Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 5
Arnheiður Guðlaugsdóttir rœðir við Tómas Tómasson fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík Sparisjóðs- stjórinn flytur ávarp við opn- un útibús Sparisjóðsins í Grindavík í ágúst 1987. „Lagði aídrei stein í götu samstarfs“ Tómas er fæddur í Grindavík og þegar hann var að alast þar upp var þetta lítið sjávarþorp og að mörgu leyti einangr- að. Þangað lá lítt greiðfœr vegur þvert yfir Reykjanesskagann. Hann fóru aðeins þeir sem brýnt erindi áttu í þorpið litla með hraunbreiðurnar og fjallið Þorbjörn á aðra hönd og sjóinn á hina. Iþorpinu var lífið fiskur. Grindavík er sögumeiri staður en margur hyggur því þar hefur verið byggð frá því á landnámstíð að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans námu þar land svo sem segir í Land- r námu. A miðöldum voru þar haldnar kaupstefnur sem sóttar voru bœði af enskum og þýskum kaupmönnum og svo mikils- verður var staðurinn til höndlunar að látið var sverfa til stáls um yfirráð yfir versluninni. Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.