Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Side 19

Heima er bezt - 01.05.1995, Side 19
Heima er bezt fær jafnan nokkuð af bréfum frá lesendum sínum, bæði fyrirspurnir, ábendingar og annað, sem þeim liggur á hjarta varðandi blaðið. Nú nýlega höfum við sett í þessu skyni upp n.k. bréfsefnisform inn á hiuta lausaseðils blaðsins, svo að lesendur geti sent okkur bréf sín sér að kostnaðarlausu. Ekki þarf að taka fram að seðilinn er að sjálfsögðu í lagi að nota eingöngu sem bréf, þó að ekki sé verið að senda inn pönt- un, sem boðið er upp á i hinum hluta hans. í framhaldi af þessu hefur okkur flogið í hug að sum þeirra bréfa, sem okkur berast, ættu ágætt erindi í blaðið, þar sem efni þeirra kynni að snerta áhugasvið fleiri les- enda. Við höfum því ákveðið að hleypa af stokkunum þessum nýja þætti, sem við köllum „Bréf til blaðsins,“ og hugsum við okkur að birta í honum útdrætti úr bréfum, sem berast til blaðsins og okkur finnst geta átt erindi á síður þess. Þátturinn verður ekki endilega fastur liður í blaðinu, en birtur svona annað slagið eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Ekki þurfa lesendur að óttast að við birtum öll bréf, sem þeir senda okkur. Sum eru að sjálfsögðu á per- sónulegri nótum og eiga ekki erindi í slíkan þátt. Æskilegt væri því að þeir, sem senda okkur bréf í hann sér- staklega, merki þau með skammstöfununni B.T.B. (bréf til blaðsins) eða á einhvern annan hátt sem þeim finnst við hæfi, t.d. E.T.B. (ekki til birtingar). Við byrjum svo fyrsta þáttinn á bréfi frá Guðmundi Olasyni frá Smjörhóli, en hann segir: Ingvar Bjömsson skrifar í H.E.B. 2. tbl. 1995 um am- boð á bls. 62-63. Amboð er dálítið á reiki hjá orðabókar- höfundum. J.J. Hrafn segir í Þjóðháttum, bls. 77: „Til sláttarins þurfti amboð, bæði orf, ljái og hrífur.“ Blöndal segir: „Amboð: 1. húsgögn, 2. jarðyrkjuverkfæri,” bls. 34. Arni Böðvarsson segir hér um bil það sama í orðabók Menningarsjóðs, bls. 17. Eg hef ekki með höndum sögu Búnaðarfélags Islands, en þar er vafalaust rætt um heyvinnutæki og nöfn á þeim. I mínu héraði, N-Þingeyjarsýslu, var alltaf rætt um am- boð sem heyvinnutæki og ekkert annað. Hver er Ingvar Björnsson? Er hann sveitamaður og vann heyvinnu upp á gamlan máta? Ekki meira núna. Með þökkum fyrir H.E.B. Guðmundur Ólason, Smjörhóli. Svar: Þakka þér fyrir tilskrifið Guðmundur. Jú, satt er það, að eitthvað mun það vera misjafnt, eins og Ingvar minn- ist á í grein sinni, hvaða merkingu fólk leggur í orðið „amboð. “ Grunur minn er þó sá, að í hugum allflestra merki það heyvinnuverkfœri. Varðandi spurningu þína um Ingvar Björnsson er því til að svara, að Ingvar, sem heitir reyndar fullu nafni Friðbjörn Ingvar Björnsson, er höfundur sem hefur tekið að sér að skrifa greinar fyrir blaðið um ýmsis efni, sem lúta að daglegu lífi fólks áður fyrr og fleira. Ingvar er fæddur að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd en ólst að mestu upp að Hvalgröfum í sömu sveit, eða til 12 ára aldurs, og var síðan við hefðbundin sveita- og sjávarstörf á ýmsum stöðum fram undir tvítugt. Hann stundaði einnig öku- kennslu, var m.a. fulltrúi á vegum s.k. „hœgri nefndar“ við umferðarbreytinguna 1968. Segir hann einmitt frá því starfi sínu ígreininni „Umferðarbreytingin 1968, “ íapríl- hefti Heima er bezt, 1993. Fyrir þá, sern áhuga hafa á ættfræði, má geta þess að Ingvar er íföðurœtt afsvokall- aðri Tröllatunguætt, sem á uppruna sinn í Strandasýslu, en móðurætt hans er úr Dalasýslu. Ég vil þakka gott blað, sem ég er búinn að lesa síðan í janúar 1958, og á öll blöðin síðan. Er ég búinn að binda inn 10 árganga, en mig vantar 7 fyrstu árgangana, sem gaman væri að eignast. Mætti ekki auglýsa í blaðinu ef einhver ætti þá og vildi selja. Sé svo er ég tilbúinn að kaupa. Kveðja, Stefán Daníelsson, Tröllatungu, 510 Hólmavík Svar: Jú, Stefán, það er alveg upplagt að auglýsa og það gerum við hér með. Ef einhver gæti hugsað sér að selja Stefáni þessa 7 fyrstu árganga af blaðinu, biðjum við þann hinn sama vinsamlegast að hafa samband við hann. Þessir árgangar eru alveg uppseldir hjá útgefanda.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.