Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Side 17

Heima er bezt - 01.07.1995, Side 17
tókum við okkur til nokkuð mörg og stofnuðum Sunnu- hópinn, félag sem ætlað var 50 ára og eldri. Það breyttist svo og varð Félag eldri borgara, miðað við 60 ára og eldri. Félagið okkar á aðild að Landssamtökum félags eldri borgara. Eg gegndi störfum formanns í báðum þess- um félögum þar til á síðasta ári, þegar ég baðst undan kjöri vegna veikinda minna. Þetta hefur sem betur fer borið góðan ávöxt. starfsemin er margþætt og fer vax- andi. Unnið er við föndur, haldnar skemmtisamkomur, stunduð leikfimi og sund svo eitthvað sé nefnt. Lítils háttar hef ég fengist við ljóðagerð og lagasmíðar. Vorið 1978 varð þetta ljóð til ásamt lagi á fallegum vordegi. Vor við Reyðarfjörð. Nú er vor um veröld alla, verinir sólin kalda jörð. Stillt og kyrrt um strönd og hjalla, stafalogn við Reyðarfjörð. Inn á leirum litlirfœtur léttan stíga vorsins dans. í morgunsárið grasið grætur gullnum tárum skaparans. Ríktu kyrrð um veröld víða, vorsins friður signi jörð. Ut um sjó og upp til hlíða ársól gylli Reyðarfjörð. Veikindi Yfirleitt hef ég verið fremur hraustur en 1991-1992 fór að bera á þreytu og vanlíðan sem ágerðist hægt og bít- andi. Eftir miklar rannsóknir og spítalavist kom í ljós að miltað var orðið mjög stórt og þurfti að nema það í burtu. En allt kom fyrir ekki. A þeim tíma kom í ljós að tvær hjartalokur voru farnar að gefa sig. Fylgst var með þeim með vissu millibili og annarra orsaka leitað. Margir ágæt- ir læknar komu við sögu og þrátt fyrir þekkingu þeirra og góðan vilja fannst orsök veikindanna ekki fyrr en í janúar 1994. Þá var ég lagður inn á Landspítalann og við rannsókn kom í ljós að slæm sýking var í tveimur hjartalokum og þar að auki greindist ég með kransæðastíflu. Eftir lyfjakúr í einn mánuð var gerð á mér hjartaaðgerð og þetta allt lagað. Víst var þetta erfitt, en gekk þó ótrúlega vel, þegar upp var staðið. Síðar fékk ég að vita að mjög tvísýnt hafði verið um líf mitt fyrsta sólarhringinn. Mán- uði síðar þurfti að gera aðgerð á hægri handlegg vegna blóðtappa, sem hafði myndast þar fyrr um veturinn. En allt fór þetta vel að lokum og í maí fór ég á Reykjalund í endurhæfingu. í stað annarrar ósæðarlokunnar fékk ég eins konar stálloku en eini gallinn við hana er að hún er býsna hávær! En þökk sé frábærum læknum og góðu fólki á sjúkrahúsunum. Guð blessi öll þeirra störf. Jafnaðarmaður Ég hef alltaf verið pólitískur innra með mér og líka haft af pólitík dálítil afskipti opinberlega. En ég varð jafnað- armaður skal ég segja þér einfaldlega innan við fermingu og hvers vegna - jú, vegna þess að mér fannst ég sjá svo víða mikið óréttlæti og mikinn ójöfnuð í samfélaginu. Þetta blundaði svo í mér alla tíð. Þegar ég mátti kjósa í fyrsta sinn varð ég að gera það upp við mig, hvort ég ætl- aði að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn eða Sameiningar- flokk alþýðu-Sósíalistaflokkinn. Alþýðuflokkurinn varð fyrir valinu. Þegar ég kom til Reykjavíkur fór ég örlítið að vera með og 1974 var ég í framboði. Þá buðu fram sameiginlega Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Ég lenti þá í borgarstjórn sem varamaður Björgvins Guðmundssonar, en hann var í fyrsta sæti list- ans. Ég sat sem varamaður í borgarstjórn þangað til ég flutti hingað austur 1977. Ég hef alla tíð verið jafnaðar- maður í hjarta mínu, nánast frá blautu barnsbeini. Ég hét því þegar ég var ungur og komst ekki áfram til mennta að ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til að þessu yrði breytt og taka þátt í því að ungmenni framtíðarinnar þyrftu ekki að búa við það að geta ekki farið í skóla vegna fátæktar. Þess vegna höfðaði jafnaðarstefnan til mín og ég hef reynt að vera þessum æskuhugsjónum mínum trúr. Starfslok fram undan Ég má vinna út næsta ár en af því að fræðsluskrifstofan verður lögð niður 1. ágúst 1996 með yfirfærslu grunn- skólans til sveitarfélaga, hætti ég þann sama dag í síðasta lagi. Það leggst vel í mig að hætta að vinna, því ég kvíði ekki ellinni. Ég hlakka beinlínis til elliáranna því ég hef nóg að gera. Ég tel mig vera félagslyndan og á marga vini og góða kunningja og mörg áhugamál. Ég hef svolít- ið unnið í kirkjumálum og var kosinn á kirkjuþing 1986 án þess að vita að það stæði til. Ég sá það bara í Morgun- blaðinu einn góðan veðurdag, að ég hefði verið kjörinn á kirkjuþing! Sóknarnefndir allra prestakalla kjósa leik- menn á kirkjuþing en prestarnir fulltrúa sinn. Við erum fulltrúar Austfirðinga núna, ég og séra Einar Þór Þor- steinsson prófastur á Eiðum. Ég sat í kirkjuráði 1990- 1994 eða þangað til í haust sem leið. Þá óskaði ég eftir því að vera ekki í kjöri til kirkjuráðs vegna veikinda minna. Ég er þó enn kirkjuþingsmaður og verð áfram ef guð lofar til 1998. Þetta er tíu daga þing sem haldið er á hverju ári. Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.