Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 37
Frá bæjarráðsfundi í Keflavíká níunda áratugnum. Talið f.v.: Ólafur Björns- son útgerðarmaður, Tómas, Steinþór Júlíusson bœjarstjóri, Guðjón Stefáns- son núverandi kaupfélagsstjóri í Keflavík og Sœþór Fannberg þáverandi bæj- arritari. Framhald afbls. 213 Ef það er eitthvað sem er þess eðl- is að ég geti hælt mér af er það að veita brautargengi öllu samstarfi sem hugsanlega gat orðið í þessu sveitarfélagi. Ég lagði aldrei stein í götu samstarfs. Til þess hef ég ávallt hvatt þar sem því verður við komið. Ég tel líka að stöðugt aukið sam- starf í málefnum sveitarfélaganna krefðist nánast sameiningar því þeg- ar um svo miklar ijárreiður er að ræða sem notaður er til sameigin- legra verkefna er varla hægt að henda reiður á þeim nema þær séu undir sameiginlegri stjórn. Langmerkasta samstarfsverkefni sveitafélaganna nú er Fjölbrauta- skólinn og það þýðingarmesta Hita- veita Suðurnesja sem hefur sparað stórfé. Mörg framtíðarfyrirtæki eiga eftir að þróast út frá hitaveitunni, jafnt í iðnaði sem ferðaþjónustu. Sameiginleg sorphirða og sorp- brennsla í staðinn fyrir að urða sorp, þjónusta við elliheimili, sjúkrahús og heilsugæslu allt er þetta af hinu góða. Og nú eru hafnirnar komnar í samstarf. Reykjanesbær, Sandgerði, Garður og Vatnsleysustrandahreppur mynda eitt hafnarsamlag. Stundum hafa heyrst þær raddir frá Keflvíkingum að við sem hér byggjum værum aðeins að taka á okkur auknar byrðar með þessari samvinnu. Við gæt- um gert þessa hluti sjálf og þyrftum ekki á samstarfí að halda. En það er skoðun mín að allir hagnist á þessari samvinnu. Þetta verður ekki sundur skilið. Allt er þetta eitt atvinnusvæði og hagsmunir fólksins þeir sömu.“ Nábýlið við varnarliðið „Mikill fjöldi manna héðan úr Kefla- vík og nágrenninu hefur haft sína at- vinnu á „Vellinum“ og svo hafa margar bandarískar íjölskyldur búið hér í Keflavík. Það er ekki hægt að segja að um nokkra árekstra hafi verið að ræða í þessu nábýli og mér hefúr alltaf fundist of mikið gert úr vandamálum vegna ná- býlis við vamarliðið og því jafnvel haldið fram að við værum ofúrseld er- lendum áhrifum. Það má líka segja að margt hafi verið af hinu góða. Allir þeir sem unnu á Vellinum lærðu og töluðu ensku í vinnunni. Og öll sveitarfélögin hér í kring, önn- ur en Keflavík, hafa tekjur af Vamar- liðinu þar sem þau eiga land upp á Völl og fá því greidd aðstöðugjöld af ís- lensku fyrirtækjunum sem þar eru. Keflavík hafði engar tekjur af að- stöðugjöldum og hafði þannig engra hagsmuna að gæta sem sveitarfélag. Hinsvegar hafði bærinn hagsmuna að gæta vegna þess að fjöldi manna úr Keflavík hafði atvinnu sína þar og margar bandarískar fjölskyldur leigðu íbúðir hér.“ /félagsmálum af lífi og sál Tómas segist sjaldan hafa haft eins mikið að gera og eftir að hann hætti vinnu árið 1994. Hann hefúr lengi haft mikinn áhuga á félagsmálum. Starfað í Lionshreyfmg- unni, var einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur og fyrsti formaður klúbbsins 1956-57. Umdæmisstjóri Lionshreyfing- arinnar á í slandi 1960-61. Hann var einn af stofnendum Odd- fellowstúku í Keflavík 1976 og fyrsti yfirmeistari hennar. Frá árinu 1989 hef- ur Tómas verið í yfirstjóm Oddfellow- reglunnar á Islandi. „Það má segja að ég stundi þessi fé- lagsmál af lífi og sál og er alltaf að læra eitthvað nýtt, öðlast nýja reynslu og fá kraft frá þeim sem maður hittir og um- gengst. Þetta á við þótt kominn sé á minn aldur. Ég hef líka alla tíð haft ótakmarkaðan áhuga á íþróttum, er með íþróttadellu þótt ég hafi aldrei stundað neinar íþrótt- ir að ráði sjálfur. Frá unga aldri hef ég fylgst með öllu í sambandi við íþróttir. Ég hef alltaf stutt íþróttahreyfinguna með ráðum og dáð hvort heldur sem Sparisjóðsstjóri eða sem fulltrúi í bæj- arstjóm. Ég hef síðan stundað golf, en byrjaði þó allt ofseint þannig að ég næ kannski engum árangri en ég geri þetta mér til ánægju. Og nú er konan byrjuð að vera með mér í golfinu. Heima er bezt 237

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.