Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Side 29

Heima er bezt - 01.05.1995, Side 29
Ritað Ósjálfrátt afA. Faranese Þýðing: Guðbrandur E. Hlíðar Það var málverk af ástvinu minni. Málverkið líktist meira endurskini frá spegli en venjulegu málverki, því að þegar ég horfði lengi á það, brosti hún við mér. Það var engu líkara en að hún yrði vör við augnaráð mitt, og þegar mig langaði sérstaklega að vita hvað hún aðhefðist, sýndi mál- verkið mér það alltaf. Að áliti félaga minna voru þetta sérstök fríðindi, og mér var skýrt frá, að það stafaði eigi síður af ást hennar og hugsunum til mín en af erfiði sjálfs mín til að bæta mig. Síðan var mér sýnt, hvemig þessi lifandi mynd varpaðist á ljós stjörnu- sviðsins og endurvarpaðist þaðan í ramma í herbergi mínu, en þetta get ég ekki skýrt nánar í þessari frásögn. Önnur gjöf ástvinu minnar var hvítur rósaknappur, sem stóð í litlum vasa og virtist aldrei blikna né visna, en var alltaf ferskur og ilmandi, eins konar tákn ástar hennar, og því nefndi ég hana rósina mína. I jarðlífinu þótti mér svo vænt um blóm, og ég hafði ekkert augum litið síðan þau, sem ég sá ástvinu mína leggja á leiði mitt. I þessu landi voru engin blóm, hvorki blöð né strá, tré eða runnar, jafnvel ekki illgresi, því að hinn 4. hluti þurri, ófrjósami jarðvegur, sem var skapaður af eigingirnd okkar, var ófrjór fyrir blóm og grænar jurtir. Þegar ég skýrði henni frá því, en þá hafði ég öðlast styrk til þess að stjóma hendi hennar og skrifa stuttar fréttir, að ekkert fagurt bæri fyrir augu mér nema myndina af henni, bað hún um að það væri heimilað að gefa mér blóm frá henni. Þá setti einn af andavinum hennar þennan hvíta blómknapp í herbergi mitt, og þegar ég hvarf aftur af jarð- sviðinu og frá henni, var hann þar. Þið, sem eigið svo mörg blóm að þið hirðið ekki nægilega um þau og látið þau visna úr vatnsskorti, ættuð að vita eða skilja, hve þetta blóm gladdi mig mikið og hve vænt mér þótti um það og myndina af henni ásamt nokkrum vingjarnlegum orð- um, sem hún skrifaði mér eitt sinn. Þau voru mér svo kær, að ég hefi tekið þau með mér frá einu sviði til annars, eftir því sem þroski minn óx, og ég vona að ég kunni að meta þau um alla eilífð. Frá þessu rökkurlandi fór ég í margar ferðir og sá mörg lönd, sem öll báru merki gróðurleysis og auðn- ar. A einum stað var dalur með dökku grágrýti á báðar hliðar og yfir honum var hvolf af þessum rökkva himni. Þar var hvorki gras né vanhirtur runni, og engan vott lita eða birtu var að eygja nokkurs staðar, aðeins þessa drungalegu, gráu liti. Þeir, sem dveljast í þessum dal, höfðu lifað eigingjömu lífi á jörðinni og lokað hjörtum sínum fyrir allri fegurð og yl óeigingjamrar ástar. Þeir höfðu lifað aðeins fyrir eigin hag, eigin ánægju og metnað og nú eygðu þeir ekkert annað en sjálfa sig og eigið harða og sjálfumglaða líf og grátt huggunarleysi umhverfisins. I þessum dal reikaði fjöldi órólegra sálna um. Þó var það furðulegt, að þær höfðu verið svo uppteknar af sjálfum sér að þær sáu ekkert annað. Þessir ógæfusömu andar sáu ekki hver annan fyrr en í fyllingu tímans, þegar ósk fæddist þeim að vera og gera eitthvað fyrir aðra. Þá fyrst gátu þeir greint aðra anda kringum sig. Með því að stuðla að hag annarra bæta þeir eigin hag, þar til vanþróuð samúð þeirra með öðrum þroskast að lokum og hinn drungalegi dalur Heimaerbezt 173

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.