Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Page 29

Heima er bezt - 01.07.1988, Page 29
/ ________ Ur skrínu Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi - VIII Dýrðardaga r (Bernskuminning - Síðari hluti ) Allt í lagi. Allt í himna lagi. Engin ær komin norður fyrir garðinn. Tvær voru þó fast við hann. Og svei mér þá ef önnur var ekki að hugsa um að stökkva yfir af steini, sem var næstum jafn hár honum. En þegar hún sá okkur koma, af þessu líka litla kasti, þá þaut hún til baka. Svo heyrðu þær lika tóninn, sem þær víst skildu báðar. Við sáum að þetta voru verstu breddurnar. Og svona ætluðu þær að hafa það. Þær ættu það sannarlega skilið að vera tjóðraðar. Til öryggis lögðum við nokkra steina ofan á garðinn, þar sem okkur sýndist helst þörf. Svo fórum við upp að björgunum, fram með þeim að neðan og skoðuðum þar hvern skúta og hverja holu. Á einum stað, fast við bjargið, fundum við gæsahreiður, þar sem stóragrágæs hafði ungað út um vorið. Á öðrum stað, hátt uppi í bjargi, sáum við hvar máríuerla hafði verpt. Og hér voru nú ung- arnir á flögri, ásamt foreldrum sínum. Og ekki gátum við betur séð en þeir væru að veiða flugur. Svo fórum við aftur upp um raufina á björgunum, og nú tókum við til fótanna. Við hlupum suður alla bjargbrúnina, alveg suður á fremsta nefið á Réttarbjarginu, sem rís talsvert hátt. Þaðan þótti okkur heldur matur að kasta steinum niður í fossinn. En ekki máttu þeir vera stórir, því þá höfnuðu þeir í skriðunni neðan við. Allt í einu tókum við eftir því að ærnar voru komnar á rás, norður Réttina. Hvað hafði nú komið fyrir? Líklega ólætin í okkur og grjótkastið, því ekki þögðum við. O — nei, nei. Áin og fossinn voru líka símasandi og svo sterk- róma að við urðum auðvitað að öskra talsvert hærra. Nú þorðum við ekki annað en rjúka norður allt bjarg aftur í einum fleng. Við læddumst fram á bjargbrúnina, rétt norðan við garðinn, sem við hresstum upp á áðan. Nú skyldum við sjá hvað þær höfðust að. Jú. Ekki bar á öðru. Þarna voru þær að safnast að garðinum, að sunnan. Og þarna voru þær sömu og áður, með þeim fremstu. Nú skyldu þær fá kveðju, svo um munaði. Þetta skyldu þær muna og muna lengi. Við losuðum tvo stóra steina, án þess þær gætu séð okk- ur, og höfðum þá til taks uppi á bjargbrúninni, sem var 30-40 m há. Við vissum að ekkert óttast kindur meira en bjarghrun sem fellur skammt frá þeim, nema ef vera skyldi voða þrumur. I báðum tilfellum taka þær sprettinn burtu, það sem fætur toga. Og það sauð niðri í okkur tilhlökkunin. En nú máttu ekki verða mistök. Þær máttu ekki verða varar við okkur, þarna upp á björgunum. Það hefðu orðið óskapleg vonbrigði. Þey! þei! Þarna eru þær komnar fast að garðinum. Við gægjumst báðir fram af, en gamli Glói stendur aftan við okkur, veltir vöngum og titrar af eftirvæntingu. Við höfum gefið honum merki um að steinþegja og standa alveg kyrr, með því að slá niður hendinni, nokkrum sinnum. Og þetta skilur hann. Ne-ei. Sjáið þið helin! Þær hvima, horfa upp á garðinn, góna upp í loftið, ganga meðfram honum og — líta svo upp til okkar. Og þetta eru sömu ærnar, sem leituðu mest á áðan. Skyldu þær hafa séð hausana á okkur? Til allrar blessunar er þetta bara varasemi, svona líka mögnuð. Ha. Hún ætlar að stökkva yfir garðinn. Nú, — nú er rétta augnablikið. Og við köstum báðum stóru steinunum fram af brúninni, og —gægjumst. Um leið og þeir skella í urðina neðan við, með ógurlegum þrumugný, þá öskrum við báðir, alveg hræðilega. Og Glói gamli gat heldur ekki á sér setið. Hann geltir af öllum lífs og sálar kröftum, svo strok- urnar standa úr báðum endum. Áhrifin fara líka langt fram úr áætlun. Það er eins og þúsund blikkdunkum eða jafnvel stærðar tunnum með talsverðum slunk að blágrýtishnull- ungum, hafi verið barið saman rétt yfir þeim og álíka margir hundar hafi sprottið upp úr jörðinni, með gelti og óhljóðum, rétt framan við hausana á þeim. Ærnar hreint og beint fljúga frá garðinum, hver sem betur getur. Ja. Því- líkan lífssprett höfðum við bara aldrei séð, og vorum við þó ýmsu vanir. Hér var líka einstök aðstaða. Samt runnu á okkur tvær grímur, til að byrja með. Af æðinu, sem á ærnar kom, kunnu þær ekki fótum sínum forráð, heldur stukku beint af augum. Tvær ultu um hrygg, og við héldum, satt að segja, að önnur mundi ekki rísa upp aftur. Sú þriðja stakkst á höfuðið í rótlaust dý, um leið og hún tók sprettinn. Hún stökk nefnilega beint í það í fuminu, og snérist alveg við af kastinu. Og okkur flaug í hug að hún hefði hálsbrotnað. Það var voðalegt. En því meiri varð fögnuðurinn, þegar ærin fann aftur jafnvægið og hentist af stað. En mikið hafði hún breyst. Áður var hún alveg hvít. Nú var hún móflekk- ótt, og þó eiginlega goltótt, nema höfuðið. Það sýndist alveg rautt. Og svo var það líka annað. Ærin stefndi beint upp að björgunum, í stað þess að elta hinar. Það áttum við erfiðast með að skilja. Hafði hún fengið heilahristing? Skeð gat það. En svo rann upp fyrir okkur ljós. Auðvitað sá hún ekki glóru, eða þá allt í móðu. Drullan úr dýinu hafði náttúr- lega smurt fyrir augun, svona í bráðina. Jæja. Sjáum til. Þarna stansar hún loksins, ofan til í brekkunni, rétt fyrir neðan björgin. Hún hristir sig alveg voðalega og nuddar hausnum i grasið. Svo fer hún að jarma. Me-e-e-e. Henni er strax svarað. Og nú tekur hún stefnuna, beint til ánna, sem komnar eru langt suður í Rétt. Heima er bezt 245

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.