Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 15

Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 15
og lestarvagnana. Bréfið var sent inn til skólameistara daginn eftir, en þá voru þeir að borða saman, hann og Guðmundur, og skáldið las þetta yfir og þeir skellihlógu. Við héldum raunar, að þetta myndi þykja dálítið ósvifið. Nei, hann varð þá ekkert viðkvæmur fyrir þessum athuga- semdum. Guðmundur var gamall nemandi Stefáns frá Möðruvöllum og ljóst að þeir voru hinir mestu mátar. Eins var með tengdaföður minn. Pál Bergsson kaupmann í Hrísey. Hann var Möðruvellingur og góðvinur Stefáns. Síðar átti hann eftir að senda alla syni sína, átta að tölu, bæði í gamla Gagnfræðaskólann og einnig í Menntaskól- ann á Akureyri, eftir að hann var stofnaður. XVIII Fyrsti vísir að Samvinnuskóla Horft heim að húsi Jóhanns Kröyers og Margrétar Guðlaugsdóttur við Helgamagrastrœti. Þar eru litfögur blóm og laufprúð tré. — Og þú lýkur gagnfræðaprófi vorið 1915. Hvað tók þá við? — Þá hélt ég heim og var þar um sumarið og fyrri hluta næsta vetrar. Kenndi ég þá systkinum minum fyrir jólin. Svo tókum við okkur saman, við Ingimundur Árnason, og fórum á námskeið á Akureyri eftir áramótin. Það var um margt merkilegt, því ég hygg að þar hafi orðið til fyrsti vísirinn að Samvinnuskólanum. Það mun hafa staðið í þrjár vikur í febrúar og mars og sóttu það 33 nemendur. Kennarar voru Sigurður Jónsson í Ystafelli, sem flutti fyr- irlestra um samvinnumál, og Hallgrímur Kristinsson, sem kenndi tvöfalda bókfærslu. Á laugardögum voru svo sér- stakir umræðufundir um ýmis mál. Já, mér eru ýmsir minnisstæðir, sem þarna voru. Man ég t.d. eftir Birni heitnum Kristjánssyni, sem lengst var kaupfélagsstjóri á Kópaskeri og Sigfúsi bónda á Ærlæk í Öxarfirði, sem mér * i t I * S ( ( | * I * * * s» 1*1 Jóhann Kröyer er mikill bókamaður. 1 frístundum sínum hefur hann lagt stund á bókband. fannst þá orðinn roskinn bóndi. Þá var þar Erlingur Frið- jónsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Verkamanna á Akur- eyri. Það var Sigfús, sem sagði við hann, þegar Erlingur hafði tekið sér málhvíld, er hann flutti eina þessa langloku sína: „Hvernig færi nú á því, að setja amenið þarna, Er- lingur?“ Þá sagði Erlingur: „Jú, ég var nú einmitt að hugsa um það.“ Þarna var Jón Árnason kominn vestan úr Skaga- firði, sá er seinna varð framkvæmdastjóri Útflutnings- deildar S.Í.S. og loks bankastjóri. Héðan af Akureyri voru ekki margir. Man ég eftir Hallgrími Sigtryggssyni starfs- manni K.E.A., Hólmgeiri Þorsteinssyni á Hrafnagili, Kristbjörgu Dúadóttur og Arnaldi heitnum Guttormssyni frá Ósi. Ég minnist þess að Hallgrímur hóf kennsluna á því að segja: „Nú skulum við hugsa okkur, að við stofnum kaupfélag.“ Síðan setti hann og hélt stofnfund. Gerð voru lög fyrir félagið og settur upp reikningur. Þannig fylgdumst við með gerð og þróun slíks samvinnufyrirtækis. — Var námskeiðið haldið í kaupfélagshúsinu? — Nei, kennslustofa var leigð hjá Sigurði Fanndal gestgjafa á Akureyri. Að loknu námskeiðinu sátu nem- endur aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga, og þar áttu þá sæti 80 kjörnir fulltrúar, svo af því má ráða, hversu öflug stofn- un kaupfélagið var þá orðið. XIX Bréf að sunnan og hugleiðing um framhaldsnám Þennan vetur 1916 var ég öðru hverju að fá bréf frá strákunum í Reykjavík, kunningjum mínum og skóla- bræðrum, sem höfðu farið beina leið í Menntaskólann þar. Um það leyti var Steini Emilssyni vikið þar úr skóla af heldur litlu tilefni, en Steinn varð kunnur fræðimaður í jarðfræði og kennari í Bolungarvík. Þá skrifaði Sigurður frá Brún Geir Zoega rektor skammarbréf og endaði einhvern Heimaerbezt 231

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.