Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 49
Umsagnir um bækur
Gleðigjafi
söngelskra
Sigurður Þórarinsson:
BELLMANIANA.
Rvík 1983. ísafold.
Hver þekkir ekki lagið og vísuna um
Gamla Nóa? Líklega hefir það um langan
aldur verið eitthvert fyrsta sönglagið, sem
börn og unglingar hér lærðu. Hitt hefir
naumast verið jafnkunnugt, að höfundur-
inn var sænska skáldið Bellman, sem uppi
var á 18. öld. Og Gamli Nói er ekki eina
söngvísan, sem kunnug hefir orðið eftir
hann á íslensku, og lögin þó fleiri, sem
íslensk skáld hafa ort við gleði og
drykkjukvæði. Einkum nutu ljóð og lög
hans vinsælda á öldinni sem leið, allt frá
Borðsálmi Jónasar Hallgrímssonar og
fram undir aldamótin. Síðan hefir fátt
bæst við fyrr en nú. Iðnastir voru þeir að
kynna hann Kristján Jónsson og Hannes
Hafstein, sem bæði þýddu nokkur af
ljóðum Bellmans og ortu undir lögum
hans. Bók sú, sem hér er gerð að umtals-
efni, er unnin af Sigurði Þórarinssyni
jarðfræðingi, og mun vera eitt hið síðasta,
sem hann lagði hönd að, og entist honum
ekki aldur til að ganga frá ritinu til fulls,
og hefir Árni Sigurjónsson annast útgáf-
una. Fyrst skrifar Sigurður alllanga
greinargerð um skáldið og umhverfi hans,
og er þar meðal annars rakið hið helsta,
sem kunnugt er um Bellmans ljóð og lög
hér á landi, þó að ætla megi eins og höf-
undur segir, að ekki komi öll kurl til graf-
ar. Þá eru prentaðar nokkrar eldri þýð-
ingar á Bellmansljóðum og síðan all-
margar þýðingar Sigurðar sjálfs, gerðar af
hinum mesta hagleik. Nótur eru prentaðar
með. Þess er að vænta að þessi litla, snotra
bók endurveki minninguna og vinsældir
Bellmans, því að margt er það nú í seinni
tíð, sem skyggir á hann. En vonandi er, að
Bellman megi enn um langan aldur verða
gleðigjafi meðal söngelskra íslendinga.
Því ber að fagna þessari útgáfu.
Nærfærin tök á
viðkvæmu efni
Steingrímur St. Th. Sigurðsson:
ELLEFU LÍF.
Rvík 1983. örn og örlygur.
Hér skrifar Steingrímur um lífshlaup
Brynhildar Georgíu Björnsson, konu, sem
átt hefir svo furðulegan lífsferil, að ótrú-
legt má þykja að nokkur Islendingur eigi
slíkan eða líkan, gegnum gleði og þrautir,
vonir og ótta, örvilnan og ástir. Svo við-
burðarík er sagan að nafnið Ellefu líf er
raunveruleiki en engar ýkjur. Brynhildur
segir hispurslaust frá í fullri einlægni, og
Steingrímur skráir frásögn hennar af
skilningi og hófsemd. Þegar ég fékk bók-
ina í hendur óttaðist ég, að ritfimi hans og
frásagnargleði myndi ef til vill fá hann til
að ýkja og upphefja. En fjarri fer því.
Hann fer nærfærnum höndum um við-
kvæmt efni, en raunar fær lesandinn á
tilfinninguna að frekar sé vansagt en of-
sagt, þótt sagan sé æfintýraleg. Mér er
tjáð, að bókin hafi fengið góðar viðtökur,
og hún á það skilið.
Á breiðari grundvelli
Tómas Þór Tómasson:
HEIMSSTYRJALDARÁRIN
Á ÍSLANDI 1939-1945
Fyrra bindi. Rvík 1983. örn og örlygur.
Ungur sagnfræðingur sendir hér frá sér
fyrra bindi af sögu íslands á heims-
styrjaldarárunum, og nær það yfir árin
1939-1942, enda þótt síðari tímamörkin
séu ekki glöggt mörkuð. Margt hefir þegar
verið ritað um þetta tímabil, en í öllum
þeim ritum hefir styrjöldin, og þá einkum
hernámið og allt, sem því fylgdi verið að-
alefnið. Hér er sagan rakin á miklu breið-
ari grundvelli, það er í rauninni þjóðar-
sagan öll, sem tekin verður til meðferðar í
verkinu, stjórnarmyndanir og stjórnmála-
makk og erjur, atvinnu- og þjóðhagsmál.
Verkalýðsmál og vinnudeilur hljóta mikið
rúm, og fleira mætti nefna. En vitanlega
verður styrjöldin og hernámið þunga-
miðja bókarinnar. Inn í hina beinu frá-
sögn er fléttað ýmsum sjálfstæðum grein-
um, bæði eftir bókarhöfund og aðra,
einkum þó blaðagreinum, þar sem fjallað
er um einstök efnisatriði á sérstakan hátt,
án þess að falla beint inn í heildarfrá-
sögnina, og eru þar meðal annars rakin
ýmis skemmtileg atvik, sem sögur fóru af.
Sagan er ljóst og lipurt rituð, skemmtileg
upprifjun liðinna atburða fyrir þá sem
lifðu þenna tíma og margvíslegur fróð-
leikur fyrir hina yngri. Mikill fjöldi mynda
prýðir bókina og frágangur allur með
nýtískusniði. Þess er getið í formála, að
þetta sé einungis eitt rit í fyrirhuguðum
flokki bóka um sögu landsins frá 1916 til
1980, sem útgefandinn hafi þegar gert
áætlanir um. Munu margir hlakka til að fá
þær bækur í hendur og þá ekki síst síðari
hluta þessa rits, sem fjallar um lýðveldis-
stofnunina, stríðslokin og það sem því
fylgdi.
Laðar lesandann
til sín
Kristján Karlsson:
NEW YORK.
Rvfk 1983. Almenna bókafélagið.
Einhverntíma hefði það þótt tíðindum
sæta, að íslenskt ljóðskáld yrkti heila bók
um New York. Að vísu hafa ýmis góð-
skáld tekið sér yrkisefni um erlenda staði
en raunar alltaf gefið einhverja mynd af
þeim í ljóðinu, þótt ekki væri um þurra
lýsingu að ræða. En Kristján Karlsson fer
ekki þá leið. Lesandinn er jafnófróður um
New York eftir sem áður. Hann velur sér
tilteknar mannlífsmyndir og segir víðast
langa örlagasögu í fáum meitluðum setn-
ingum. Ég vil ekki segja hendingum, því
að rímið er laust, þótt hann noti stuðla og
höfuðstafi á réttan hátt. Ég er ekki viss um
að menn njóti kvæðanna vegna þess hve
heimur þeirra er þeim framandi, og er það
miður, því að höfundur segir margt vel og
spaklega, en umfram allt er öll bókin með
hugnæmum blæ, sem laðar lesandann til
sín, þó að hann ef til vill fylgi skáldinu
ekki alltaf eftir. Svo var að minnsta kosti
um mig.
Heima er bezt 229