Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 21
SIGRÍÐUR SCHIÖTH:
Liðin tíð í Laufássókn
Sitthvað um álfaslóðir, álagabletti, náttúruhamfarir og
félagsleg samskipti mannfólksins
Trú almennings á að huldufólk sé til,
virðist enn lifa góðu lífi á íslandi.
Lætur nærri að í hverri sveit séu stað-
ir, þar sem talið er að huldufólk eigi
sín heimili og er þar víðast hvar mikla
bannhelgi að finna. Bannhelgi þessi
felst í því, að á þessum stöðum má
engu breyta, ekkert hreyfa eða færa úr
stað. Oftast eru þetta einkennilegir
steinar, klettar eða grasblettir, sem
ekki má slá, en trú fólksins á álög þessi
gengur frá kynslóð til kynslóðar. Illa
átti að fara fyrir þeim, sem óhlýðnuð-
ust þessu banni og vildu fæstir verða
fyrir óhamingju af völdum þeirra
dularafla, sem talið var að þarna væru
að verki.
Fyrir dálitlu síðan kom í hug mér
staður nokkur í heimasveit minni,
Höfðahverfi, þar sem gömul munn-
mæli hermdu, að huldufólk hefði að-
setur sitt. í Laufássókn í Grýtubakka-
hreppi er jörð sú, er Borgargerði heitir.
Bærinn stendur á hól og mjög brött
brekka niður að Fnjóská, en á þessum
bæ var ferjustaður fyrrum, áður en
brú var byggð yfir ána niður undan
Pálsgerði 1931-32. Nú býr enginn í
Borgargerði, en jörðin er í eigu bónd-
ans í Ártúni. Þegar ég var að alast upp
á Lómatjörn, voru fjórir bæir í röð
þarna í Dalsmynninu, sem einu nafni
nefndust „Gerðin“, Borgargerði,
Miðgerði, Pálsgerði og Litlagerði, þar
sem fjöldi manns átti sín góðu heimili.
Nú býr þar enginn, en jarðirnar eru
nytjaðar af öðrum. Dalsmynnið er
mjög þröngt, landinu hallar allt niður
að Fnjóská, en fjallið ofan við snar-
bratt. Er þar hætt við skriðuföllum og
mörgum Höfðhverfingum er í fersku
minni, er snjóflóð féll á bæinn Mið-
gerði 1947 í mars og fólkið yfirgaf
jörðina um vorið. Flutti það til Akur-
eyrar og hefur enginn átt heima í
Miðgerði síðan.
Staðurinn, sem ég ætla að gera að
umtalsefni, er í landi Borgargerðis.
Eru það klettaborgir nokkrar ofan al-
faravegar, sem liggja í fallegri röð,
hækka til norðurs og snúa aðeins móti
norðvestri.
Sem barn furðaði ég mig á því, að
út úr þessum klettum uxu þrjár birki-
hríslur eða runnar með dálitlu milli-
bili. Þær héngu þarna framaní snar-
bröttum klettunum og lítil vaxtarskil-
yrði sýndist flestum að vera myndi
þarna að finna. Sú trú var þarna í
sveitinni, að huldufólk ætti heima í
klettunum og hríslurnar væru þeirra
eign og þær mætti enginn maður
snerta. Heyrði ég fullorðnar konur
biðja Guð fyrir unglingum, sem ekki
voru trúaðir á bannhelgi þessa og
höfðu vogað sér nálægt hríslunum,
fyrir forvitnis sakir.
Klettaborgirnar ofan við Borgargerði. —Álfahríslurnar.
Heima er bezt 237