Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.07.1988, Qupperneq 33
Minningabrot Guðlaugar Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði Skrásett af Agnesi Siggeröi Arnórsdóttur Líf og starf kvenna IV HLUTI Ég sá aldrei áberandi vín á nokkrum manni fyrr en seinna, eftir að ég var gift. Það voru helst tveir bændur, sem komu oft á böllin á ungdómsárum mínum og voru svolítið kenndir. En það vildi ekki til að þar væri nokkurt fyllirí. Aidrei man ég eftir slagsmálum. Ég heyrði talað um að Norsararnir á Seyðisfirði hefðu verið svolítið óróagjarnir, en ekki þó svo að til vandræða horfði. Fristundir í Reyk/avík. Ég fór lítið út að skemmta mér veturinn, sem ég var í Reykjavík. Ég fór í bíó og boð hjá hinum og öðrum, en það var ósköp lítið, enda þekkti ég fátt fólk. Ég man eftir því, þegar ég fór í fyrsta skipti í bíó. Þetta var í forsal Hótel Island. Myndin var þögul en leikið var undir „þess bera menn sár, um ævilöng ár“. Myndin var áhrifamikil, hún var sænsk. Einnig var þá byrjað að sýna í Fjalakettinum. Ég fór stöku sinnum í leikhús og sá þar t.d. Kinnarhvolssystur, sem var snilldarlega leikið verk. Einnig sá ég sjónleik hjá Góðtemplurum, sem ég man ekkert eftir, það var áhrifa- lítið. Og svo fórum við stundum á böll í Bárunni, en það var ósköp lítið. Mér er minnisstætt, að ég fór með hjónunum Pétri Maack og Hallfríði inn á Laugarnesspítala, að heimsækja Maríu Maack, sem var þá nemandi í holdsveikraspítalan- um. Þangað var þá enginn vegur, og svo blautt á leiðinni að við urðum að hoppa þúfu af þúfu. Við komum bara í herbergi Maríu og spiluðum þar við hana. Ef spil datt á gólfið varð að fleygja því. Yfirhjúkrunarkona fröken Kjær skipaði það, en hún var svo ströng af ótta við að einhver smitaðist. En María sagði reyndar, að sjúklingar kæmu eiginlega aldrei inn í herbergi sitt. Þeir vildu sem minnst láta sjá sig. Þar voru þá yfir 20 sjúklingar. Þá var Sigurður heitinn Kristófer Pétursson sjúklingur þar. Ákaflega gáf- aður maður. Hann var ömmubróðir Halldórs E. Sigurðs- sonar ráðherra, hefi ég lesið nýlega. Hann var mikils met- inn af fröken Kjær og öllum. Ég fór á skólaballið hjá fröken Hólmfríði og einnig á matsöluball hjá Önnu Benediktsson. Það var gaman, en ég þekkti ekkert fólkið. Skólinn var á fyrstu hæð á Hverfisgötu 50, en á efri hæð bjó Garðar Gíslason stórkaupmaður með sína fjölskyldu. Ég man eftir krökkunum, þau voru þá lítil, en þau komu á ballið til fröken Hólmfríðar til að dansa við okkur. Ég átti nokkrar ágætis vinkonur eða kunningjakonur í Reykjavík. Maria Maack var oft gestur hjá bróður sínum og ég umgekkst hana, og Hallfríður mín var alltaf sama góða og elskulega konan. Hjá henni var kona, sem Þórný hét að austan. Hún var til lækninga en lá heima hjá Hall- fríði Maack. Hún hafði hjartað, hún Hallfríður mín. Þau hjónin höfðu tvö herbergi og eldhús með annari fjölskyldu. Ég held, að Hallfríður hafi verið á svipuðum aldri og þær systur mínar, Gunna og Tóta. Þátttaka í félögum. Ekki er ég alveg viss um, hvenær ungmennafélagið var stofnað heima, held það hafi verið 1913 eða 1914. Ég gekk í það, og það gerðu raunar allir unglingar i sveitinni. Svo vorum við með mömmu í Kvenfélaginu, gengum í það ungar. Þetta var Kvenfélagið Hringurinn. Þegar suður kom dreif fröken Hólmfríður okkur í Hringinn í Reykjavík. Mér þótti það vel við hæfi og sótti þar fundi. í Hringnum var mest fengist við fjársöfnun, og svo allar spítalagjafirnar í tengslum við Landspítalann. En ég var þar bara þennan eina vetur, en hafði gott af því að heyra hvað þær sögðu og vera með góðu fA'': Kvenfélagið heima var angi af Hringnum. Það var sent út um allar sveitir. Kvenfélagið hélt stundum samkomur til að safna fé. Þá höfðum við mest að gera, að minnsta kosti við kaffið. Það var ósköp indælt fólk í Tungunni. Allir vildu hjálpa, ef einhver átti erfitt, og það var töluverð samheldni. Ég man eftir að við vorum oft send með mjólk á bæi, þar sem mjólkurlaust var. Eins var það eitt sinn eftir að pabbi var orðinn lasinn, að kona ein sendi kú heim til hans, svo að hann hefði mjólk þangað til kýrnar bæru. Kýrnar heima voru þá eitthvað síðbærar. Þegar ég var í Reykjavík var síra Haraldur Níelsson prestur í Fríkirkjunni. Hann var þá á sínum bestu árum, aðdáanlegur guðsmaður. Fröken Hólmfríður útvegaði okkur öllum stelpunum miða, og urðum við að koma í kirkjuna 20 mínútum áður en guðsþjónustan hæfist, og var okkur hleypt inn um bakdyrnar áður en aðaldyrnar voru opnaðar. Ég lánaði stundum miðann minn. Það var dýrlegt Heima er bezt 249

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.