Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 52

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 52
JON UR VO R: OLI SKO A Ilir þekkja Óla skó, Óla skó í Koti, en ekki vita allir þó, að Óli skó í Koti var eitt sinn mesta aflakló og annálaður vestanlands, svo frœgðin hans sem fiskimanns barst fjarstu staða á milli. Þeir kepptu þrátt um hylli hans, er höfðu bátsráð vestra þar, því alltaf var það ÓIi skó, sem aflahœstur var. Þó enginn drœgi ugga úr sjó, kom Óli skó með hlaðið far. Hann hló að hinum dátt og dró. í Vertshúsið hann gjarna gekk og gat þá drukkið á við þrjá, ogýmislegt sem ekki má í œsku lék hann meyjum hjá, að því hann segir sjálfur frá. Það var eitt haust, eitt hörku haust, að hímdu bátar upp við naust um vikna skeið og sjaldan gaf á s/ó. Og órótt görpum ýmsum var og illa leið þá Óla skó. Úr rekkju hann átrla reis hvern dag og rýndi út um búðarskjá. En alltaf var hið sama að sjá, því svart var loft og ufið haf, og illa kváðu allar spár — og ekki gaf. Svo loks einn morgun létti til. Við látum birta, Óli kvað. Því una lengur ei ég vil að eta verðum saltað tros, og sjómönnum ei sœmir það, sé á nýjum fiski völ. 1 rúmum ei þeir áttu dvöl, og út við naustin þingað var. Þar voru gamlir Víknamenn er vissu á flestu skil. En allir löttu Óla skó og illar þuldu veðurspár, og kváðu betra að bíða enn, því Blakkurinn var éljagrár. Og illa lagðist það í þá að þungt varyfir Bjarg að sjá, og bentu á skýjabakka far — og bliku upp þar dró. En oft var djarft við Ægi teflt, hann enda skörð í flokkinn hjó, svo fœrri lentu fleyi í vör en fóru á sjó. En ekkert hrœddist Óli skó, að illum fararspám hann hló. Við erum hraustir ungir menn, en engin kararhró. Við skreppum, piltar, skömm finnst að skektan mosavaxi hér, og réttur stundarróður út á rifin, þar sem fiskur er. Þeirýttu úr vör hans vösku menn í veiðiför. Já, œ var djarft við Ægi telft, og oft hann skörð í flokkinn hjó. Og sú varð hinsta frœgðarför, sem fór hann ÓIi skó. Hann stýrði sjálfur. Leið til lands var löður eitt og brim í vör. Og hraðar fór en hugur manns hver hrannarskafl. Þið fellið seglin. Fljótir nú. — Og formannsraust sem hvini ör. Nú áranna skal einna neytt. Og handtök voru hörð og snör, því hér var fjörs og dauða tafl. En hraðar fór en hugur manns hver hrannarskafl. Nú dugðu hvorki orð né afl. Þeir urðu mát. Og feigðarbáran féll til lands með flak af bát, með brak og sprek. Og lífs komst einn hann ÓIi skó, ei annar neinn af hinum djörfu drengjum hans. Og örkum/a varð Óli skó, en annað verra reyndist þó, að Óli leit á sjálfan sig sem sekan mann, og ásökunaraugum fann hann á sig starað hvert sem fór. En verði Óli af víni hýr í vina hóp hann rifjar upp sin œvintýr, um sjóhrakninga og fiskirí og kvennafar og kendirí, að eitt sinn var hann afkikló og annálaður vestanlands. En eitt er það sem Óli skó er engum manni fús að tjá: Hví stafog hœkju studdur nú hann staulast áfram má, og hví hann hafi hœtt á sjó. Þótt ýmsir viti orsök þess er um það hljótt. Og vetur sumar vor og haust hann vinnur sitt í kyrrð og ró. Hann öldurmennið öllum kœr sér unir við að sóla skó. Kvœðið binisi í Stund milli stríða 1942, annarri bók höfitndarins. Her töluvert brevtt. En árin líða, allt er breytt og atvik gleymd og gróin sár. Nú virðist enginn vita neitt. mér

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.