Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 46
myndi eignast barn saman. Engu að síður gat hún vel unnt
öðrum að eignast börn, því Rut var ekki eigingjörn, og þótt
hún væri óhamingjusöm, gladdist hún þegar aðrir voru
ánægðir. Hún naut þess að sjá hve Fjóla og Þröstur voru
hvort öðru góð og gerðu að gamni sínu. Skyldi hún nokk-
urn tíman verða jafn hamingjusöm og þau?
ll.kafli
Þorláksmessa gekk í garð með mikilli snjókomu.
Lilja er ein heima og leggur síðustu hönd á jólaundir-
búninginn. Hún flýtir sér að pakka inn gjöfinni til Svans og
fela hana áður en hann kemur. Þegar því er lokið sest hún
við eldhúsgluggann og horfir út.
Hún hlakkar mikið til jólanna. Þau Svanur ætla að setja
upp hringana á aðfangadag og hún getur varla beðið. Það
er aðeins eitt, sem skyggir á gleði hennar, missættið við Rut.
Hún saknar vinkonu sinnar og þráir fyrirgefningu hennar.
Hún snýr sér frá glugganum og gengur inn í stofuna. Hún
athugar hvort eitthvað hafi gleymst, en allt er eins og það
átti að vera. Hún veltir því fyrir sér hvað hún eigi að gera,
en þá hringir dyrabjallan. Lilja hraðar sér fram og opnar.
Það er Svana systir Svans. Þær heilsast með kossi og Lilja
býður Svönu inn. Þegar þær eru sestar spyr hún eftir bróður
sínum.
„Hann er að vinna,“ sagði Lilja. „Þeir ætla að reyna að
gera við sem flest tæki fyrir jólin, þarna á verkstæðinu, en
ég býst við honum á hverri stundu."
„Ég bíð þá, ef ég má það,“ sagði Svana.
„Þér er það velkomið."
„Eruð þið búin að leigja íbúðina við hliðina?“
„Nei.“
„Ég er að hugsa um að fá hana leigða, ef þið viljið leigja
mér.“
„Ég get ekki ímyndað mér annað en að það ætti að vera
hægt.“
Svana brosti.
„Við Finnur ætlum að gifta okkur í vor,“ sagði hún.
„Ég óska ykkur til hamingju strax,“ sagði Lilja glöð.
„Mér þykir vænt um að allt er komið í lag á milli ykkar. Er
Katrín ekki ánægð með pabba sinn?“
„Hún er hrifin af honum og hann er mjög góður við hana
og mig líka. Hvað er annars að frétta af Rut? Hún hefur
ekki heimsótt mig lengi.“
„Ó, það er allt gott af henni að frétta,“ sagði Lilja eins
rólega og hún gat.
„Er hún nokkuð búin að ná sér í mann?“
„Nei, ekki svo ég viti til.“ Lilju var alls ekki rótt, en lét
ekki á því bera.
„Ég kann svo vel við hana,“ hélt Svana áfram. Hún hafði
ekki hugmynd um að þær töluðust ekki við Rut og Lilja.
„Þú ert heppin að eiga hana fyrir vinkonu.“
„Já,“ sagði Lilja og velti því fyrir sér hvað Svana myndi
segja ef hún vissi hvernig í öllu lægi.“ Er Katrín uppi hjá
mömmu þinni?“
Svana kinkaði kolli og ætlaði að segja eitthvað, en í því
kom Svanur inn. Hann heilsaði systur sinni og kyssti Lilju.
Svana spurði hann um íbúðina og var hann fús að leigja
henni hana. Þau sömdu um leiguna og Svanur bauðst til að
hjálpa henni að flytja. Svana sagði að sig langaði að flytja
fyrir áramót ef það væri hægt.
Systkinin ræddu þetta nokkra stund og að lokum kvaddi
Svana. Hún var ekki fyrr farin, en Svanur greip Lilju í
fangið og kyssti hana löngum kossi, sem hún svaraði af allri
sinni ást.
„Ég hef saknað þín svo mikið,“ hvíslaði hún á eftir.
„Og ég þín,“ sagði Svanur blíðlega. „Ertu búin að kaupa
jólagjöfina mína?“
Lilja hló. Á hverjum einasta degi síðustu viku, hafði
hann spurt hana að þessu sama. Hún vissi að hann var að
gera at í henni og svaraði því til að hún ætlaði ekki að gefa
honum neitt.
„Nokkuð að frétta?“ spurði Svanur þegar hún hætti að
hlæja.
Lilja hristi höfuðið neitandi og svipur hennar dapraðist.
Hún vissi hvað Svanur meinti. Hann var að spyrja um Rut.
„Hún lætur í sér heyra,“ sagði Svanur róandi.
Lilja skildi ekki af hverju hann var svona viss um að Rut
fyrirgæfi henni. Sjálf var hún vonlítil um það.
„Hvort okkar á að elda núna?“ spurði Svanur glaðlega
og kleip í nefið á henni.
„Ég skal gera það,“ sagði Lilja örlítið hressari i bragði.
„Ég aðstoða þá,“ sagði Svanur og dansaði með hana um
gólfið. „Ég get varla beðið eftir næsta kvöldi.“
„Ekki ég heldur,“ sagði Lilja og brosti. Svanur var jafn
óþreyjufullur og hún að bíða eftir að setja upp hringana.
Þau ætluðu svo að giftast í vor, á tuttugasta og fyrsta af-
mælisdegi hennar. Foreldrar hennar voru ánægðir fyrir
hennar hönd og Elvar stríddi henni á því að hún hefði
gripið síðasta tækifærið, af því að hún væri að verða gömul.
Hún tók stríðni hans létt og sagði að hann hefði alveg rétt
fyrir sér. Þegar Elvar sá að það var tilgangslaust að stríða
henni, hætti hann því og þeim kom mikið betur saman en
áður. Honum fannst systir sín hafa breyst mikið og það
gladdi hann. Hún var miklu skapbetri og auðveldari í um-
gengni.
Að morgni aðfangadags fór Rut og keypti síðustu jóla-
gjöfina. Hún fékk bílinn lánaðan hjá Þresti og brunaði
niður í bæ. Gjöfin sem hún átti eftir að kaupa var einmitt
handa honum. Hún var búin að ákveða að kaupa nokkrar
bækur, sem hún vissi að hann langaði að eignast.
Þegar bókakaupunum lauk, gekk hún rólega niður
Laugaveginn og skoðaði í búðarglugga í leiðinni. Hún var
svo niðursokkin í þessar athuganir, að hún hrökk við þegar
hönd var lögð á öxl hennar. Hún sneri sér við og mætti
vingjarnlegum augum Svans.
„Mikið er gaman að sjá þig, Rut,“ sagði hann hlýlega.
„Hvernig líður þér?“
„Mér líður ágætlega," sagði hún og brosti örlítið. „En
þér?“
„Vel. Við Lilja ætlum að opinbera i kvöld.“
262 Heima er bezt