Heima er bezt - 01.06.1984, Page 39

Heima er bezt - 01.06.1984, Page 39
Frá miðborg Búk- arest. Fegurð hennar og gott skipulag vakti undrun og aðdáun ferðalanganna. el, í deilu þeirra og stríði við Araba í júní 1967. Annað kunnugt dæmi er það, að þegar Rússar réðust inn í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968, voru Rú- menar því algjörlega andvígir og stóðu eindregið með Tékkum í neyð þeirra. En ég hef það líka fyrir satt, að það hafi stundum stappað nærri því, að rússneski björninn léti skína í tenn- urnar, — léti sjá sig í landinu, grár fyrir járnum, þó að það hafi að vísu ekki orðið enn. En — svo sem dæmin sýna, — má búast við ýmsu úr þeirri áttinni. Með öðrum orðum: Rúmenar láta þó ekki Rússa segja sér alveg fyrir verkum, eins og sumir aðrir, og eru það óneitanlega meðmæli með stjórn þeirra. Þjóðþingið, (The Grand National Assembly), er kosið á fjögurra ára fresti og eru þingmenn 465 að tölu. Langflestir, — mikill meiri hluti, — tilheyrir kommúnistaflokknum, enda ræður hann öllu í landinu, svo sem fyrr segir. Að svo mæltu læt ég þessa fróð- leiksmola nægja um land og þjóð, þó að margt fleira væri að sjálfsögðu hægt að tína til, og sný mér að ferðinni sjálfri. Byggi ég frásögn mína í stórum dráttum á dagbókarpunktum. Til Búkarest komum við um klukkan 12 á miðnætti, eftir þriggja og hálfrar klukkustundar flug frá K.höfn, og til hótelsins, þar sem við dvöldum, um það bil klukkustundu síðar. Voru þá flestir harla fegnir að geta gengið til hvílu eftir langan dag._ Dagana 7.-9. apríl dvöldum við í Búkarest á mjög stóru og íburðar- miklu hóteli, sem heitir Athenee Pal- ace. Fyrsta daginn, sunnudaginn 7. apríl, var okkur ekið í langa skoðun- arferð um borgina og margir merkir staðir kynntir. Það vekur mikla at- hygli ferðamanns, hve borgin er vel skipulögð á stórum svæðum, hreinleg, fagrar byggingar, breiðar götur og stórir og glæsilegir almenningsgarðar með hinum fegursta trjáa- og blóma- gróðri. Var þetta bæði ánægjuleg og reynslurík ferð. Síðdegis skoðuðum við fagran og íburðarmikinn skemmtigarð og nut- um þess í ríkum mæli, enda sólskin og logn, en þó ekki hlýrra en oft heima á fögrum vordegi. Feikilegur mann- fjöldi var í garðinum, flest myndarlegt og velbúið fólk og allt einkar kurteist og háttprútt. Margir unglingar og ást- fangin ungmenni reru í litlum lysti- bátum um fagurt stöðuvatn, sem þarna var. En þungur blær fannst mér yfir þessu fólki í þessum fagra garði, og hvergi heyrðust þar léttir hlátrar. Ölvaðir menn sáust aldrei á leið okkar allan þennan vorbjarta helgidag, og vakti það m.a. mikla athygli mína. Er við höfðum notið þess lengi að ganga um garðinn, héldum við sum til aðal listasafns borgarinnar, sem er skammt frá hóteli okkar, en aðrir dvöldu lengur í skemmtigarðinum. Við, sem fórum í listasafnið, undum þar lengi, a.m.k. þrjá klukkutíma, enda er hér um frábærlega fullkomið og vandað safn að ræða. Ég hef séð mörg söfn á ferðum mínum erlendis, en hvergi betri og vandaðri aðbúnað. Safnhúsið er afar stór og vönduð bygging á fjórum hæðum, og er þar að finna geysilegan fjölda frábærra list- muna og listaverka. Væri frásögn af því einu efni í langan fyrirlestur. Dagana 8. og 9. apríl skoðuðum við ýmsa aðra merka staði í borginni, ýmist með leiðsögn eða á eigin spýtur. Töluverðum tíma var að sjálfsögðu varið til að líta í búðir, eins og venja er í slíkum ferðalögum, og ýmsir keyptu sitt af hverju. Verðlag er yfirleitt miklu lægra í þessu landi en hjá okkur, og margar söluvörur ágætar af ýmsu tagi. Er því auðvelt að gera þarna góð kaup fyrir þá, sem gjaldeyri hafa, og þess þurfa. Versla má bæði fyrir innlenda mynt, sem heitir lei, og fyrir dollara, sem virðast mjög vel þegnir. 1 lei var rúmar 6 íslenskar krónur vorið 1974(1 lei = 100 bani.) Síðara kvöldið og það síðasta, sem við dvöldum í Búkarest fórum við öll í hringleikahús (sirkus) og sáum þar langa, fjölþætta og eftirminnilega sýningu. Sýningahöllin er nýbyggð, aðeins fárra ára gömul, og mjög stór og glæsileg bygging. Veður var fremur leiðinlegt þann 8. apríl, þungbúið loft og töluverð úr- koma allan fyrri partinn, en þann 9. var besta veður, logn og léttskýjað og stundum glaða sólskin. En þótt furðulegt væri, var aldrei hlýrra þessa daga, svo langt suður í Evrópu, en á björtum apríldegi heima á Fróni. Svo sem kunnugt er, er Búkarest höfuðborg Rúmeníu og jafnframt langstærsta borgin í því landi. íbúar hennar eru nú rétt um ein og hálf milljón. Það, sem hlýtur að vekja strax at- hygli allra ferðamanna er, hve borgin er vel skipulögð og fallega byggð, með breiðum strætum og glæsilegum byggingum mjög víða, í gömlum og Heima er bezt 219

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.