Heima er bezt - 01.07.1995, Síða 37
Guðjón Baldvinsson:
Komdu
nú að
kveðast á
33. þáttur
ið byrjura að þessu sinni á fallegu ljóði eftir
Mörtu S. Jónasdóttir, sem hún yrkir um fyrrum
heimasveit sína, Eyjafjöllin, en ljóðið nefnir
hún
Fjöllin mín
Eg man ykkur, hjartkœru jjöllin mínfríð,
með fannhvíta jökulinn há.
Blikandi lindir í blómgaðri hlíð
og brosandi rósirnar smá.
Þar sœlt er að una um æskunnar ár
við indælan heiðlóuklið.
Við háfjallabogann skín himinninn blár,
en úthafið ströndina við.
Þar margur er hrífandi fannhvítur foss
semfellur af gljúfrabrún há,
færandi bláfjólum brennandi koss
er brosandi vaka þar hjá.
Þá kvöldsólin fögur með geislandi glóð
gullroðar jökulsins tind,
ogfjólublá móða er umfjöllin mín hljóð.
Egfegurri enga lít mynd.
Aðalheiður Kristinsdóttir, búsett í Svíþjóð, yrkir eftir-
farandi
Erfiljóð eftir Skjóna
Göfug var og lund þín létt,
Ijósið bjart í augum,
þegar fimurfórst á sprett,
fjörið brann í taugum.
Fœ ég aldreiframar sjá
framstœð eyrun kvika,
eðafögnuð, fjör og þrá
ífögrum augum blika.
Við þín léttu, Ijúfu spor
laugaðist sál mín gleði,
er glettnisfas en þrek og þor
þínum sprettum réði.
Fœ ég aldrei framar sjá
fákinn góða, snjalla,
í sál minni er sorg og þrá
á samfylgd hans að kalla.
I draumum mínum dýrðlegt er
dúnmjúkt bak þitt sitja.
Mínu er lýkur lífi hér
lofmér þín að vitja.
Þá sleppum við okkar ágæta Kára Kortssyni lausum út
á vísnaakurinn, en hann yrkir hér um ýmislegt, sem fyrir
hann hefur borið:
Ferðafélagar
Hófar snöggir hamra grund,
hvín ífaxi vindur,
hestur, maður, mjög er stund
mild er saman bindur.
Fjallstoppur
Skoðar heimsins lýð og lönd,
Heima erbezt 253