Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Síða 28

Heima er bezt - 01.05.1995, Síða 28
menn verið miklu veð- urgleggri en nú og einnig fylgst miklu betur með gangi himintunglanna en nú er almennt gert og þannig tekist oft að rata um langa og torsótta vegu. Mun þetta hafa við sterk rök að styðjast. Hitt atriðið um vitsmuni krumma er miklu eldra, raunar aftan úr grárri fom- eskju, svo að þið sjáið, hvað þetta er eldgömul sögn. Eins og ykkur mun flestum kunnugt, var krist- in trú lögtekin á Alþingi árið 1000. Áður höfðu rfkt öldum saman um öll Norðurlönd trúarbrögð, sem nefndust Ásatrú, og flestir landnámsmenn Is- lands voru þeirrar trúar. Ásatrúarmenn trúðu á marga guði, sem nefndust einu nafni Æsir, en áttu annars hver og einn sín sérstöku nöfn, sem skráð eru í fomritum okk- ar. Ég nefni aðeins að gamni Oðin, Þór, Frey, Heimdall og Baldur. For- feður okkar gerðu sér myndir úr tré eða steini af þessum guðum sínum, og til þess að hægt væri að tigna þá eins og þeim sæmdi og nauðsynlegt þótti, vom þeim reist hús, sem þeir nefndu hof. Hofin voru því eins kon- ar kirkjur forfeðra okkar, þó að bygging þeirra væri gjörólík og trú- arathafnir þeirra fæm fram með allt öðmm hætti en í kristnum sið. Óðinn hét sá, sem æðstur var allra guðanna, og bústaður hans Valhöll. Þar sat hann oft í miklu og merkilegu hásæti er Hliðskjálf nefndist, og það- an sá hann um allan heim. Nú skuluð þið taka vel eftir, því að hér er ég kominn að kjama þess, sem ég ætl- aði að segja ykkur, elstu sögunni sem til er um vitsmuni krumma. Á öxlum Óðins sátu jafnan tveir hrafnar, sem hétu Huginn og Mun- inn, og hvísluðu sífellt fréttum í eyru hans, svo að hann vissi ávallt meira en aðrir guðir. Hrafna-Flóki á leið til Islands. Svo gömul og sterk er þessi trú, að æðsti guð Ásatrúarmanna, sem flestir trúðu á fyrir mörg þúsund árum, þurfti á aðstoð hrafna að halda til þess að vita meira en aðrir guðir. Að lokum ætla ég að segja ykkur gamla þjóðsögu, sem sýnir hvort tveggja: tryggð krumma við stúlkuna sína, sem gaf honum skófirnar um veturinn, og vitsmuni hans. Bærinn Skíðastaðir í Vatnsdal stóð undir Vatnsdalsfjalli norðanverðu. Sagt er, að endur fyrir löngu hafi snjóflóð mikið fallið á bæinn og ekk- ert mannsbarn komist lífs af nema ein ung stúlka. Hún var bæði góð- lynd og viljug til allra verka og hafði því hylli húsbænda sinna og sam- starfsfólks. Ekki fékk hún þó neina sérstaka þóknun fyrir það, en mátti þó ráða skófnapottinum. Veturinn áður en skriðan féll hafði verið mjög harður, svo að þá féllu víða bæði menn og fénaður úr hungri. Gekk þá stúlka þessi mjög nærri sér til að geta hjálpað þeim, sem þar komu aumastir, og varði til þess bæði af mat sínum og skófum þeim, sem til féllu. Flokkuðust þá, eins og oft vill verða þegar þannig er ástatt, hrafnar margir heim að bæjum og höfðu það eitt sér til viðurværis, sem þeir tíndu úr ýmsu sorpi, er út var fleygt. Stúlka þessi hugsaði líka um fuglana eins og best hún gat. Alveg sérstaklega langaði hana til að geta treint lífið í hröfn- unum, ef hún mætti. Þetta tókst henni líka og varð einn hrafninn af því svo elskur að henni, að hann elti hana nálega hvert sem hún fór utan bæjar. Sunnudagsmorguninn, sem snjóflóðið féll, hafði stúlkan farið mjög snemma á fætur og eldað graut, og var hún að keppast við að skafa pottinn, áður en krummi kæmi, til þess að geta gefið honum skófirn- ar. Þetta tókst henni líka, því að þeg- ar hún heyrði til krumma úti var hún að ljúka við pottinn. Hún gekk nú út með skófímar í ausu og setti á hlaðið, þar sem hún var vön að gefa honum, en hann vappaði í kringum ausuna og flaug spottakorn út á túnið. Stúlkan fór á eftir honum með ausuna en allt fór á sömu leið. Hann vildi ekki þiggja af henni skófimar, flaug spotta og spotta og settist á milli, en stúlkan fylgdi honum alltaf eftir og vissi ekki, hvemig þessu vék við. Gekk þessi eltingarleikur, þangað til krummi var búinn að teyma hana með þessu móti langt suður fyrir tún, og stúlkan var farin að hugsa um að ganga ekki lengur eftir honum. En í sama bili heyrði hún miklar drunur í fjallinu undan skriðunni og vatnsflóðinu, sem henni fylgdi, og sá að hún var komið yfir bæinn og hafði fært hann alveg í kaf. Þannig segir sagan, að krummi hafi bjargað stúlkunni sinni góðu. 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.