Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 40

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 40
nýjum stíl, og stórum og með fögrum útivistarsvæðum. Mun þetta hafa komið okkur öllum á óvart og vakið bæði undrun okkar og aðdáun. Miðvikudagsmorguninn 10. apríl héldum við frá Búkarest, að loknum morgunverði og afgreiðslu í banka, áleiðis til borgar einnar, sem Sibia nefnist, norður á Transilvaníuháslétt- unni, en þar áttum við að gista í þrjár nætur. Veður var hið besta allan daginn, sólskin oftast og hægviðri og skyggni allgott, eftir því sem um er að ræða á þessum slóðum. Á meginlandinu og raunar miklu víðar, er alltaf einhver móska í lofti, sem byrgir mjög sýn, aldrei hið tárhreina og tæra loft, sem við njótum svo oft hér á íslandi. Leið þessi er löng, eða um það bil 300 km, svo að það var vissulega margt at- hyglisvert og eftirminnilegt, sem fyrir augu bar þennan dag. Fyrst var lengi ekið um frjósamar lágsléttur, þar sem eingöngu var stundaður landbúnaður. Voru þar akrar afar stórir á víðáttumiklum svæðum, og einnig aldingarðar af ýmsu tagi. Samyrkjubúskapur er hér sagður mikið stundaður síðustu árin með nýjustu tækni, og mátti víða sjá glögg merki þess. En ekki virtist þó bændamenningin alls staðar vera komin á mjög hátt stig, því að allvíða sáum við, þennan dag, að einstakir bændur voru að plægja akurteiga sína með þúsund ára gam- alli aðferð — og eldri þó, — með uxaeyki og ævagömlum plóg. Fengum við á þessu þá skýringu, að bændum mundi frjálst að eiga vissan landskika út af fyrir sig og rækta hann sjálfir, þegar aðstæður leyfðu. Mundu þeir þá margir grípa enn til hinna gömlu, frumstæðu tækja, er þeir ynnu sitt eigið land. Þá ókum við einnig að sjálfsögðu gegnum þorp og smáborgir, flestar með gömlum, sérstæðum svip. Sum þessara smáþorpa eru ósköp frum- stæð og lágkúruleg og virðast húsin mörg mjög gömul, og mörgum illa við haldið. Allvíða mátti þó sjá myndar- legar nýbyggingar, og þá ekki síst í borgum og stærri þorpum. Á tveimur stöðum ókum við fram hjá miklum olíulindasvæðum með mörgum borturnum. Á öðrum staðn- um var mikil og fullkomin olíu- hreinsunarstöð. Olíuframleiðsla Rú- mena er nú mjög mikil og langverð- mætust þeirra efna, sem þar eru unnin úr jörðu. Varokkur tjáð, að síðust árin fullnýttu þeir alla olíuframleiðslu sína, samkv. nýjustu tækni. En árs- framleiðslan mun nú vera um 13-14 milljónir tonna, og er það ekkert smáræði. Við borðuðum miðdegisverð í ný- tísku ferðamannahóteli í borg, sem heitir Rimicu Vilcea. Þarna var mikill trjágróður og fallegt um að litast. Borgin stendur við mynni Olta-dals- ins, sem er langur og víða fagur, enda í Karpatafjöllunum. Dregur dalurinn nafn sitt af ánni, sem eftir honum rennur. Næst stönsuðum við hjá gömlu klaustri, sem Cosia nefnist, alllangt uppi í Oltadalnum. Er þar einkar fagurt um að litast. Þarna dvöldum við drjúga stund og skoðuðum þetta gamla, fornfálega klaustur, sem hefur að geyma marga listræna muni frá fyrri tíð og glæsileg málverk. Einnig skoðuðum við sitt hvað fleira þar í nágrenninu, meðal annars fagra kap- ellu og sérstæðan grafreit. Einkum er mér þó minnisstætt hið undur fagra umhverfi hins gamla klausturs, sem er frá 14. öld. Gamlar klausturbyggingar eru víða í þessu landi og geyma margt fornra minja. Komum við síðar í fleiri slíkar byggingar og sáum marga athyglis- verða listmuni af ýmsu tagi. Til Sibiu komum við á 7. tímanum og gistum á nýtísku hóteli, er Bule- ward nefnist. Þarna dvöldum við í þrjár nætur og fengum hinn besta viðurgerning. Það dylst því engum, sem fer um þetta land, að Rúmenar gera sitt besta til að taka á móti ferðamönnum. Virðist þar fátt til sparað, þegar miðað er við kynni okkar til þessa. Þeim tveimur dögum, sem við dvöldum í Sibiu, vörðum við til að skoða borgina og umhverfi hennar. Sibia er sögð ein elsta borg í Transil- vaníu og er nú með um 120 þúsund íbúa. Hún er á syðri hluta Transil- vaníu-hásléttunnar, við rætur Karp- atafjalla, í Brasow-héraði. Hún er Vegur um Karpatafjöll. mikil verslunarmiðstöð, en einnig er þar glæsilegur málmiðnaður, prent- verk og fræg pylsugerð. Fyrst ég nefndi málmiðnað, skal hér tekið fram, að hann hefur aukist mjög á síðari árum, eins og raunar iðnaður á flestum sviðum. Árið 1972 voru framleiddar 5.5 milljónir lesta af stáli, en aðeins 238 þúsund lestir árið 1938. í nýju hverfunum eru margar stór- glæsilegar byggingar, svo sem vænta mátti, en í þeim gömlu eru húsin að sjálfsögðu mjög fornfáleg og götur þröngar. Fyrri daginn, hinn 11. apríl, fórum við í kynnisferð um borgina. Skoðuð- um við þá m.a. dýragarðinn, Bukken- dahl-listasafnið, sem er eitt af merk- ustu listasöfnum Rúmeníu, virkis- vegginn gamla, sem umlukti alla borgina á miðöldum, og enn er vel við haldið á vissu svæði. Loks komum við á stóran og sérstæðan útimarkað, sem opinn er vissa daga í viku, og dvöldum þar drjúga stund. Dýragarður borgarinnar er í einkar fallegu umhverfi og all fjölbreytileg- ur. Mér líður alltaf fremur illa á slík- um stöðum, þegar ég hugsa um, hvernig farið er með mörg þessi blessuð dýr, hvernig þau eru þvinguð til að lifa við aðstæður, sem eru svo andstæðar eðli þeirra og uppruna. Ég geri því þennan stað ekki frekar að frásagnarefni hér. En þetta mun fjöl- sóttur og vinsæll staður, og þá fyrst og fremst af yngri kynslóðinni. 220 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.