Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 32

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 32
INGVAR AGNARSSON: A Ifabyggðir Úr samtali við Erlu Stefánsdóttur Ég átti tal við skyggna konu, Erlu Stefánsdóttur. Mun ég reyna að endur- segja hér eitthvað af spurningum mínum og svörum hennar, ekki að vísu alveg orðrétt, en þannig, að ekki skeikar miklu efnislega. Spurning: Ég veit, að þú munt sjá blik manna eða árur. En mig langar einnig til að spyrja, hvort þú verður ekki vör við sérstakar verur, þegar þú ert á ferð úti í náttúrunni, eins og t.d. huldufólk eða álfa? Svar: Jú, það gerist oft, t.d. í sam- bandi við hóla og kletta og annað landslag. Spurning: Sérðu álfabyggðir, t.d. hýbýli þessa fólks? Svar: Já, ég sé stundum stórar álfa- byggðir, fjölda bæja. Spurning: Eru þetta lítil hús, eða e.t.v. einnig stórar byggingar? Svar: Ég hef aldrei séð nema litil hús, aldrei t.d. stór sambýlishús, eins og eru hjá okkur mönnum. Spurning: Eru þessar verur allar eins að eðli og útliti, eða eru þær að ein- hverju leyti eðlisólíkar? Er t.d. einhver mismunur á álfum og huldufólki? Svar: Þarna er um þó nokkurn mismun að ræða. Huldufólk er líkt okkur, bæði í háttum og útliti. Álfar eru fíngerðari. Það er líka munur á gæðum þessa fólks eða innræti og betra að styggja það ekki. En svo eru ljúflingar. Þeir eru svif- léttir og fíngerðari en huldufólk og álfar. Mér virðist þeir einnig vera fegurri. Ég verð þeirra helst vör í kjarri eða þar sem land er skógi vaxið. Þegar ég sé þá, er eins og mér opnist sýn inn í aðra veröld, þar sem allt er í fögrum ljósum litum. Raunar má hið sama segja um allar þær dularverur, sem ég skynja. Mér virðist þær tengdar landinu með nokkrum hætti, náttúru þess og ýms- um sérkennum, vötnum, skógum, klettum, fjöllum o.s.frv. Ég held samt að þær séu ekki af efnum þessarar jarðar gerðar, tilheyri ekki þeim efn- isheimi sem við skynjum og lifum í, heldur tilheyri þær annarri veröld, þar sem þróunarleið lífsins er önnur en sú, sem við jarðarmenn eigum við að búa. Spurning: Mig langar enn til að spyrja einnar spurningar: Þegar þú sérð þetta fólk, þá munt þú yfirleitt sjá það í okkar jarðneska landslagi. En kemur þá aldrei fyrir, að þú sjáir sam- tímis annað landslag, einskonar huldulandslag? Svar: Jú, þetta er alveg rétt. Jafn- hliða því, sem ég sé huldufólkið og bæina þess þá sé ég líka oft annað landslag, sem er landslag huldufólks- ins. Ég sé fjöll, sem tilheyra þeirra veröld, dali, tjarnir o.s.frv. en jafn- hliða sé ég mjög vel okkar venjulega landslag. Landslag álfa og landslag okkar er stundum alls ekkert líkt. Spurning: Sérðu stundum mismun á veðurfari hjá álfum og hjá okkur, t.d. að tilheyrandi þeim sé bjartviðri og þurrkur, þótt hér sé dimmviðri ogjafn- vel rigning? Svar: Já, þetta er mjög algengt. Veðurfar hjá álfum er oft allt annað en er hér hjá okkur. Þetta skynja ég oft greinilega. Spurning: Hefur þú nokkurntíma skynjað sól á lofti í heimi álfa, samtímis þvi að hér hafi verið skýjað og sólar- laust? Svar: Nei, ekki man ég nú beinlínis eftir, að ég hafi tekið eftir þessu, eða að ég hafi tekið eftir sól í ríki álfa, þegar hér var dimmviðri. Mér hefur aldrei dottið í hug, að athuga þennan mismun. S amb andssky n j anir Ég tek enn fram að orð Erlu, hins merkilega sjáanda, eru hér ekki orð- rétt eftir höfð, þótt efnislega muni litlu skeika. Ég veit líka og vil taka það fram, að sú skoðun mín, — að sýnir, slíkar sem af er sagt hér að framan, séu með nokkrum hætti tengdar stjörnum heimingeimsins — munu ekki vera hennar skoðanir. Og sýnir og aðrar skynjanir ýmis- konar, eru fullgildur raunveruleiki, hvað sem líður skoðunum manna. Svör þessarar skyggnu konu þóttu mér meira en lítið fróðleg, vegna þess að þau koma heim og saman við þær hugmyndir, sem hægt er að gera sér um eðli skyggninnar, þ.e. að hér sé um fjarskynjanir að ræða. Að ekki séu þessar sýnir tilheyrandi okkar lands- lagi, heldur skynjanir til allt annars staðar, þar sem búa aðrir kynþættir manna með öðrum lífsháttum í öðru landslagi. Og hvar skyldu þessir aðrir staðir vera? Ég vil gera ráð fyrir að þeir séu jafn raunverulegir og jafn efniskenndir og sú tilvera, sem við þekkjum. Náttúrufræðin þekkir enga staði aðra en stjörnur himins, dreifðar um hinn óendanlega geim, og okkar eigin jörð er ein þeirra. Hví skyldu þá ekki sýnir þær, sem frá er sagt að framan, vera tilheyrandi einhverri jarðstjörnu annarsstaðar í geimi, að hin skyggna kona sjái landslag á öðrum hnetti eða hnöttum ásamt fólki því og lífsháttum þeim, sem þar hafa þróast í rás tímans, á sinn hátt, eins og gerst hefur á okkar jörð? Sambandsskynjanir mun hér vera um að ræða. Ef fjarsýnir eiga sér stað á annað borð, og ég tel vafalaust að svo sé, þá sé ég ekki aðra skýringu náttúrufræði- legri, en að huldufólkssýnir sér fjar- skynjanir í flestum tilvikum, þótt einnig muni koma fyrir að líkamning eigi sér stað, en miklu mun það sjaldnar gerast. 212 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.