Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 45

Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 45
liðið illa og allt var það Lilju að kenna. Hann langaði mest til að fara og veita henni ærlega ráðningu, en það myndi ekki breyta neinu. Hann tók utan um systur sína og hallaði henni að sér. Það var meira en hún þoldi og brast í grát. Þröstur strauk yfir hár hennar og leyfði henni að gráta. Henni liði betur á eftir. Hún hafði orðið fyrir miklu áfalli. Hann hugsaði um það sem hún hafði sagt honum og velti því fyrir sér hvers vegna maðurinn hafði ekki komið og sagt henni að myndin væri ekki af eiginkonu hans. Hann skildi það ekki og spurði Rut að því, þegar grátinum linnti. „Lilja henti myndinni,“ sagði hún með ekka. „Hún sagði að ég skyldi láta hann halda að ég hefði verið að leika mér að honum. Það myndi særa hann mikið.“ „Ég vissi að Lilja hafði marga galla,“ sagði Þröstur reiðilega. „Ég skil ekki hvernig þessi Svanur getur elskað hana.“ „Það var honum að þakka að ég fékk að vita sannleik- ann.“ „Af hverju talarðu ekki við þennan X þinn?“ spurði Þröstur. „Þú elskar hann.“ „Nei, ég get ekki talað við hann. Hann hlýtur að fyrirlíta mig ofsalega.“ „Það veistu ekki fyrr en þú hefur hitt hann.“ „Ég get það ekki. Ég þori ekki að treysta því.“ Þröstur andvarpaði. Éf hann vissi hver þessi maður væri skyldi hann svo sannarlega fara og tala við hann, en Rut ætlaði greinilega ekki að segja það. „Líður þér betur?“ spurði hann hlýlega, þegar Rut stóð upp. „Já,“ svaraði hún og andvarpaði. „Þú manst að segja engum frá þessu.“ „Þú getur treyst mér. En nú ætla ég að athuga hvort Fjóla er vöknuð.“ Hann klappaði systur sinni hughreystandi á kinnina og fór. Fjóla var vöknuð og sat upp í rúminu. „Hvar hefurðu verið?“ spurði hún brosandi. „Ég hélt að þú værir stunginn af.“ „Ég var að hugsa um það, en hætti svo við það,“ sagði Þröstur stríðnislega. „Ég sá svo sæta og granna stúlku sem vakti áhuga minn.“ „Jæja, já,“ sagði Fjóla og þóttist reið. „Þér finnst ég vera feit.“ „Auðvitað ertu feit, elskan mín,“ sagði Þröstur og kyssti hana á kinnina. „Það er ekki nema eðlilegt. Bráðum verð- urðu grönn.“ „Bíddu bara, skömmin þín,“ sagði Fjóla og stökk fram úr rúminu. „Ég skal finna einhvern glæsilegan mann þegar ég verð búin að eiga og orðin grönn aftur.“ Þröstur hló og tók utan um hana. „Þú finnur engan glæsilegri en mig.“ Fjóla andvarpaði mæðulega. „Nei, sennilega ekki. Ég verð víst að gera það mér að góðu.“ „Þér er nú ekki eins leitt og þú lætur, góða mín.“ Fjóla brosti og kyssti hann hamingjusöm. Hún elskaði hann óskaplega mikið og átti enga ósk heitari en hann endurgyldi þá ást. Hann hafði aldrei tjáð henni ást sína, en honum þótti mjög vænt um hana og vildi allt fyrir hana gera. Hún hafði ákveðið með sjálfri sér fyrir löngu, að ef hann væri ekki farinn að elska hana þegar að brúðkaupinu kæmi, þá yrði ekkert af því. Hún hafði ekki sagt Þresti frá þessu, vegna þess að hún hafði nokkrar áhyggjur af þessu. Venjulega sagði hún honum allar sínar vangaveltur, en þetta varð hún að bera ein. Hún kveið óskaplega fyrir því að þurfa kannski að tilkynna það á brúðkaupsdaginn, að ekkert yrði af giftingunni. Hvað skyldi fólkið þeirra beggja halda um hana þá. Ekki gæti hún sagt þeim sannleikann. Það var of viðkvæmt mál. „Út með áhyggjurnar,“ sagði Þröstur blíðlega og tók undir höku hennar. Fjóla brosti ástúðlega. „Það er ekkert, ástin mín,“ sagði hún. „Nú verð ég að fara niður og fá mér eitthvað að borða, áður en ég dey úr hungri. Er nokkur kominn á fætur?“ „Rut er vöknuð,“ sagði Þröstur. „Hún var sú granna og sæta sem vakti áhuga minn.“ Fjóla hló glaðlega og ýtti honum frá sér. „Nú klæði ég mig.“ Þröstur horfði á hana og hugsaði um, hve vænt honum þótti um hana. Hún var svo falleg og góð og það þurfti lítið til þess að gleðja hana. Hún ljómaði ef hann hrósaði henni eða sagði eitthvað fallegt við hana og vildi allt fyrir hann gera í staðinn. Þau rifust ekki þótt þeim mislíkaði eitthvað, en bentu hvort öðru blíðlega á það sem betur mátti fara. En það kom ekki oft fyrir, því bæði höfðu einstakt lag á því að laða fram það besta í hvort öðru. Þröstur var ekki í vafa um að þau yrðu hamingjusöm í hjónabandinu. Hann vissi að þeim myndi alltaf koma vel saman, eins og núna. Og hann ætlaði að gera sitt besta, svo að allt færi vel og Fjóla myndi gera það líka. Hún myndi leggja miklu meira að mörkum en hann. Fjóla var búin að klæða sig og spurði Þröst hvort hann kæmi með niður. Hann kinkaði kolli og fylgdist með henni niður í eldhús. Rétt á eftir kom Heba fram á náttslopp. Hún bauð glaðlega góðan daginn og fór að hella upp á kaffi. Hún horfði með ánægju á son sinn og verðandi tengdadóttur. Hún gladdist yfir hamingju þeirra og hlakkaði mikið til að verða amma. Það yrði undarlegt að fá ungabarn í húsið eftir öll þessi ár, en ánægjulegt. Hún var búinn að prjóna og sauma og hekla heil ósköp af barnafötum, sem hún ætlaði að gefa Fjólu á barnið, þegar það fæddist. Hún fór laumu- lega að því og enginn vissi um þetta nema maður hennar. Hann fann tilhlökkun hennar og gladdist þess vegna. Tímunum saman sat hún í hjónaherberginu og útbjó barnaföt. En það voru fleiri en Heba, sem gerðu barnaföt í laumi. Rut sat stundum langt fram á nótt við að hekla og prjóna. Hún hlakkaði engu minna til en þau hin, að eignast lítinn frænda eða frænku. Hún öfundaði bróður sinn og Fjólu af barninu, sem þau áttu í vændum. Hana langaði sjálfa til að eignast barn, en það gat hún ekki nema með manni sem hún unni. Hlynur var sá eini sem hún elskaði og myndi nokkurn tímann elska, en það leit ekki út fyrir að þau Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.