Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Síða 41

Heima er bezt - 01.07.1995, Síða 41
hefur sína töfra eins og forðum. Við erum komin að Markarfljóti; þar er Stóri Dímon og Litli Dímon og leið- in inn í Þórsmörk. Þarna meðfram veginum eru tún nýslegin. Mig langar að fara að snúa heyinu, en það finnst dótturinni að mér komi lítið við. Fyrr en varir erum við komin að Seljalandsfossi. Þar er bílnum lagt við vegarbrún og gengið upp að fossinum. Þarna er mikil tilbreyting í framrás vatnsins, stundum hverfur það í ósjáanlegum farvegi. Þarna eru margir skorningar og skútar, þar sem bumirótin grær. Þarna eru fallegir sumarbústaðir og umhverfið fagurt og vingjarnlegt, en tíminn líður og áfram er haldið. Við erum komin að þeim stað, sem nefn- ist Drangshlíð. Þar er ákveðið að nema staðar og snæða nesti, því að klukkan er farin að ganga eitt. Við berum nestið upp að stórum klettadrang, sem er þarna í túninu. Þarna við rætur klettanna er notalegt að fá sér mat og hvílast. Nokkrar kindur eru þarna á beit, grunlausar um allt, sem um þær er talað. Drangshlíðin er þeirrar náttúru, að stórir skútar eða hellar eru inn í bergið. Þar fyrir framan er röð af peningshúsum og holrúmið í berginu nýtt sem heystæður eða geymslur. Nægjusemi og nýtni liðins tíma talar hér sínu máli. Meðan mæðgurnar, Anna og Dísa, flatmaga í sólvermdri hlíðinni í nánd við sauðkindur, fer ég í könnunar- ferð um þessi gömlu hús. Það er kannski ekki langt síðan að allt var hér í fullum rekstri, en ég held að það sé ekki lengur, þó má sjá bundið hey í geymslum. Tímans tönn virðist komin þarna í spilið, og niðri á sléttri grund stendur gamall bátur. Eftir góða hvíld á þessum skemmtilega stað er ferðinni haldið áfram. Uti um öll tún er verið í hey- skap, trúlega er það há, sem á að nást í hús. Skröltandi traktorar, bindivélar og heyvagnar, allt er í gangi. Við erum komin á móts við Skóga. Þar er hinn glæsti Skógafoss og byggðasafnið og húsin hans Þórðar, þarna er skóli og aðrar stórfallegar byggingar. En fararstjórinn stefnir bílnum upp bratta og grýtta vegar- slóð inn á Fimmvörðuhálsa. Þegar þangað er komið, blasir við mikið út- sýni yfir staðinn, tún og eyðisanda, allt á haf út. Inn til landsins ber jökla við himin, umvafða mikilli birtu frá skini sólar. I áttina til Eyjafjallajök- uls eru gróin landsvæði, en þau eru ekki samfelld; þarna hafa stormar og sandfok sargað landið sundur í mis- stórar einingar. Þarna er leikinn hringdans um hin grónu svæði, og víða má sjá rætur og gróinn svörð hanga í lausu lofti, undirstaðan er fokin burt. En á þessari stund er eng- Fyrirframan hellismunna að Drangshlíð. in hreyfing, það er logn urn land og 1 láð. Úti um holt og hæðir eru dreifðir r fjárhópar að bíta gras í sælli ró. Við i horfum inn til öræfanna. Hvernig stendur á því, að upp í hugann kemur < vinur okkar allra, Ómar Ragnarsson? | Næsti áningarstaður er í Vík í s Mýrdal. Þar er greiðasala við veginn, l og við fáum okkur kaffi og bensín á t bílinn. Þarna er hægt að taka lítil i sumarhús á leigu, sjá má útlenda r ferðamenn, og á planinu stendur s fiskibáturinn í Vík. Hann gengur c jafnt um sjó og land. Eftir að hafa dvalið um stund í Vík, er stefnan tekin inn Kerlingar- dal. Þar eru sérkennilegar kletta- myndanir, kannski ekki ólíkt og að vera kominn til tunglsins. Þarna inn frá eru Höfðabrekkuheiðar, Mýrdals- jökull og Höfðabrekkujökull, og skriðjöklar blasa við augum. Við höldum sem leið liggur, þar til við blasir Múlakvísl, sem dreifir sér í mörgum álum um allauðnarlegt sandflæmi, og yfir gnæfir jöklaheim- ur. Þarna virðast alltröllslegar ham- farir geta átt sér stað. Við virðum þetta fyrir okkur um stund, en síðan er haldið sömu leið til baka. Það er víða numið staðar, því þetta er falleg leið og hinar sérkennilegu kletta- myndanir hafa aðdráttarafl, sem vek- ur áhuga ferðalangsins. Kerlingardalurinn er á einum stað gróinn og friðsæll og lítil á rennur þar fram. Þar eru skemmtileg tjald- stæði. Ófleygur fíll uppi á brekku- brún ætlar bæði að hlaupa og fljúga, en niðurstaðan er sú að hann kútvelt- ist kollhnís niður brattann. Eg geng meðfram ánni, degi er tekið að halla, sól að ganga til vesturs. Það er logn og mildi. Það er búið að ákveða að gista á Heima er bezt 257

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.