Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Síða 10

Heima er bezt - 01.05.1995, Síða 10
Útisamkomur á Álfaskeiði í landi Syðra-Langholts voru um árabil afarfjölsóttar og vinsœlar eftir því. Þessi mynd var tekin á einni þeirra í lok sjötta áratugarins. Hestaferðirnar, sem gerðar eru út frá Syðra-Langholti, komu af tilviljun. Sumarið 1985 hafði Einar Bollason hjá Ishestum samband við Jóhannes og leitaði eftir gistirými fyrir nokkra hestamenn á Hótel Flúðum. Það var ekki að hafa þar, en hestamennirnir fengu þess í stað inni á heim- ili Jóhannesar og Hrafnhildar í Syðra-Langholti. Með þessu fór boltinn að rúlla, og nú er hestamennska og ferðaþjónusta orðin meginþátturinn í búskapnum þar. Hefur Sigmundur sonur þeirra aðalatvinnu sína af hesta- mennsku og Jóhannes af ferðaþjónustunni, eftir að hann hætti kennslu. Lagt upp í Gullna hringinn „Á síðasta ári réðumst við í það verk að breyta gamla íbúðarhúsinu hér í Syðra-Langholti, því sem foreldrar mínir byggðu af stórhug árið 1945. Það tekur nú um 20 næturgesti. Þeir gestir eru flestir hér á ferð í tengslum við hestaferðimar, en héðan er lagt upp á vegum Ishesta í ferðir norður yfir Kjöl eða þá í hinn svokallaða Gullna hring, sem er sex daga reiðferð hér um uppsveitir Árnes- sýslu. Þessar ferðir verða sífellt vinsælli,“ segir Jóhannes. Hann nefnir einnig að í fagurri dalkvos við rætur Lang- holtsfjall, sem nefnd er Álfaskeið, sé tjaldsvæði, sem þau Hrafnhildur annist. Á Álfaskeiði voru um áratugaskeið haldnar fjölsóttar útisamkonur Hrunamanna, en þær lögð- ust af fyrir aldarfjórðungi eða svo. Tjaldsvæðin þar njóta vinsælda og eru mikið sótt á hverju sumri af ýmsum hóp- um, ekki síst fjölskyldum og starfsmannahópum, kórum og klúbbum. „í ferðaþjónustunni gengur ekki að reisa endalausar Með lítinn afastrák ífanginu. skýjaborgir. Þetta er atvinnugrein, sem verður að þróast hægt og örugglega og ævintýrasjónarmið á borð við þau sem viðhöfð voru í loðdýra- og fiskirækt ganga ekki upp. Þróunin verður að vera jöfn og stígandi, og ef ekkert slæmt kemur fyrir, heldur straumur ferðamanna hingað til lands áfram að aukast. Vissulega hafa menn offjárfest nokkuð í þessari grein, svo sem í byggingu sumra hótela í þéttbýlinu, en úti á landi, til dæmis í bændagistingunni, held ég að enginn hafi misstigið sig teljandi - enda er þar kannski minna lagt undir í fjárfestingum.“ 154 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.