Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 45

Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 45
Fyrsta kvöldið sem þau voru þar, gekk skólastjórinn með þeim að leiði Einars. Það hafði ekkert verið gert við það, en Lovísa bað Ármann að sjá um að það væri hlaðið upp og settur kross á það, með nafni hans og fæðingar- og dánar- degi. Sagðist hún skyldi borga honum það vel — hafa haft peninga með sér í þeim tilgangi. Hann tók því vel, en sagðist ekki vilja taka við borguninni núna, því hann vissi ekki hvað krossinn kostaði. Lovísa var honum þakklát og henni þótti vænt um að sjá hvað leiði Einars var á fallegum stað, í hinum fagra Hamradal. Skólastjórinn bað hana að finna sig inn á skrifstofu sína. Þar fékk hann henni hring Einars og sagði að hann hefði beðið sig að sjá um að hann kæmist í hennar hendur. Hann sagðist hafa hikað við að senda hann í bréfi, en það væri gott að geta fengið henni hann. Lovísa tárfelldi þegar hún tók við hringnum og faldi hann í lófa sínum, en samt hafði hún aldrei verið eins glöð og núna, síðan hún frétti lát Einars. Daginn eftir fóru þau fram í dal, fram að heiði. Skóla- stjórinn bað bróður sinn að vera leiðsögumaður þeirra. Hann hét Ágúst Gunnarsson. Það var glæsilegur maður, hár og grannur og bar sig vel — kannske nokkuð yfirlætis- legur. Hann hafði víða farið og kunni frá mörgu að segja. Hann var mikið yngri en Ármann bróðir hans, hafði verið tvo vetur á skólanum á Hvoli og síðan farið til Noregs og verið þar í eitt ár. Nú var hann kennari á Hvoli á vetrum, en verkstjóri á sumrin. Hann var góður leiðsögumaður, sagði þeim bæjanöfn og örnefni, og munnmælasögur sem hann kunni um sum þeirra. Fjöllin voru há og tignarleg, með fögrum klettabeltum og giljum og fossandi lækjum, og Lovísu fannst Hamradalurinn engu síðri en Hjarðardalur- inn — kannske fallegri. Þau fóru alla leið fram að Hamradalsheiði, og í baka- leiðinni komu þau heim að bænum, sem er næstur heið- inni. Hann heitir Lynghagi. Þeim var tekið forkunnarvel. Sonur bóndans á bænum var skólabróðir Einars heitins, og kom hann fram við þau eins og hann væri gamall kunningi þeirra. Þau fengu kaffi og heitar rúsínulummur ásamt fleira brauði, og þeir sem vildu fengu vín út í kaffið. Lovísa og Jónas afþökkuðu, en Magnús og Ágúst gerðu því góð skil — einkum Ágúst. Svo kvöddu þau þetta góða fólk með þakklæti. Þetta var yndisfagurt vorkvöld og Lovísa gleymdi því aldrei hvað henni fannst kvöldfagurt á Hvoli — og það hefur fleirum þótt. Daginn eftir fór Ágúst með þeim út dalinn og út í sveit og alla leið út að sjó, og sáu þau hina fögru og sögufrægu Hamraeyju. Og þau fóru út í kaupstaðinn og Ágúst bauð þeim á veitingahús og gaf þeim kaffi og átti nú einhvern dropa í vasafleyg, handa sér og Magnúsi. Næsta morgun var búist til heimferðar. Ármann skóla- stjóri kallaði Lovísu í annað sinn á eintal í skrifstofunni. Hann sagðist hafa heyrt að hún væri óvenju fær í mat- reiðslu, og spurði hvort hún vildi ekki vera matráðskona við skólann næsta vetur, hún skyldi fá hátt kaup. Þetta kom Lovísu mjög óvænt, hún sagðist ekki geta svarað þessu að sinni. Hún þyrfti að ráðfæra sig við fólkið sitt, en hún skyldi skrifa honum og svara af eða á, einhvern tíma á túnaslætti. Svo kvaddi hún hann með þakklæti, og konu hans og Ágúst fylgdarmann, og eins gerðu þeir pabbi hennar og Jónas. Heimferðin gekk eins og í sögu og allir á Ljótsstöðum glöddust yfir því hvað Lovísa var mikið ánægðari og hressari en áður en hún fór í ferðalagið. Hálfum mánuði seinna komu presthjónin á Kirkjubóli að Ljótsstöðum. Erindið var það að frúin bað Lovísu að vera ráðskona á Kirkjubóli, frá veturnóttum til jóla, hún var ekki vel frísk og ætlaði suður í Reykjavík sér til hress- ingar og heilsubótar. Hún átti móður og systkini í Reykja- vík — faðir hennar var dáinn — en móðir hennar hafði lítið heimili fyrir sig. Hjá henni ætlaði hún að dvelja. Lovísu fannst hún mega til að gera þetta, þau hjónin höfðu verið svo góð við hana og Einar. Hún talaði um þetta við foreldra sína, og voru þau henni sammála. Hún hafði áður sagt þeim frá tilboði skólastjórans, en þau voru ekkert hrifin af því að hún færi langt í burtu, og yrði að heiman allan veturinn. — Og það varð úr að hún lofaði að gera þetta. Stuttu seinna skrifaði hún Ármanni og sagði að sig langaði hálft í hvoru að þiggja tilboð hans og dvelja vetr- arlangt á Hvoli, en af ófyrirsjáanlegum ástæðum gæti ekki orðið af því að sinni. Hún var á Kirkjubóli eins og um var talað, frúin kom heim, glöð og hress, viku fyrir jól, þá fór Lovísa heim. Þegar hún kom heim beið hennar póstbréf, sem enginn vissi hvaðan var. Falleg var utanáskriftin. Lovísa tók við því af móður sinni og fór með það inn í norðurhús. En hún sagði engum frá hverjum það var, nema kannske Vilfríði. Og seint um veturinn fékk hún eitthvert leyndardómsfullt bréf, með sömu utanáskrift, því bréfi mun hún hafa svarað. Hún var glaðleg og viðmótsgóð við alla — heimafólk og gesti. Hún fór út að Sólbakka og gisti þar í tvær nætur, kom þá að Hrísgerði og í Voginn og keypti falleg léreft í treyjur handa mömmu sinni og Vilfriði, og efni í milliskyrtur handa pabba sínum, Agli og Guðjóni, og ljóst, rósótt kjól- efni handa sér. Svo saumaði hún þetta allt, því hún hafði lært svo mikið að sauma hjá frú Guðrúnu. Og allir á bænum voru ánægðir. Ráðskona á Hvoli í\ð var seint á föstudegi, í sólskini og sunnanblæ. Góð- veðursský sigldu um bláan himininn. Loftið kvað við af fuglasöng, og allt var svo yndislegt sem mest getur verið á þeim árstíma. Nú var verið að taka saman fyrstu töðu- flekkina á Ljótsstöðum og allir léku við hvern sinn fingur. Allt í einu sagði Egill litli: „Sjáið þið mennina sem koma þarna utan bakkana?" Allir litu þangað og sáu tvo menn, sem báðir voru með tvo til reiðar og fóru greitt. „Þetta eru utansveitarmenn,“ sagði Bergur vinnumaður. Magnús bóndi brá hönd fyrir augu og horfði fast úteftir, svo sagði hann: „Ég get ekki betur séð en það sé skjótti hesturinn hans Ágústs Gunnarssonar, sem annar maðurinn teymir. Manstu ekki eftir honum, Lóa mín, hann var með hann, þegar hann var að fylgja okkur.“ Lovísa blóðroðnaði og sagði: „Jú,“ heldur lágróma. „Þetta er líklega hann og Ármann bróðir hans,“ sagði Magnús, „Þeir ætla auðvitað að gista hér í nótt, og kannske Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.