Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 20

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 20
hann þar alla þá, sem eiga gamla muni, sem menningarverðmæti séu í að senda þá til Forngripasafnsins í Reykjavík, sem stofnað var 1863. Býðst hann þar til að verða umboðs- maður safnsins, og veita viðtöku munum, er menn vildu gefa því og senda þá síðan forstöðumönnum safnsins Sigurði Guðmundssyni mál- ara og Jóni Árnasyni þjóðsagnasafn- ara. Bréfinu lýkur hann með þessum orðum: „Ef einhver á gamlar minjar úr silfri, sem hann vildi farga, er ég fús að borga verð silfursins, ef þess verður krafist“. [Ljóst er að hann hefir þá um skeið haft samband við þá Sigurð og Jón, því að með ávarpi þessu prentar hann bréf frá þeim dags. 30. nóv. 1870, þar sem þeir óska eftir, að hann vildi „gjörast umboðsmaður og erindreki nefnds safns til þess að veita viðtöku safnsins vegna öllum þeim gripum og hlutum“ sem búast mætti við menn vildu gefa því]3 Á næstu árum gaf hann Forngripa- safninu allmarga verðmæta muni (Sjá Skýrslu um Forngripasafnið 1871-1875, Rvík 1871) og skömmu áður en hann flutti alfarinn frá Akur- eyri sendi hann ásamt þeim Kristjáni Kristjánssyni amtmanni, síra Birni Halldórssyni í Laufási, Einari Ás- mundssyni í Nesi og Tryggva Gunn- arssyni áskorun til Islendinga um að efla forngripasafnið. [Efna til sam- skota til að byggja yfir það hæfilegt hús og leita um leið stuðnings frænd- þjóða vorra].4 En hann skildi einnig hina ungu og upprennandi menningu þjóðarinnar og sýndi það á margvíslegan hátt. Annan veturinn, sem hann dvaldist á Akureyri „veitti hann mörgum unglingum og fleirum í bœnum tilsögn í dansleik- um ogýmissi skemmtun og kurteisi er þar að lýtur, í sínu eigin húsi tvœr stundir á hverju sunnudagskvöldi frá því fyrir jólaföstu og fram yfir páska, lagði til Ijós og fleira er þurfti, hann kenndi og einnig nokkrum börnum að leika á gítar. “ 3-4. Málsgreinarnar innan hornklofanna eru viðbót þýðanda. Steincke hafði snotra söngrödd, og var mjög söngvinn og hafði stundað tónlistarnám hjá Henrik Rung5. Þegar hann settist að á Akureyri í annað sinn gafst honum óvænt tækifæri til að hefja aftur söngkennslu. Þegar vígja átti hina nýju kirkju í bænum 1863 lá nærri, að aflýsa þyrfti guðsþjónust- inni sakir skorts á söngfólki. Sárnaði Steincke það mjög og byrjaði hann eftir það ásamt þeim Jóni Finsen hér- aðslækni og Jóhannesi Halldórssyni skólastjóra að æfa söng einu sinni í viku allan veturinn, og því hélt hann áfram árum saman ókeypis eins og allt, sem hann lagði fram til menn- ingarmála. Bæjarbúar mátu þetta starf hans að verðleikum, og var ávallt húsfyllir á söngæfingum hans, þótt til þess væru fengin hin rúmbestu húsa- kynni í bænum. Á þessum árum stofnaði hann Gleðileikafélag og gekkst fyrir leiksýningum á Akureyri flesta þá vetur, sem hann dvaldist þar. Hélt hann einnig uppi danskennslu í tvo vetur. Það var því engin furða þótt Steincke með atorku sinni og frum- kvæði yrði vinsæll í bænúm og talinn ómissandi, næstum hvað sem gera skyldi. „Norðurljósið“, sem er aðal- heimild um ýmis atriði í þessu æfi- ágripi kemst svo að orði: 5. Rung (1807-1871) var eftirsóttur söngkennari og mikilvirkt tónskáld í Danmörku. Sæmunkurinn reyndist risasmokkur Sœmunkur er nafn sem gefið var furðudýri, er rak við Eyrarsund og var þá lýst sem skepnu með manns- höfuð og í munkakápu. Af því er nafnið dregið. Japetus Steenstrup sannaði að þetta hefði verið risa- smokkur með 10 örmum. Myndin er eftir Steenstrup og sýnir hina gömlu mynd af sœmunkinum frá 1554 og aðra af risasmokkfisk við hlið hennar. „Má svo að orði kveða, að ekki þœtti ráð ráðið í þann tíma, nema hans atkvœðis vœri leitað. Bœndur byggðu svo varla fjárhús, að þeir ekki töluðu um fyrirkomulagið við hann, og hlíttu þeir jafnan hans til- lögum. Hinir bestu menn voru ávallí reiðubúnir til aðstoðar við fram- kvœmd fyrirtœkja hans, því þau miðuðu ávallt almenningi til gagns eða sóma. Það var vissulega sann- mœli, sem Einar í Nesi sagði í sam- sœti því, er Akureyrarbúar héldu Steincke að skilnaði: „að ef ísland eignaðist marga sonu eins og þenn- an fósturson þess þá mundi hagur þess batna. “ Steincke kvæntist 22. ágúst 1863 Pálínu Hildi, dóttur Edvald Eilert Möllers verslunarstjóra á Akureyri. Hún var fædd á Akureyri 1840 og lést í Kaupmannahöfn 1929. Þau eignuð- ust sjö börn, þrjár dætur og fjóra syni. Eftir að Steincke fluttist frá Akur- eyri bjó hann í Kaupmannahöfn og var hluthafi í verslunum Carl Höepfners á Skagaströnd og Blöndu- ósi. Hann ferðaðist oft til íslands á sumrin svo sem 1875, 1876, 1877, 1880, 1882, 1884 og 1885. Hann and- aðist í Kaupmannahöfn 30. sept. 1891, og var jarðsettur 6. október frá kapellunni í Ássistentskirkjugarði. 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.