Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 39

Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 39
„Guð minn almáttugur“, tuldraði hann. Hann hlustaði aldrei á eitt orð sem hún sagði. „Þeir skulu bara reyna að loka fyrir mitt rafmagn.“ Um kvöldið, eftir að mér hafði verið komið í háttinn, hlustaði ég á höggin og skrapið í afa og Fred frænda þegar þeir voru að bora gat í gegnum vegginn á setustofunni. Pabbi vildi vera laus allra mála og bauð mömmu í ókeypis bíó hiá kaupfélaginu. Hann sagði að afi væri að hrapa niður á sama plan og Rafveitan í Möose Jaw. í raun og sannleik vissi afi heilmikið um rafmagn. Hann hafði stundað það töluvert lengi að leggja vír úr einum stað á mælinum í annan og plata þannig rafveituna. Ég hafði oft séð hann að verki við mælinn, þar sem hann teygði sig á tá í efstu riminni á brotnum stiga og æpti til ömmu að lyfta bölvuðu fjandans kertinu hærra svo að hann gæti séð hvað hann væri í drottins nafni að gera. Næsta dag höguðu afi og Fred frændi sér eins og smá- krakkar. Þeir staupuðu sig og flissuðu og gáfu hvor öðrum olnbogaskot. Þeir voru að bíða eftir því að opnað yrði á bjórstofunni á Vilhjálmi kóngi svo þeir gætu skroppið þangað og sagt vinum sínum frá því hvernig afi hefndi sín á rafmagnsveitunni. Allan daginn léku þeir hlutverk hetj- unnar og sögðu frá því aftur og aftur hvernig afi hafði áttað sig á hvar inntakið var, hvernig þeir höfðu borað gatið i vegginn og hvernig réttlætið var nú loksins að góma þessar kapitalistablóðsugur. Þeir kumpánar komu heim í kvöld- mat en um leið og þeir höfðu klárað matinn voru þeir komnir með það sama aftur á Vilhjálm kóng þar sem allir keyptu þeim bjór. Amma virtist ekkert hrifin af þessu tiltæki þeirra þó hún gæti nú aftur unnið heimilisverkin á kvöldin ef hún kærði sig um, þar sem hún var nú aftur búin að fá rafmagnið. Rafmagnssnúran lá gegnum gatið á veggnum, í gegnum setustofuna fram á ganginn og í eldhúsið. Fleiri snúrur voru tengdar við á leiðinni og lágu inn í svefnherbergin tvö. Amma þusaði þegar hún varð að sópa í kringum svarta flækju af vírum og innstungum. Og þar sem við bjuggum sex saman í þessari litlu íbúð, var alltaf einhver að detta um snúru og fella eitthvað um koll. En við létum okkur hafa það því afi hafði nú tekið gleði sína á ný. Eins víst að við hefðum öll getað notið þessa í friði, ef afi og Fred frændi hefðu haldið sér saman um hefndarráðstafanir sínar gegn rafmagnsveitunni. Kvöld nokkurt, um það bil viku síðar, vorum við saman komin í setustofunni og hlustuðum á Fibber McGee og Molly. Þá var bankað á dyrnar. Það var frú Pizak sem bjó í smáherbergi við hliðina á okkur. „Gott kvöldið,“ sagði hún og horfði allt í kringum sig. „Ég sé að ljósið hefur kveikt á sér aftur“. „Ha,“ sagði afi. „Ætli við höfum ekki hleypt því á fyrir þá aftur. Bölvaðir svikahrapparnir“. „Komdu inn og fáðu þér sæti og hlustaðu á þáttinn með okkur“, sagði amma. Frú Pizak horfði stöðugt á svörtu vírana sem lágu fram og aftur um setustofuna og að út- varpinu hans afa. Maður sá greinilega að hún hlustaði ekkert á þáttinn. „Þeir lokuðu líka fyrir hjá mér“, sagði hún. „Ég sem hef svo gaman af að hlusta. Nú er tækið mitt bilað“. „Humm“, sagði afi og reyndi að heyra í Fibber og þeim gamla. Amma og pabbi fylgdust með honum og hlustuðu nú ekki heldur lengur á útvarpið. Að lokum stóðst hann ekki lengur mátið. „Jæja þá, Fred“, sagði hann. „Farðu og sæktu borinn“. Þeir boruðu gat í gegnum vegginn á öðru svefnherberg- inu og inn í smáklefann hennar frú Pezak. Frá þeirri stundu var hún tengd við rafkerfið hans afa. Það leið nú ekki á löngu þar til allir í blokkinni vissu um ókeypis rafmagnið og allir vildu komast í samband. Það voru tvær íbúðarhæðir í húsinu yfir járnvöruversl- uninni. og brátt voru veggir og loft á íbúð afa eins og sigti, og leiðslurnar lágu út og suður. Fyrir eina viskí gátu íbú- amir haft kveikt hjá sér allan sólarhringinn ef þeim bara sýndist. Á jóladag höfðu jafnvel þeir sem greiddu sína reikninga sagt upp rafmagninu. Þetta voru fögur jól í harðærinu — og afa og Fred frænda fannst það nú mest þeim að þakka. Flestir voru sammála því. Það var mikið um dýrðir í öllum íbúðum á báðum hæðum og alltaf tókst Fred og afa að koma sér inn sem heiðursgestum. Það var svo kitlandi skemmtilegur andi í blokkinni, eins og ríkti umsátur eða uppreisn, og afi og Fred frændi voru for- ingjarnir. Það var komið fram undir kvöld dag nokkurn rétt fyrir áramótin. Ég lá á gólfinu í setustofunni og las í gamalli alfræðibók sem ég hafði fengið í jólagjöf. Amma og mamma voru að prjóna sokka og öll þrjú hlustuðum við með öðru eyranu á þátt Ted Macks sem leitaði að lista- mönnum meðal áhugamanna. Allt í einu fannst mér ég sjá útundan mér að útvarpið hans afa hreyfðist. Ég deplaði augunum og starði á það. en risavaxið útvarpstækið stóð bara þarna og þusaði úr sér auglýsingum. Ég fletti. Aftur rykktist það til. Hvað gekk eiginlega á? „Amma!“ æpti ég. „Útvarpið hreyfist! Það var þarna — og svo færðist það þangað. Bara af sjálfu sér!“ Hún horfði róleg á útvarpið, síðan á bendu af leiðslum sem lágu um allt gólf, og síðan út um gluggann á setustof- unni. „Larry minn, hlauptu nú og sæktu hann afa þinn. Hann er á númer átta hjá McBrides fólkinu.“ íbúðin þeirra var við endan á dimmum ganginum. Ég hentist eftir ganginum og bankaði ákaft á dyrnar. Einhver opnaði rifu. „Er hann afi minn hjá ykkur?“ skrækti ég. Afi steig fram á ganginn með glas i hendi og lokaði hurðinni á eftir sér. „Hvað viltu Larry?“ „Amma segir að þú eigir að koma eins og skot. Útvarpið! Það er eitthvað að.“ Heimaerbezt 255

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.