Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 25

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 25
plantna. Starfsemi þeirra, sem vér oft nefnum einu nafni rotnun, er lífsnauðsyn öllu öðru lífi á jörðunni. Margar tegundir æðri plantna, t.d. mörg skógartré lifa í órofa samlífi við sveppi, á þann hátt að á þeim verður til svo- nefnd svepprót. Hún verður með þeim hætti, að sveppis- þræðir vaxa inn í rætur plantnanna og utan um þær, og má oft greina hana sem hvítt loðið slíður á rótum ýmissa trjá- tegunda. Ofar í moldinni lifa þörungar, sem þurfa á sólar- ljósi að halda, til þess að afla kolefnis með ljósorkunni, þeir verða því oft fyrstu landnemarnir á nöktum jarðvegi. Smásæju dýrin eru nær eingöngu frumdýr, sem hreyfa sig með bifþráðum og lifa á bakteríum og öðrum frumdýrum. Aðrir lífveruflokkar moldarinnar eru meðalstór og stór dýr, og heyra til þeirra ormar, þráðormar, maurar, köng- urlær, sporðdrekabræður, stökkmor, hjóldýr, blaðlýs, grá- pöddur, býflugur, maurflugur, margfætlur, sniglar, ánu- maðkar, og fjöldi lirfa úr ýmsum dýraflokkum. Hvort sem dýr þessi lifa alla æfi eða einungis lirfuskeiðið í jarðvegin- um, orka þau mjög á efnasamsetningu hans og alla gerð. Hér verður einungis drepið á meginþætti í lifnaðarháttum þeirra og gildi fyrir þróun og endurnýjun moldarinnar. Lóðrétt dreifing dýranna er mjög breytileg, og fer hún bæði eftir jarðvegstegundum, en einnig árstíðum og ásigkomu- lagi á hverjum stað. Hita- og rakastig jarðvegsins breytist eftir árstíðum og tíðarfari, og veldur það því, að dýrin færa sig upp eða niður, til að forðast ofþurrk eða vætu. Þó er því svo háttað, að yfirleitt á hver tegund sitt kjördýptarsvæði í jarðveginum. Dýr, sem lifa á rotnandi leifum plantna eða dýra, halda sig ofarlega. Þær tegundir, sem liggja í dvala yfir veturinn, annaðhvort fullorðin eða á vaxtarskeiði velja sér vetrardvöl eftir hita og raka og oftast fremur neðarlega. Þar sem jörð frýs á vetrum leita þau yfirleitt niður fyrir frost í jarðvegi. Dýralífi moldarinnar má skipta í fjóra flokka eftir fæðuvali þeirra. Smáveruœtur lifa á bakteríum og svepp- um, eru það einkum frumdýr, þráðormar og ýmsar teg- undir af mýi og maurflugum. Rotœtur eru þær tegundir, sem lifa á rotnandi lífrænum efnum. Þær er aðallega að finna í hópi maura, stökkmors, orma og fjölfætla. Starfsemi þeirra er einkum mikilvæg við myndun hinnar eiginlegu gróðurmoldar og blöndun hennar í jarðveginn. Plöntuœtur eru einkum þráðormar og margar skordýralirfur, lifa þær margar á lifandi plöntuhlutum. Fjórði flokkurinn eru svo dýrœtur. Til þeirra teljast, bjöllur, maurar, köngurlær, margfætlur og þráðormar. Samskipti þeirra í fæðuöflun eru margvísleg og skapa oft flóknar keðjur í lífsmynstri jarðvegsins. Ef einhverri tegund fækkar stórlega, má gera ráð fyrir mikilli fjölgun annarra tegunda, sem hún hefir herjað á. Allar breytingar á jarðveginum, hvort sem þær verða af völdum eða eiga rætur að rekja til náttúrunnar sjálfrar, geta valdið fullkomnum byltingum í dýra- og plönturíkinu. Margt er ókannað í þessum efnum, en yfirlit það, sem hér fer á eftir um atferli ánumaðkanna er ábend- ing um hversu margbrotin og flókin lífskeðjan í moldinni getur verið. A numaðkar. Ánumaðkar eru algengustu jarðarormarnir og þau dýr, sem mestu valda um breytingar á jarðveginum. Talið er að um 200 tegundir ánumaðka lifi í Evrópu. Allir grafa þeir sér göng í moldinni og gleypa í sig lífræna fæðu, sem oft er blönduð steinefnum úr jarðveginum. Þeir melta það sem meltanlegt er í fæðunni og skila úrganginum sem ormaskít, annaðhvort út í moldina eða í smáhrúgur á yfirborði jarð- vegsins, og fer slíkt eftir tegundum. Jarðyrkjumönnum og náttúrufræðingum varð snemma ljóst, að ánumaðkarnir voru harla nytsamlegir í moldinni, hún varð bæði frjórri og lausari í sér, þar sem þeir voru að verki. En það var þó ekki fyrr en 1881, sem enski náttúru- fræðingurinn Charles Darwin gerði nákvæma grein fyrir lifnaðarháttum og mikilvægi ánumaðkanna við myndun gróðurmoldarinnar, og eru athuganir hans í fullu gildi enn í dag, og hefir litlu sem engu verið við þær bætt. Ritgerð hans um ánumaðka er eitt hinna sígildu rita náttúrufræð- innar. Hann reiknaði út hversu mikið efnismagn var í þeim úrgangi, sem ormarnir létu frá sér á yfirborði jarðvegsins, og reyndist honum það vera 18-40 smálestir á hektara, sem svaraði til þess, að 5 sentimetra þykku moldarlagi væri dreift yfir allt svæðið. En í raun og veru er virkni ánu- maðkanna í heild miklu meiri, þvi að einungis tvær teg- undir þeirra skila fæðuúrganginum upp á yfirborðið. Allir hinir láta hann frá sér beint út í moldina. Ormaskiturinn er auðugri af nítri, fosfór, kalíi, kalki og magníi, en venjulegur jarðvegur, einnig er hann minna súr. Svo mikið er af ánu- möðkum í gróðurmoldinni, að heildarþyngd þeirra er talin vera 50-70% af þyngd allra dýra, sem í henni eru, og eru áhrif þeirra í gróðurmoldinni drottnandi yfir öllum dýra- flokkum öðrum. Fjöldi ormanna er mjög breytilegur eftir eðli og meðferð jarðvegsins. í graslendi í Wales hafa talist yfir 7 milljónir ánumaðka í einum hektara. En í gamal- ræktuðu akurlendi á tilraunastöð í Rothampstead á Eng- landi, þar sem þó aðeins var notaður búfjáráburður reyndust vera 2.5 milljónir orma á hektara, en þar sem samskonar jörð var ræktuð með tilbúnum áburði náðu ormarnir ekki hálfri þeirri tölu. f skógarmold eru talin 2.5 milljónir orma á hektara að meðaltali. Algengasta tegundin í Evrópu, er Lumbricus terrestris, og er hann stundum kallaður Evrópumaðkurinn. (Það mun vera sú tegund, sem flutt hefir verið hingað til lands í beitu fyrir vatnafisk). Hann grefur sig dýpra í jörð en aðrir frændur hans, eða allt að tveim metrum ef jarðvegsgerðin leyfir. Áhrif hans á gegndræpni jarðvegs eru því mjög mikil einkum þar sem Heimaerbezt 241

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.