Heima er bezt - 01.07.1988, Side 47
„Ó, til hamingju,“ sagði Rut og eitt augnablik brá fyrir
sársauka í augum hennar.
„Svana er alltaf að spyrja um þig,“ sagði Svanur. „Hún
flytur bráðlega í íbúðina sem þú varst í. Hún ætlar að gifta
sig í vor.“
„Pabba Katrínar?“
„Já, og við Lilja ætlum að gifta okkur á afmælisdaginn
hennar í vor.“
Þegar Rut svaraði engu tók Svanur um báðar axlir
hennar og sagði lágt:
„Rut, þú ert boðin í brúðkaupið, en ég vona að þú verðir
búin að heimsækja okkur fyrr. Heldurðu að þú getir fyrir-
gefið Lilju? Hún saknar þín óskaplega mikið og þó hún sé
hamingjusöm hjá mér, þráir hún vináttu þína. Hún hefur
tekið út sína refsingu fyrir það sem hún gerði. Henni myndi
líða betur ef þið sættust.“
„Ég lofa engu,“ sagði Rut þreytulega. „Ég er ekki jafn sár
og reið út í hana og áður, en ég er ekki tilbúin að fyrirgefa
henni eins og er. Ég get alls ekki skilið hvernig hún gat gert
mér þetta. Ég hélt að ég hefði ekki átt það skilið.“
„Þú áttir það heldur ekki skilið,“ sagði Svanur rólega.
„Mér þykir þetta afskaplega leitt af því að mér þykir vænt
um þig og ég elska Lilju, þrátt fyrir þetta. Mér finnst að þú
ættir að virða það við hana að hún játaði allt fyrir þér.“
„Þetta er tilgangslaust, Svanur,“ sagði Rut og ætlaði að
ganga burt, en hann hélt henni fastri.
„Við verðum að ræða þetta, Rut,“ sagði hann ákveðinn.
„Ykkur líður báðum illa út af þessu og ég er sannfærður um
það að ef þið talið hvor við aðra, liði ykkur betur á eftir.“
„Nei,“ hvæsti Rut og sleit sig lausa. „Ef þú heldur að ég
ætli að þakka henni fyrir alla kvölina sem hún olli mér, þá
skjátlast þér, Svanur. Hún á ekkert gott skilið af mér. Þú
getur skilað kveðju til hennar og að ég voni að hún minnist
mín á brúðkaupsdaginn sinn.“
Rut snérist á hæl og stikaði niður götuna, en Svanur stóð
og horfði gapandi af undrun á eftir henni. Þegar hún kom
að bílnum, henti hún pakkanum með bókunum í aftur-
sætið og ætlaði að setjast undir stýri, þegar hún var ávörpuð
með nafni. Hún snéri sér hægt við og sá Smára horfa
glottandi á sig.
„Var þetta sá gifti?“ spurði hann meinlega.
„Það hefur greinilega gleymst að kenna þér mannasiði,“
sagði Rut reiðilega og settist inn í bíl bróður síns.
Smári var í einni svipan kominn að hurðinni, svo að hún
gat ekki lokað.
„Væri þér sama þótt þú færir frá hurðinni," sagði Rut
kuldalega.
„Nei, ég kann ekki mannasiði, eins og þú varst að enda
við að segja,“ sagði Smári háðslega. „Þú vildir kannski taka
mig í tíma?“
„Ég biðst afsökunar,“ sagði hún án þess að líta á hann.
„Viltu svo gera svo vel og færa þig.“
Smári beygði sig niður svo að andlit hans var í sömu hæð
og hennar.
„Ég ætti víst líka að biðja afsökunar,“ sagði hann og nú
var allt háð horfið úr rödd hans. „Langar þig ekki að vita
hvernig ég vissi um þennan gifta?“
„Ég veit það,“ sagði Rut hljóðlega.
„Má ég endurtaka spurninguna í fullri vinsemd?“
„Þetta var ekki hann.“ Rut leit á hann og spurði síðan
lágt: „Af hverju er þér svona illa við mig?“
Smári horfði undrandi á hana eitt augnablik, en sagði
síðan vingjarnlega:
„Það er mér alls ekki. Ég hélt að þér væri illa við mig.“
Nú var það Rut sem horfði undrandi á hann.
„Af hverju í ósköpunum hélstu það?“ spurði hún.
„Þú hefur tvisvar séð mig áður, og það var engu líkara en
þú hefðir séð draug í bæði skiptin.“
„Ó.“ Rut vissi ekki hvað hún átti að segja. Ekki gat hún
sagt honum hvers vegna henni hafði brugðið svo mjög
fyrstu skiptin, sem hún sá hann.
„Er þá vopnahlé?“ spurði Smári og virti hana fyrir sér.
Hún kinkaði kolli og tók í framrétta hönd hans.
Smári spjallaði við hana nokkra stund, en kvaddi síðan
og sagðist sjá hana á jólunum. Hún kinkaði kolli en bjóst
ekki við að svo yrði. Hún ók heim og lét bílinn inn í bílskúr.
Hún fór beinustu leið upp í herbergið sitt ög pakkaði inn
jólagjöfinni til bróður síns. Síðan fór hún niður i eldhús til
Fjólu. Hún var ein.
„Hvar er allt fólkið?“ spurði hún og tyllti sér upp á
eldhúsbekkinn.
„Þau skruppu í bæjarráp,“ sagði Fjóla. „Þröstur mundi
allt í einu eftir því að hann átti eftir að kaupa eina jólagjöf
og skellti sér með þeim. Ég nennti ekki.“
„Jæja, Smári bað að heilsa,“ sagði Rut.
„Hittirðu hann?“
„Já, ég hitti hann niður í bæ.“
Fjóla spurði ekki meira um Smára, en spurði Rut hvort
hún kæmi ekki með þeim Þresti og foreldrutp þeirra til
foreldra hennar á morgun. Rut neitaði. Hún sagðist ekki
fara í heimsókn til fólks sem hún þekkti ekki neitt. Hvernig
sem Fjóla reyndi að fá hana til að skipta um skoðun, varð
henni ekki haggað. Hún ætlaði ekki að fara í heimsókn til
foreldra hennar. Þau voru líka foreldrar Hlyns og hún gat
ekki hugsað sér að hitta þau. Henni fannst nóg að um-
gangast Fjólu og Smára, en foreldra hans, nei, það var of
mikið. En þetta sagði hún ekki Fjólu.
Rut raðaði öllum jólagjöfunum í kringum jólatréð og var
að ljúka við það þegar foreldrar hennar komu ásamt Þresti.
Rétt fyrir sex klæddist heimilisfólkið í sparifötin og
konurnar lögðu hátíðarmatinn á borðið. Síðan buðu þau
hvort öðru gleðileg jól. Jólahátíðin var gengin í garð.
Eftir matinn hjálpuðust allir við að ganga frá og síðan
var sest inn í stofu. Rut fékk það hlutverk að lesa utan á
jólagjafirnar og afhenda þær. Þegar því var lokið voru
pakkarnir teknir upp og allir voru ánægðir með sitt. Rut var
þó hrifnust af gjöfinni frá Þresti og Fjólu. Það var hálsmen
úr gulli og á keðjunni voru kross, akkeri og hjarta, sem
táknuðu trú, von og kærleika. Hún var sannfærð um að
Þröstur hefði valið þessa gjöf og vissi að það hafði ekki
verið af tilviljun. Það fékk hún staðfest þegar hún leit á
hann og hann blikkaði öðru auganu. Hann varð mjög
glaður þegar hann sá bækumar frá henni og kyssti hana
mörgum sinnum á kinnina. Aðfangadagskvöldið leið við
Heima er bezt 263