Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 6

Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 6
Sœnes á Látraströnd. Grímsnes er til hœgri á myndinni en fjœr er Refsárskarð og Ausugi/ handan við fjallsöxlina. Látrum, og þótti þá sannarlega mikil bújörð og auðug að kostum. Ef við höldum nú inn með ströndinni, komum við næst að Grímsnesi þar sem Þorsteinn fermingarbróðir minn átti heima. Það heitir eftir sléttlendu nesi, sem gengur í sjó fram utan við bæinn. Ekki þóttu miklir landkostir þar, en þeim mun meira sjávargagn hverskonar. Næsti bær er svo Sker og leiðin þangað frá Grímsnesi liggur um örmjóa undirlendisræmu undir snarbröttu fjallinu. Sker hét víst fyrrum Þernusker, en þerna er annað heiti á kríunni og ætti æðarbóndinn í Laufási að vita nokkur deili á þjónustu þessa flugfráa og hugaða fugls, þegar vargur sækir í varpið. Niður við sjóinn var þurrrabúð, sem kölluð var Sænes. Hins vegar voru Miðhús, næsti bær sunnan við Sker, löngu komin í eyði, mun hafa verið í byggð út fyrsta áratug Látrakleifar. Þar liggur gatan upp Háubrekku og yfir Eilífsá i nálega 400 m hœð. Látrar eru á „tanganum“ norðan við kleifarnar. síðustu aldar. Þá komu Steindyr, sem þótti góð bújörð, enda var þar aðeins stundaður landbúnaður, eftir að ég fór að muna eftir mér, en áður fyrr mun hafa verið róið þaðan á smábátum. Og frá Steindyrum að Svínárnesi er greið leið um láglendi, líklega eitthvað á þriðja kílómeter. Næsti bær innan við Svínárnes er Hringsdalur og er brött hlíð með sjónum þar á milli, en rétt innan við Svínána var nýbýlið Jaðar, sem var byggt um aldamótin, lítið grasbýli. Frá Hringsdal höldum við inn að Hjalla og er það örðug leið, sérstaklega á vetrum, um brattar skriður og gil. Hjalli hefur verið í byggð til skamms tima og stendur bærinn á breiðum hjalla skammt utan og ofan við Finnastaði, sem er eina jörðin á Látraströnd, sem enn er í byggð, enda er þá leiðin orðin stutt til Grenivíkur. — Á þessum bæjum, sem þú hefur nú talið upp, var yfirleitt sóttur sjór jafnhliða landbúnaði? — Já, þannig var það á uppvaxtarárum mínum, nema á Steindyrum. Frá Svínárnesi gerði faðir minn út lítinn mótorbát og föðurbróðir minn seinna. Á Skeri var stunduð útgerð. Þar var salthús, sem svo var nefnt, en nú man ég ekki hvaða verslun það var, sem reisti það og rak. í Grimsnesi var Jón bóndi með mótorbátaútgerð og svo var náttúrlega mikil útgerð á Látrum. Á þessum árum var það ekki bóndinn, sem hana rak, heldur voru það Höfðabræð- ur, Þórður og Baldvin, synir séra Gunnars Ólafssonar, sem var síðastur Höfðapresta, en þeir bræður ráku síðan um- fangsmikla útgerð og verslun á Kljáströnd í félagi við Björn bróður sinn. Ég hygg að Látraútgerð þeirra hafi staðið fram yfir fyrsta áratug þessarar aldar. — En lending hefur víðast hvar verið óárennileg á Látraströnd? — Það má segja, að þar hafi engin lending verið örugg. Það varð að flýja með bátana, jafnvel var stundum ólend- andi á árabátum. Þó man ég varla eftir því heima á Svín- ámesi. Lengi var þrautalending í Hringsdal, a.m.k. á ára- bátum, en ef allt um þraut var farið inn á Akurlæk á Grenivík, þar sem höfnin og frystihús Kaldbaks eru nú. Eftir að mótorbátar komu var ekkert að flýja, nema inn á Höfðastekk eða jafnvel inn á Hjalteyri. IV Langafi minn vitjar nafns — Áður en lengra er haldið vil ég forvitnast svolítið um ættarnafn þitt, Kröyer. — Það er dálítil saga um það, hvers vegna ég ber þetta nafn, en systkini mín ekki. Ég er annað barnið í aldursröð, en Elin systir mín er tveim árum eldri, fædd 5. febrúar 1893. Móðir mín sagði mér frá því, að þegar ég var nokkurra sólarhringa gamall og lá í vöggu við rúmstokk hennar, þá hafi undarlegt atvik borið við. Það lifði týra á náttlampa á borði við vögguna. Mamma vaknaði og varð þegar litið að vöggunni. Þá stóð gamli Jóhann Kröyer langafi minn þar. Hann var dáinn fyrir nokkrum árum, en nú stóð hann þarna álútur yfir vöggunni og brosti niður til litla kúts. 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.