Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1995, Page 53

Heima er bezt - 01.07.1995, Page 53
Bergur Bjarnason, kennari: Náhval- urinn 4. Ixluti í þessum þætti datt mér í hug að segja ykkur frá einni af þeim skemmti- legu og fróðlegu ferðum, sem við strákarnir feng- um að fara öðru hverju, þegar gott var veður. Það voru ferðirnar út að sjón- um, „út á reka,“ eins og við kölluðum þær oftast. g sagði ykkur í fyrsta þætti, að æskuheimili okkar, Vell- ir í Lónafirði, væru skammt frá sjó, nánar til tekið í um það bil 4 kílómetra fjarlægð. Raunar fengurn við að fara þangað býsna oft, ef okkur var ekkert sér- stakt ætlað að vinna heima og veðrið var gott. Okkur var það líka öllum mikið áhugamál, og við eigum tæp- ast ánægjulegri minningar frá upp- vaxtarárunum en þær, sem tengjast þessum rekaferðum. Það brást aldrei, að við fengjum að sjá eitt- hvað forvitnilegt og fróðlegt í ríki náttúrunnar bæði á sjó og landi. Til dæmis sáum við ævinlega nokkra seli, sem léku sér utan við ströndina, og oft algengustu hvalina okkar, hnísu og hrefnu... Um seli og hvali þarf ég seinna að fræða ykkur í sér- stökum þætti. Þá brást heldur ekki, að við sæjum hverju sinni margar tegundir fugla. Það var alltaf jafn gaman að virða fyrir sér blessaðar skepnurnar og tala um þær. Ef til vill vakti þó annar þáttur rekaferðanna ennþá meiri eftirvænt- ingu í brjóstum okkar strákanna en kynnin við dýrin. Það var eftirvænt- ingin mikla um, hvort við fyndum ekki eitthvað skrítið og skemmtilegt úti á reka, eitthvað sem sjórinn hafði nýlega skolað á land. Það skal ég segja ykkur, vinir mín- ir, að ég man aldrei eftir að við fynd- um ekki eitthvað, sem við höfðum mikla ánægju af. Eins og þið getið nærri, þótti okkur mest varið í að finna einhver verðmæti, sem við gætum vísað til, þegar heim kæmi, og þau voru einkum fólgin í því timbri, sem rak árlega upp á strönd- ina misjafnlega mikið, og notað var á margvíslegan hátt. Kom sér það oft vel, ekki síst fyrir föður minn, sem var ágætur trésmiður og smíðaði marga góða gripi úr gæðaviði, sem rak á land öðru hverju. Það var ekki lítil ánægja að koma úr slíkum ferð- um og geta sagt frá stórum trjám, sem rekið hafði í síðasta brimi, vönduðum borðum, plönkum eða tunnum. Brugðu þá hinir fullorðnu fljótt við og björguðu verðmætun- um, sem annars hefðu kannski skol- ast burt á næsta flóði. Hitt var þó kannski ennþá skemmtilegra fyrir okkur krakkana, að við fundum alltaf eitthvað, sem við máttum eiga sjálfir og gátum bætt í gullasafnið okkar, eitthvað, sem vakti mikla kátínu og gleði. Má þar einkum nefna marglita steina og skeljar, alls konar flöskur og glös, kubba og korka, smádýr af ýmsu tagi og sitthvað fleira. í sumum þessum ferðum fundum við líka dauð dýr, bæði fiska og spendýr, og vorum alltaf við því búnir, að það gæti gerst. Auðvitað fannst okkur ætíð mikið til um það, eins og þið getið nærri. Minnisstæðasta ferðin af því tagi er þó tvímælalaust, þegar við fund- um skrítnu skepnuna með tönnina stóru. Skal ég nú að lokum segja ykkur söguna af henni. Það var komið fram í mars, sólin var farin að hækka mikið á lofti og veður var hið besta. Við höfðum fengið að fara út á reka eitt sinn sem oftar, og höfðum fundið sitt af hverju, sem okkur þótti mikið varið í. Allt í einu tók Ámi bróðir minn eftir einhverri þúst, sem lá vestur á rekanum í nokkurri fjarlægð, og vakti athygli á henni. „Já, hvað skyldi þetta vera?“ sagði Daddi spekingslega. „Ég held það sé áreiðanlega ekki spýta...“ Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.