Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 50
Prik orma og
iðjuleysingja?
Guðmundur Guðjónsson:
VARSTU AÐ FÁ HANN?
Rvík 1983. örn og örlygur.
Bók þessi flytur viðtöl við 17 laxveiði-
menn um æfintýri þeirra og reynslu af
laxveiðum. Eins og gengur eru viðtölin sitt
með hverjum hætti og viðmælendurnir
hafa hver sína sögu að segja, enda dorgað í
mismunandi ám og þeir mismunandi
fengsælir. En allt um það verða viðtölin
sviplík, þar sem allir viðmælendurnir eru
haldnir sömu áráttu og áhuga. Steinar J.
Lúðvíksson skrifar formála og bendir á
hin ólíku viðhorf til laxveiðanna á liðnum
öldum, þegar þær voru einn þáttur í lífs-
baráttunni, til þess að verða skemmti-
íþrótt nokkurra manna. En viðtölin eru
víða fjörleg og bókin verður vafalaust
vinsæl lesning hjá þeim, sem hafa ánægju
af að fara með stöng, enda er bókin prýdd
fjölda mynda og skemmtilega sett upp. En
hinsvegar er ég með þeim ósköpum
fæddur að geta ekki skilið skemmtunina
við að drepa lax eða önnur dýr mér til
ánægju einnar. Og raunar hvarfla orð
danska skáldsins og brandarakarlsins
Wessels í hug mér en hann skilgreindi
veiðistöng „sem prik með ormi á öðrum
endanum og iðjuleysingja á hinum“.
Þörf en þung
EÐLISFRÆÐI AB
FYRIR FRAMHALDSSKÓLA.
Rvík 1983. Almenna bókafélagið.
Þetta er þriðja hefti kennslubókar þeirrar í
eðlisfræði, sem fimm Svíar hafa samið og
þrir íslendingar þýtt, allt kennarar og sér-
fræðingar á þessu sviði. Fjallar þetta hefti
um ýmsa þætti rafmagnsfræðinnar. Er
þarfaverk að gefa slíkar kennslubækur út
á íslensku, og er þekking og reynsla þeirra,
sem að bókinni standa trygging þess, að
hér sé um nýta kennslubók að ræða, enda
virðist hún skýrt framsett. En nokkuð
hefði hún þótt þung á mínum skólaárum.
Þýðingin er
bókmenntalegt afrek
John Steinbeck:
MÝS OG MENN.
Rvík 1984. Almenna bókafélagið
Þetta er önnur útgáfa hinnar frægu skáld-
sögu Steinbecks í íslenskri þýðingu Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar, og skrifar hann
stuttan eftirmála um þýðinguna og bók-
ina. Fyrri íslenska útgáfan kom út 1943 og
hefir lengi verið ófáanleg. Þetta er fræg-
asta saga Steinbecks af mörgum góðum,
- Ferðaþj ónusta
Framhald afbls. 182.
ferðamönnum. Ekki veit ég, hverfíig
þar var um að litast innan húss, en af
ytri svip mátti dæma, að ekki hefði
það allt þótt höfðingleg húsakynni hér
úti á íslandi.
En víst er það, að vér þurfum margt
að læra og gera til þess að að bæta
ferðaþjónustu bæði í þéttbýli og
strjálbýli, og ekki síst ef vér viljum
laða gesti til óbyggðaferða. En vér
megum ekki láta oss vaxa það í aug-
um. Ef rétt er á haldið er ferðaþjón-
ustan tryggur atvinnuvegur, sem gef-
ur drjúgar tekjur, þótt öllu sé stillt í
hóf, en það verðum vér að kunna.
Ýmsir hafa uppi þá mótbáru gegn
ferðaþjónustu, að þar sé um eitthvert
lítilsvirðandi starf að ræða. Hún færi
vora göfugu þjóð á lægra stig, geri
hana að hálfgildings sníkjuþjóð, eða
jafnvel beiningamönnum. Ekkert er í
raun fjarstæðara. Þjónusta við ferða-
menn á þvert á móti að gefa oss reisn.
Vér eigum að læra að umgangast fólk
af öðru tagi en vér erum sjálf og temja
oss kurteislegar, mér liggur við að
segja höfðinglegar umgengnisvenjur,
þar sem vér sýnum gestum vorum
jafnt alúð og einurð.
og hefir hún bæði verið kvikmynduð
tvisvar sinnum og snúið í leikrit. Mun
mörgum vera minnisstæð kvikmyndin, er
sýnd var í sjónvarpinu ekki alls fyrir
löngu. Sagan er harmsaga, og enginn, sem
les hana, verður ósnortinn af henni og þá
einkum fávitanum Lenna, sem allt gerir
skakkt við það sem hann vill eða þráir.
Þýðingin er frábærlega vönduð og í raun-
inni bókmenntalegt afrek, þar sem frum-
ritið er að verulegu leyti á mállýsku eða
slangurmáli. Væri gott að fá fleiri góð
bókmenntaverk svo vel þýdd á íslensku.
St. Std.
Sumir telja að erlendir ferðamenn
spilli náttúrunni. Það er rétt, að
óbyggðir vorar þola ekki takmarka-
lausan umferðarstraum, en þar er
hættan síst meiri af útlendingum en
oss sjálfum. Vér verðum að treysta
leiðsögumönnum og fararstjórum, og
gefa skýrar reglur og bendingar um
hversu með landið skuli farið. Og til
eru þeir ferðamenn erlendir, sem
koma hingað ránsferðir, svo sem
fréttir herma oss þessa dagana.
Gagnvart slíkum mönnum þarf að
vera á verði, og enn síður má það
henda oss að ljá þeim lið. En um al-
menna umgengni verðum vér fyrst af
öllu sjálf að læra hvað beri að varast,
svo að vér getum sýnt erlendum gest-
um lærdómsríkt fordæmi.
í stuttu máli sagt: Aukin ferða-
þjónusta getur orðið arðvænleg at-
vinnugrein, og hún getur samtímis
verið þroskandi fyrir þjóðina, ef rétt
er á haldið.
St. Std.
230 Heimaerbezt