Heima er bezt - 01.07.1988, Side 30
Okkur léttir stórum. Þetta ætlar að enda betur en á
horfðist. Og hláturinn fær nú aftur framrás. Hann hafði
alveg farið út um þúfur fyrir áður nefnd óhöpp. Nú lá líka
vel á gamla Glóa. Hann hafði fylgst með öllu og virtist
skilja þetta mætavel. Hann var alveg stífur af monti og
bofsaði til samþykkis.
Loksins gátum við verið rólegir. Ærnar mundu áreiðan-
lega ekki gleyma þessum skelfingum strax. Við héldum því
áfram norður bjargið. Það var nefnilega háa bjargið ysta,
sem við ætluðum að heimsækja líka. Uppi á því var ofurlítil
steinahrúga, eftir þá bræður okkar, Guðmund og Helga,
þegar þeir voru litlir. Gaman væri að hressa upp á hana. Og
það gerðum við. Það var þó ekki eins auðvelt og við hugs-
uðum að komast niður aftur. En þegar það var búið þótt-
umst við miklir menn. Og hvað hér var gaman að horfa
fram af og henda smásteinum niður í ána. Það var bara
verst að hér var svo lítið af þeim. Með lægni náðum við þó
býsna mörgum úr bjargbrúninni.
Þegar við vorum orðnir uppgefnir á þessu grjótkasti fór-
um við að minnast á matinn. Hvaða vit var í því að láta
fluguskrattana vía hann allan út fyrir okkur. Hver vissi líka
nema þær kæmust í böggulinn, sem okkur var svo annt um?
í öskjurnar komust þær ekki. Það var öruggt. Vissara var nú
samt að athuga það. Og — það gerðum við án þess að
hreyfa andmælum.
Þannig leið tíminn, með ótrúlegum hraða. Við skildum
það ekki. En gamla vasaúrið, sem Siggi bróðir hafði, lét
ekki að sér hæða. Sólinni miðaði líka merkilega hratt í
vesturátt. Það sáum við glöggt. Þessi dagur ætlaði að reyn-
ast allt of stuttur. Það voru einu vonbrigðin.
— Klukkan er orðin fjögur. Nestið næstum búið. Það
allra besta er þó eftir. Það ákváðum við að geyma til
heimferðar. Klukkan sjö eiga ærnar að vera komnar á
kvíabólið. Klukkutíma erum við með þær heim. Aðeins
tveir tímar eru því eftir. En nú fyrst erum við að komast á
strik.
Nú virtust ærnar forðast garðinn norðan við eins og
heitan eldinn, — loksins. Það var vatn á okkar myllu, á
tvennan hátt. Rétt áðan gerðum við geysimerkilega upp-
götvun. Við stífluðum einn lækinn utan til í Réttinni, með
heljarmiklum hellum og hnausum, sem við rifum úr bökk-
unum. Aðal hugsmíðin lá í því, að þar sem lækurinn
steyptist fram af talsverðum stalli og myndaði ofurlítinn
foss, skorðuðum við tvær, stóreflis hellur þannig að brúnir
þeirra, sem fram vissu, risu talsvert upp á við. Þegar vatns-
magnið í læknum varð nógu mikið, beljaði það fram af
hellubrúnunum, af slíku kasti, að vatnsbunan hóf sig hátt
upp á við og féll svo niður í breiðum boga, sem við urðum
stórhrifnir af, enda létum við það óspart í ljós. Jafnvel
Dettifoss mátti vara sig að lenda ekki í skugganum af
þessum Regnbogafossi okkar. Við skírðum hann auðvitað
einstöku nafni. Samt vorum við dálitla stund að ákveða
það, því Gullfoss var líka freistandi. En gullið fannst okkur
þama lítils virði hjá öllum regnbogalitunum. Þeir voru
óviðjafnanlegir. En þessi dýrð stóð ekki nema litla stund í
einu. Allt valt á því að stífla lækinn nógu rækilega, láta
fylluna verða sem allra mesta og taka hana svo nógu snar-
lega úr. Nú skyldum við gera það svikalaust. Þá fengjum
við að sjá enn dýrðlegri sjón, en nokkru sinni fyrr. Við
byrjuðum á að skorða hellurnar, mjög vandlega, þvi nú átti
að setja nýtt met. Svo þutum við upp að stíflugarðinum,
sem var ofturlítinn spöl ofan við hellurnar, á fossbrúninni.
Og nú stífluðum við lækinn með öllum þeim hnausum og
grjóti, sem handbært var í nágrenninu. Og þegar vatnið
hækkaði ofan við, ætlaði það að ryðja garðinum um, svo
annar okkar varð að styðja við hann. Það gerðum við til
skiptis, þar til bunaði svo mikið í gegn um hann, að vatnið
ofan við hækkaði ekki neitt. Þá sáum við þann kost vænst-
an að lofa helinu bara að velta um. Og við hendumst í
loftköstum niður fyrir hellurnar, til að sjá sýnina óviðjafn-
anlegu frá upphafi til enda. Og þarna kom vatnsflaumur-
inn æðandi. Húrrrra, húrrrrrr-aaaaaa! Við svona athöfn
voru hróp og köll óumflýjanleg og þó aldrei nógu kröftug.
Vatnssúlan magnaðist og náði nú meiri hæð og lengd en
nokkru sinni fyrr og féll svona dásamlega breið og jöfn, í
stórum boga til jarðar. Og nú voru notuð öll þau slagorð,
sem við mundum eftir á stundinni, með allri þeirri orku,
sem raddböndin áttu til, því nú sáum við fyrst sjálfan
regnbogann, titrandi fagran og töfrabjartann, rétt við nefið
á okkur. Þvílík dýrð og sigurgleði. Og gamli Glói lét ekki
sitt eftir liggja, þar sem hann sat við fossbrúnina, teygði
álkuna fram og upp og spangólaði með þessari líka djúpu
bassarödd. Það var auðheyrt að nú þótti honum mikið
liggja við að vel tækist. Og öll þessi dásamlega hljómkviða
var svo endurtekin við björgin ofan við. En — þegar þessi
einstæði foss og þetta einstæða „tríó“ náði hámarki, skeði
óhappið. Hellurnar spýttust báðar fram af brúninni, undan
vatnsþunganum. Og þar með hvarf fossinn og regnboginn,
en óhljóðin mögnuðust. Og eiginlega varð þetta slys til að
gera alla athöfnina áhrifameiri og alveg ógleymanlega.
Verst var þó að þurfa að tosa hellunum upp aftur. En það
borgaði sig, þó þær væru þungar. Og áður en fyllan var
alveg runnin úr læknum, hentumst við að annarri hellunni,
gripum hana á milli okkar og roguðumst með hana hér um
bil upp á brún. En mikið skratti var hún sleip. Ekki flaug
okkur þó í hug að gefast upp, fremur en Nasreddinn, þegar
hann tosaði tunglinu upp úr brunninum. Svo gerðum við
aðra tilraun. Og upp komumst við sigri hrósandi.
Og þetta var stærri hellan. Nú urðum við að blása mæð-
inni og strjúka af okkur svitann, sem lak í dropatali, af
nefbroddinum. Úff, púff. En sá hiti ennþá. Og við þó svona
létt klæddir. Bara í buxunum og engu öðru. Og okkur varð
litið upp. —
Ha. Hvað er nú þetta? Hvar eru ærnar? Allar horfnar,
allar horfnar. Nú voru það angistaróp, sem björgin berg-
máluðu. Það heyrðum við best sjálfir. Engin ær sjáanleg.
Jú. Þarna eru nokkrar á þanstökki, að hverfa norður úr
Réttinni. Sennilega hafa þær heyrt öskrin í okkur. Við
höfðum alveg gleymt þeim. Hamingjan hjálpi okkur, góður
Guð og allir hans englar, því ekki mun af veita. Eitt
augnablik stirðnuðum við af undrun og skelfingu. Svo
tókum við báðir sprettinn, umsvifalaust. Hvorugum flaug í
hug að taka skó eða sokka á þessari örlagastund.
Nú var hlaupið upp á líf og dauða. Samt þurftum við að
246 Heima er bezt