Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 35

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 35
Revk/avík um aldamótin. jörðina, sem var náttúrlega vitleysa. Vinnufólkið var farið og þá gat hann ekki búið eins og hann vildi, og fór að Brekku í Fljótsdal. Við fórum síðan í Vattarnes 1928 og vorum þar í sex ár, en þá var Pétur hreint yfirfallinn í bakinu. Hann var það nú reyndar áður. Við vorum með búskap allan tímann, og hann hætti að kenna þegar við byrjuðum að búa, enda var hann þá einyrki. Á Hjaltastað höfðum við vinnumenn, líklega öll árin, en þeir höfðu þá svo margar kindur. Það sem mest hamlaði búskap okkar var, að lungnaveiki kom á Héraðið, og við misstum feiknin öll af ám. Seinna kom svo garnaveiki, og þá misstum við flestalla gemlingana. Við höfðum ágætis fjármann, svo að ekki var það honum að kenna, enda voru það fleiri en við, sem misstu féð. Margir fóru mjög illa út úr þessu, en það var ekkert um það talað. En við höfðum nóg að borða og ég vann fötin á allt saman. Pétur óf oft í kjólana, hafði tvist uppistöðu, sem kannski var gul en bandið sauðsvart. Þetta varð eins og „sanserað“, það var svo fallegt. Svona bjó ég til kjóla, og þó kunni ég ekki mikið að sauma, því að ég vildi ekki læra það heima. Ég afsagði að sauma af því að systur mínar saumuðu, en það voru svo margir, sem fengu saumað hjá þeim, en þær fengu ekkert fyrir. Ég fékk heldur ekkert fyrir að prjóna eftir að prjónavélin kom heima. Þarna prjónaði maður fyrir heilu flokkana, og varð leiður á því að fá ekkert fyrir erfiðið. En kannski var pabba og mömmu gerður einhver greiði í staðinn. Það var siðurmn, greiði fyrir greiða. Þegar prjónavélin kom 1914 að mig minnir, var engin prjónavél í Úttungunni, nema að Kristín í Kirkjubæ átti litla prjónavél, sem ekki var hægt að prjóna í nema fínasta eingirni. Hún prjónaði oft skyrtur fyrir mömmu. Mamma prjónaði alltaf í höndunum, maður vaknaði við að heyra tifið í prjónunum. Ekki fékk ég prjónavélina með mér, þegar ég fór að heiman. Bræður mínir héldu henni eftir, og Eiríkur lærði að prjóna á hana. Við áttum enga jörðina, sem við bjuggum á frá 1919-1933, heldur vorum leiguliðar. Á Hallfreðarstöðum bjuggum við í voðalega gamalli stofu, líklega elstu stofu á Héraði. Hún var byggð áður en Páll Ólafsson kom í Hall- freðarstaði, en hún var mjög þokkaleg, og loft yfir henni, þar sem við höfðum geymslu, og svolítið skot, sem við kölluðum kima fyrir matargeymslu. Eldavélina höfðum við í stofunni. Gluggi var fram á hlaðið, og við vorum alveg útaf fyrir okkur. Bærinn var svo stór á Hallfreðarstöðum. Mikið skelfing er skammarlegt, að hann skuli allur hafa verið rifinn. Fimm burstir sneru fram á hlaðið. Fjósið var yst, en þar var náttúrlega torfstafn. Þá kom gamla stofan með burst en loft og skemma yfir. Því næst var stóra og fallega burstin, sem Páll Ólafsson byggði. Stofan var falleg með gylltum röndum hér og þar. Salloftið var með lok- rekkjum og skápum, voru þar vínskápar Páls Ólafssonar. Það var skammarlegt að rifa þetta allt. Það átti af fara á Byggðasafn Austurlands, en lenti bara að Klaustri og hefur legið þar síðan, ef ekki er búið að brenna því. Þar næst var skemma og skemmuloft. Og á bak við allar þessar burstir var svo nefndur Dimmigangur, því að engin birta var í Heima er bezt 251

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.