Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Page 33

Heima er bezt - 01.07.1995, Page 33
g hafði líka haft spurnir af því, að hann hefði aflað sér mikils fróðleiks um íslenska steina, bæði með lestri bóka og við- ræðum við margan fróðan manninn, og það reyndar svo, að ekki myndu margir standa honum framar á sviði íslenskrar steinafræði í dag. Húsið Markholt 20 er lágreist ein- býlishús, og innan dyra sem utan þeirra situr snyrtimennskan í fyrir- rúmi. Hér eru allir hlutir á sínum stað. Hér búa þeir frændurnir Níels og Bjarni Jónsson tveir einir, en þar sem Níels er nokkuð farinn að heilsu, Fyrir nokkru bauðst mér óvænt tækifæri til þess að heimsækja einn af eldri borgurum Mosfellsbæjar, fyrrverandi bónda og steinasafnara, Níels Bjarnason, til heimilis að Markholti 20 þar í bæ. Ég hafði heyrt, að Níels hefði um langan aldur eytt miklum tíma í steinasöfn- un og að nú ætti hann orð- ið allmikið safn íslenskra steina og að margir þeirra væru afar fallegir og sjaldgæfir. Níels Bjarnason. hefur hann nokkra húshjálp þann hluta dagsins, sem Bjarni er fjarver- andi vegna vinnu sinnar. Það, sem hér fer á eftir, er rabb okkar Níelsar, og að vonum er það hann, sem gerir fyrst grein fyrir sér og ævi sinni í stórum dráttum. Ég heiti fullu nafni Níels Bjarna- son og er fæddur 6. janúar 1913 að Keldu í Mjóafirði við ísafjarðardjúp. Foreldrar mínir voru hjónin Bjarni Jónsson og Ólöf Halldóra Einars- dóttir í Skálavík við Mjóafjörð, og þaðan stundaði faðir minn sjó og landbúnaðarstörf. Þegar ég var 2ja ára fluttu foreldrar mínir að Seljalandi í Gufudalssveit, A-Barðastrandarsýslu, og voru þar næstu tvö árin. Þaðan lá leiðin að Deildará á Skálmanesi (A-Barð.), og þar voru þau næstu sjö árin, en flutt- ust þá að Vatnsfjarðarseli í Reykja- fjarðarhreppi við Djúp. Þegar foreldrar mínir fluttu frá Deildará, varð ég þar eftir hjá hjón- unum Jóni Jónssyni og Ástríði Ás- bjarnardóttur, og var ég þar til áranna 1946 eða 1948, en þá flutti ég að Gervidal og hóf þar búskap. Bærinn Gervidalur er fyrir botni Isafjarðar, Heima er bezt 249

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.