Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1995, Síða 34

Heima er bezt - 01.05.1995, Síða 34
okkar lágu á ný saman, eftir mörg ár, þá vöknuðu tilfinningar mínar á ný, fullar reiði og biturðar, en tíu sinnum sterkari en unnt er í jarðlífinu, því að andar hafa svo langtum meiri hæfi- leika til nautna, gleði eða þjáninga, elsku og haturs en þeir, sem dveljast sljóir í jarðlíkamanum og þannig eru tilfinningar anda miklu næmari og sterkari. Þegar ég nú var aftur í nærveru þessa manns, vaknaði á ný ósk mín um hefnd, sem ég hafði lengi frestað, og um leið og ég óskaði þess, datt mér í hug sérlega djöfulleg leið til þess að koma nú fram hefndum. Ósk mín um hefnd dró til mín anda frá lægstu sviðum undirheima, svo svarta og óhugnanlega, að ég hafði aldrei áður séð slíkar verur eða í martröð dreymt um að væru til. Þessar verur geta ekki lifað á jarðsviðinu eða á lægri sviðum, nema þar séu verur andlega skildar þeim, eða sterk segulmögnun, sem dregur þá þangað og heldur þeim þar um hríð. Þó þeir birtist sem svar við slæmri ósk frá jarðarbúa eða anda á jarðsviðinu geta þeir þó ekki dvalið þar lengi, og þegar segulkrafturinn minnkar missa þeir, líkt og þráður, sem slitnar sundur, festu sína og steypast á ný niður á sín dimmu svið. Á óróatímum, þegar gremja og reiði ríkja, t.d. í byltingu þegar þjóðir brjótast undan oki með blóðugri byltingu, þegar ekkert kemst að annað en æstar tilfinningar og grem- ja, mun reiðin og hefndarþorstinn draga að þeim slíkan hóp af þessum dimmu verum að jafn hræðilegir at- burðir gerast og í frönsku stjómar- byltingunni þegar þjáð þjóð braust undan oki sínu og æstum lýðnum var um skeið stjórnað af þessum öndum, sem eru sannir djöflar. í mínu tilviki hópuðust þessar hræðilegu vemr kringum mig með fögnuði, hvísluðu í eyra mér og bentu á leiðir til hefndar, svo einfaldar og léttar en um leið svo óhugnanlegar og klækjóttar að ég þori ekki að festa þær á pappír, svo að ég gefi ekki um leið einhverjum örvæningarfullum hugmyndina, sem þá mundi falla sem slæmt sæði til jarðar og af því uppskerast slæmir ávextir. Endranær hefði mér boðið við þessum verum og andstyggilegum tillögum þeirra, en nú í æstu skapi bauð ég þær velkomnar og var að því kominn að þiggja hjálp þeirra til hefnda, þegar rödd ástvinu minnar náði eyra mínu líkt og klukkna- hljómur, en eym mín voru aldrei dauf fyrir rödd hennar. Röddin hvatti mig vegna alls, sem heilagt væri á milli okkar og gagn- kvæms loforðs, að koma strax á hennar fund. Hún tjáði mér að ef ég gæti ekki samstundis látið af hefndaráformum mínum þá mundi hún sem ég elsk- aði, samt draga mig, Ifkt og með taug, frá þeim, sem ég hataði. Allur skari hinna svörtu djöfla hélt í mig dauðahaldi og reyndi að halda mér föstum. Þó losnuðu grip þeirra smám saman um leið og rödd ástvinunnar, rödd hreinleikans og sannleikans, náði meiri tökum á hjarta mínu. Þá sá ég skyndilega ástvinu mína standa í herbergi sínu með útrétta handleggi til þess að t'aka mig í faðm sér. , ■* ’ Við hlið hennar stóðu tveir skín- andi bjartir vemdarenglár, en kring- um hana var dreginn brennandi hringur, sem umlukti hana sem ljós. Þó komst ég vegna hrópa hennar, gegnum hringinn og stóð brátt við hlið hennar. Hinn svarti skari hafði í huga að fylgja mér eftir og greip í mig, þegar ég fór gegnum eldhringinn en við það brann hönd hans og handleggur, eins og væri þeim kastað í bræðslu- ofn. Með kvalar- og reiðiópi hrökkl- aðist hann burtu og hinar verumar hlógu hæðnishlátri. Með öllum þrótti ástarinnar bað ástvina mín mig að láta af hinni hræðilegu hugmynd um hefnd, og lofa henni að láta aldrei framar undan svo lágum hugsunum. Hún spurði hvort hefndin væri meira virði en ást hennar. Ef svo væri mundi það reisa óyfirstígan- legan múr á milli okkar, múr minnar óhugsuðu, syndsamlegu hefndar. Var ást mín til hennar þá ekki meira virði? I fyrstu vildi ég ekki og gat ekki látið undan, en að lokum tók hún að gráta og þá bráðnaði hjarta mitt eins og tár hennar væm heitir dropar af hjartablóði hennar, sem féllu á það til þess að bræða ís hjarta míns. I biturri sálarangist yfir að hafa valdið gráti hennar, kraup ég á kné við fætur hennar og baðst fyrirgefn- ingar fyrir óguðlegar hugsanir mínar og bað um að mega framvegis verða aðnjótandi ástar hennar mér til upp- örvunar, því að hún ætti allan huga minn, væri mín einasta von, allt sem ég ætti. Á meðan ég bað dreifðist hópur hinna svörtu anda, sem höfðu reynt að ráðast að mér og draga mig úr eldhringnum. Þeir hurfu líkt og ský eða dimm þoka, þegar vindurinn hrekur þau á burtu og þeir sukku á ný niður á dvalarstaði sína, en ég féll máttvana niður við fætur ástvinu minnar. Seinna sá ég þessa svörtu anda nálgast mig á ný en þó komu þeir ekki framar svo nálægt mér, því að nú var ég brynjaður ást ástvinu minnar og loforði mínu til hennar, en það var vöm gegn allri áleitni þeirra. 9. kafli. Því næst var ég sendur til lands, sem verður að teljast furðulegt í andaheimum. Landið var þakið ísi og snjó, „Land frostsins," en þar bjuggu allir þeir, sem í jarðlífinu höfðu haft köld tilsvör og sýnt sér- staka eigingimi. Þeir, sem höfðu kúgað og fryst, bæði eigið líf og annarra og einnig allar hlýjar hvatir og hughræringar, sem er hið raun- verulega líf hjartans og sálarinnar. Framhald í nœsta blaði 178 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.