Heima er bezt - 01.07.1995, Page 29
27. Þótti vatn úr vígðum brunnum
eins og Gvendarbrunnum heil-
næmara en annað vatn?
28. Kannast heimildarmaður við
að talið væri græðandi og heilsubæt-
andi að velta sér í Jónsmessudögg?
29. Kannast menn við morgunleik-
fimi (Möllersæfingar)?
30. Hvernig var læknisþjónustu
varið í heimabyggð þinni?
31. Kannast heimildarmaður við
smáskammtalækna, grasalækna og
hómópata? Hverjir voru þeir? Var
gerður greinarmunur á þessu þrennu
og þá hver? Hverjir voru kallaðir
skottulæknar? Hvaða ráð gáfu þessir
læknar oftast? Þótti stundum þægi-
legra að leita til þeirra en stjórnskip-
aðra lækna?
32. Var auk þess til fólk, sem oft
var leitað ráða hjá í veikindum, án
þess að það skreytti sig með nokkru
læknisheiti? Hvort voru það frekar
konur eða karlar? Þekkist slíkt fólk
enn?
33. Var nokkuð, sem þótti ein-
kenna ólærða lækna, til dæmis lækn-
ishendur eða augu? Hafði þetta fólk
einhvers konar menntun?
34. Kannast heimildarmaður við,
að það orð gengi af sumu fólki, að
það gæfi sig út fyrir að kunna til
lækninga, af því það væri of latt til
venjulegrar vinnu?
35. Hvenær var kallað á ólærða
lækna? Var það um leið og einhver á
heimilinu kenndi sér meins, eða eftir
að húsráð höfðu verið reynd? Hvort
var frekar kallað á þá áður eða eftir
að leitað var til héraðslæknis?
36. Kannast menn við drauma og
fyrirboða vegna veikinda?
37. Þekkir heimildarmaður dæmi
um lækningar miðla eða með handa-
yfirlagningu? Hverjir stunduðu
þannig lækningar? Könnuðust menn
við huldulækna eða huglækna? Sáust
líkamleg merki eftir slíka lækningu,
svo sem stunguför eða rispur? Hver
Verkfæraskápur Gunnlaugs lœknis
Einarssonar (1892-1944).
(Nesstofusafn).
var afstaða fólks til andalækninga?
38. Hvenær þótti næg ástæða til að
leita héraðslæknis?
39. Hver var helst valinn til að
sækja lækni? Réð tilviljun því, hver
varð fyrir valinu eða voru það jafnan
hinir sömu?
40. Segið frá bæði mistökum
lækna og kraftaverkum þeirra, sem
þið hafið heyrt um eða orðið vitni
að.
41. Hvernig var búið um sjúklinga,
ef flytja þurfti þá milli staða? Eftir
hverju voru menn valdir til sjúkra-
flutninga? Kannast heimildarmaður
við sjúkraflutninga á handbörum,
kviktrjám, hestbaki, vögnum, bílum
eða flugvélum?
G) Lækningajurtir
42. Hvaða jurtir voru notaðar til
lækninga? Lýsið söfnun lækninga-
jurta. Hvar og hvenær fór söfnun
fram? Var það breytilegt eftir því,
hvort safnað var stöngli, laufum,
blómum eða rótum?
43. Lýsið þurrkun og geymslu, ef
jurtirnar voru ekki soðnar til lyfja,
þegar eftir tínslu?
44. Segið frá lækningamætti ein-
stakra grasa miðað við tiltekna
kvilla. Var mismunandi tegundum
blandað saman til lækninga? Voru
þær þá soðnar saman í potti eða hver
tegund sér? Lýsið suðu lækninga-
jurta og geymslu grasalyfja.
45. Hvað nefndust grasalyf? Var
miðað við ákveðna skammta í inn-
töku?
46. Voru jurtir einnig notaðar í
smyrsl til lækninga á bólgum, ígerð
og sárum? Lýsið grasasmyrslum,
samsetningu, suðu og geymslu. Voru
jurtablöð lögð við bólgu og sár (t.d.
græðisúra, hófblaðka, fífilrótarblöð,
heimulunjóli)? Var þá ekki sama,
hvort borð blaðanna sneri að hörund-
inu og við það miðað hvort blaðið
Blóðhorn, blóðkoppar og barnstúttur.
átti að draga gröft eða græða? Voru
mismunandi orð notuð um efra og
neðra borð jurtablaða?
47. Voru ósoðnar (ferskar) jurtir
notaðar til lækninga á sóttum eða
hörgulsjúkdómum (t.d. skarfakál)?
48. Voru tré, runnar eða einstakir
hlutar þeirra notuð til lækninga (t.d.
reynir, víðir, einir)?
49. Voru mosar, fjallagrös og skóf-
ir á steinum notuð til lækninga og þá
hvernig?
50. Voru sveppagró (kerlingareld-
ur, skollaeldur) notuð til græðslu eða
annarra lækninga og þá hvernig?
51. Var einhver sjávargróður not-
aður til lækninga og þá hvernig?
Heima er bezt 245