Heima er bezt - 01.07.1995, Side 6
Borinn og
barnfæddur
Erfið byrjun
Ég var svo vesæll þegar ég fæddist að það þurfti að
skíra mig skemmri skírn, því mér var ekki hugað líf í 3
sólarhringa. Það var ekki hægt að ná í prest svo ljósa mín
skírði mig. Kirkjunni bar að staðfesta skemmri skírnina
en það dróst þar til á sjálfan fermingardaginn. Þá var ég
þarna einn af þrettán fermingarbörnum og varð að koma
fyrstur allra upp að altarinu svo presturinn gæti farið með
pistil sinn og staðfest að ég væri skírður inn í kirkjuna.
Þetta var mikið átak, skal ég segja þér, það var full kirkja
og ég var tekinn út úr hópnum. Ég var óstyrkur og lítt
undir þetta búinn. Ég var auðvitað lfka langt niðri, því
móðir mín lá fyrir dauðanum heima og þetta var ansi
erfitt.
Reyðfirðingur
Anna og Guðmundur
skömnm eftir
giftinguna 1949 í
Reyðaifjarðarkirkju.
fæddist hér á Reyðar-
firði 9. janúar 1926 og
er alinn upp í þessu
þorpi, barn kreppuáranna. Ég
fæddist í húsi sem heitir Bifröst
og stendur hér enn. Það var tals-
verð fátækt á þessum tímum,
því þetta var dæmigert lítið
sjávarþorp með ýmsu sem því
fylgdi. Við lékum okkur niðri í
fjöru og sigldum á skipum og
bátum í huganum langt út í
heim. Við vorum líka í gömlu
leikjunum eins og fallin spýta
og slagbolta og svo var auðvit-
að fótboltinn.
Það var mikið um þurftarbú-
skap, menn höfðu kannski eina
kú og nokkrar kindur, kartöflu-
garð og hænur. Þetta var mjög
algengt á þessum tíma og menn
reyndu að bjarga sér eins og þeir
gátu best miðað við aðstæður,
en eins og ég sagði áðan var
mikil fátækt og margir höfðu
ekki mikið meira en til hnífs og
skeiðar. Ég byrjaði í skóla sjö
ára gamall og þá lauk skólanum
með gamla fullnaðarprófinu,
sem við tókum 13 ára gömul.
Hér á Reyðarfirði bjuggu lík- ------------------------
lega um 360 manns á þeim tíma.
Margir unglingar voru í sömu stöðu og ég, að hafa engin
efni á framhaldsnámi, einfaldlega vegna fjárskorts. Við
fórum á vertíðir á veturna og á sfld á sumrin, sumir fóru í
vegagerð og stundum var atvinnuleysi en þetta breyttist
alveg gífurlega með hernáminu 1940. Þá var eins og
hendi væri veifað og allt breyttist, fólk fór jafnvel að sjá
peninga fyrir vinnu sína.
Foreldrar mínir hétu Rósa Sigurðardóttir og Magnús
Guðmundsson. Faðir minn var verslunarmaður um tíma,
talsvert lengi í kaupfélaginu og þar áður hjá Rolf Johan-
sen. Móðir mín dó nokkrum dögum eftir að ég fermdist
og ári síðar leystist heimilið upp og faðir minn flutti til
Reykjavíkur, þar sem hann var meðal annars við verslun-
arstörf. Foreldrar mínir bjuggu í 20 ár hér á Reyðarfirði
og eignuðust á þeim tíma níu börn, en þrjár systur mínar
voru teknar í fóstur.
Hjónin íjúní 1995.
222 Heima er bezt