó á Akureyri þar á eftir, og var hann
lífið og sálin í félagsskapnum. Hversu
mjög menn mátu starf hans sést á því,
að þegar hann 1874 lét af formennsk-
unni og fluttist brott, gaf félagið hon-
um heiðursgjöf, franska klukku úr
dökkum marmara með íslenskri
áletrun á pendúlnum og tvær eir-
myndir.
Ábyrgðarfélagið varð hákarlaút-
gerðinni mikil lyftistöng, svo að á ár-
unum 1870-1890 varð hún mikilvæg
atvinnugrein, sem að vísu hnignaði
síðar, uns hún lagðist niður með öllu.
Auk trygginganna studdi félagið að
því með fjárframlögum, að haldinn
var sjómannaskóli í Efra-Haganesi í
Fljótum en hann starfaði aðeins tvo
vetur, 1870-1872.
Á seinustu Akureyrarárum sínum
hafði Steincke uppi ráðagerðir um að
stofna ábyrgðarfélag fyrir nautgripi í
Eyjafirði (Lífsábyrgðarfélag á kúm).
Hann lýsti þessari hugmynd sinni og
gerði uppkast að lögum fyrir félagið
1874, og var það prentað í Norðanfara
28. febr. Stofnfundur var haldinn í
apríl, þar sem lögin voru samþykkt
með nokkrum breytingum og kosin
stjórn, en i henni voru síra Arnljótur
Ólafsson á Bægisá, Einar Ásmunds-
son í Nesi og Steincke. En eftir brott-
för Steinckes sama ár lognaðist félag-
ið út af.
En frumkvæði og athafnasemi
Steinckes kom víðar við sögu. Þannig
er talið, að hann hafi átt drjúgan þátt
í, að Fr. Gudmann kaupmaður gaf
Akureyrarbæ sjúkrahús, sem mjög
mikil þörf var á og jafnframt nokkurn
rekstrarsjóð því til handa. Að minnsta
kosti segir Norðanfari:
„að vissulega megi þakka þetta
hinum athafnasama nytjamanni
B.A. Steincke verslunarstjóra. “
Það leiddi eiginlega af sjálfu sér, að
hann var í fararbroddi um fram-
kvæmdir og skipulag Þjóðhátíðarinn-
ar á Oddeyri í tilefni þúsund ára af-
mælis íslandsbyggðar 1874. Hátíðinni
er lýst í Fréttum frá íslandi, þar segir
að þrátt fyrir storm og kulda, hafi um
2.000 manns komið þar saman og
hlýtt þar fyrst guðsþjónustu og ræðu-
höldum, en skemmt sér síðan við
kappreiðar, glímur og dans til morg-
uns, er hátíðinni var slitið með 21
fallbyssuskoti frá danska varðskipinu
Fyllu, sem lá á Pollinum.
„Er svo sagt að hátíðarhaldþetta
hafi verið hið veglegasta allra, nœst
aðalhátíðinni á ÞingvöUum, og
hafði nefnd sú er stýrði því, einkum
Steincke verslunarstjóri af því sœmd
mikla. “
Þá má bæta því við, að hann var í
stjórn prentsmiðjunnar á Akureyri frá
1870, í byggingarnefnd frá 1863 og
bókavörður Amtsbókasafnsins eins
og á fyrri dvalarárum sínum.
Hann fékk brátt mikinn áhuga á
gamalli íslenskri menningu. Kom það
berlega í ljós í bréfi, sem hann birti í
Norðanfara 4. apríl 1871. Hvetur
Heimaerbezt 199