Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Page 43

Heima er bezt - 01.07.1988, Page 43
Skorradalur. margt var þar heimamanna. Eftir að við höfðum tekið vel til matar, sem var fram borinn af rausn, en komið var alllangt fram á kvöldið, orðaði hinn hálfáttræði fræðaþulur, Krist- leifur, sem setið hafði á tali við okkur mestallan tímann, það við okkur, hvort ekki væri gaman að taka í spil, og til þess vorum við ekki ófúsir. því að þótt við höfum sjálfsagt verið orðnir nokkuð þreyttir af göngunni þegar við komum í bæ á Stóra— Kroppi, var slík þreyta fljót að hverfa úr ungum fótum okkar eftir góða máltíð og hæfilega bið. „Við fáum hann Jón með okkur, hann hefur svo gaman af þessu,“ sagði Kristleifur. Jón sá var Jósefsson og hefur líklega verið vinnumaður þar á bæ. Og það var náð í Jón og sest að spilum, spiluð fjögurra manna vist og við vorum saman ég og Guðmundur og svo þeir Kristleifur og Jón. „Hann Jón segir alltaf „hálfa“ og stundum „heila“,“ sagði Kristleifur, „svo að ég þarf víst ekki mikið að spila.“ Og það kom fljótlega á daginn að hann hafði satt að mæla. Jón var ótrúlega iðinn við að segja „hálfa“ og við Guðmundur börðumst við að „fella“ hann meðan Kristleifur hló og skemmti sér konunglega. Einhver hefði nú getað haldið að þetta hafi verið leiðinleg spila- mennska, en svo var þó alls ekki, og mig minnir að við skemmtum okkur ágætlega, og það segir sína sögu, að klukkan var farin að ganga í fjögur um nóttina, þegar við loks lögðum niður vopnin. Og það var ekkert bók- hald og enginn vissi hvernig málin Krisdeifur Þorsteinsson. stóðu um sigra og töp þegar upp var staðið. Það sem mér er sérstaklega minnis- stætt frá þessari næturvöku er lífsfjör öldungsins Kristleifs, sem mér fannst hann vera vegna míns eigin aldurs, þótt þess sæust lítil merki. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann eigin aug- um hvorki fyrr né síðar, en um Borg- arfjörð og víðar var hann þekktur fyrir þann geysilega fróðleik sem hann safnaði einkum um Borgarfjörð og Borgfirðinga. Við Guðmundur tókum ekki dag- inn ýkja snemma, enda dagleiðin frá Stóra-Kroppi að Reykholti ekki mjög löng. Og ekki fengum við að fara fyrr en við höfðum þegið góðan morgun- verð. Ferðin að Reykholti gekk áfallalaust, enda veðrið stillt svo sem fyrr á þessu ferðalagi okkar. Skrifað 10. febrúar ’88. Heimaerbeit 259

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.