Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Page 22

Heima er bezt - 01.05.1995, Page 22
Ingvar Björnsson: Sjómenn í síávarháska Mér kæmi ekki á óvart, að þeir sem lesa fyrirsögn þessarar frásagnar, sjái fyrir sér lítinn vélarvana fískibát í ólgusjó og fárviðri, sem stefnir að þrítugu bjargi langt frá allri mannabyggð eða eitthvað í þá áttina. Eftirfarandi frásögn er hins vegar af atburði, sem átti sér stað að vorlagi árið 1942 á lognkyrrum Eyjafírðinum, þar sem örsmáar undiröldur gjálfr- uðu við kinnung 12 tonna fískibáts í vorsólarblíð- unni, þar sem hann var á Ieið sinni á fískimiðin norðvestur af Grímsey. Þó að rúm 50 ár séu liðin, síðan eftirfarandi at- burður gerðist, hefur hann alla tíð síðan haldist ferskur í minni mínu. Það er að mestu leyti framtaksleysi mínu að kenna, að hann hefur ekki verið færður í letur fyrr. Svo er og það, að oft vill vefjast bæði fyrir mér og öðrum að færa fyrir annarra sjónir ýmislegt, sem í fljótu bragði virðist nær ólíkindum en raunveru- leikanum sjálfum. Nú er svo komið, að mér fínnst engin ástæða til að halda lengur leyndri þessari reynslu, sem ég varð fyrir á ungdómsárum mínum, og vil því koma henni hér á framfæri. eir, sem til sjósóknar þekkja, vita að mörg og alvar- leg sjóslys verða og hafa orðið að því er virðist við bestu ytri aðstæður og því miður oft vegna gáleysis sæfarenda sjálfra, en sem betur fer hafa margir sloppið með skrekkinn. Nokkuð snemma vors árið 1942 réðst ég sem mótoristi á fiskibát í verstöð við innanverðan Eyjafjörð. Þetta var gott vor, blíða og afli í góðu meðallagi, eftir því sem mér var tjáð. I áhöfn bátsins voru fimm menn, þ.e. skipstjóri, mótor- isti (sem nú er víst titlaður vélgæslumaður) og þrír háset- ar. Verkaskipting var með þeim hætti, að skipstjóri og einn háseti sáu um „útstímið," þ.e. leiðina á fiskimiðin. Allir önnuðust sameiginlega um lagningu lóðarinnar (línunnar) og skiptust á um gæslu hennar, meðan hún var í sjó og drógu hana síðan upp í bátinn. Um landstímið annaðist mótoristi ásamt tveimur hásetum, og sáu þeir (hásetamir) um hausun og aðgerð fiskjar. Ferðin frá höfn á miðin tók venjulega 8-9 klukkustund- ir og svipaður tími fór í heimferð. Yfir línu var svo legið í um 4 klukkustundir, og löndun fiskjar og ýmislegt stúss í landi tók svo vanalega 2-4 klukkustundir. Það má því segja að hver einstök ferð hafi tekið einn sólarhring frá byrjun til enda hennar. Ég tel rétt að geta þess hér til skýringar, að þegar rætt er um starfstíma á sjó, er aðeins átt við þann tíma, sem er í gildi við bestu aðstöðu. Sé hins vegar einhver vandi á ferð, vinna allir svo sem þörf er á og kraftar þeirra leyfa. Sú lýsing, sem rituð er hér að framan, á við allflestar sjóferðir þær, sem við fórum, á meðan ég var á umrædd- um bát, og þá kemur að þeirri ferðinni, sem er tilefni þessarar frásagnar. Eitt sinn sem oftar lögðum við frá bryggju í blíðskapar- veðri, sem gerir mann gleyminn á hugsanlegar hættur líð- andi stundar. 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.