Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 35
_ Heldurðu að leigupeningar þeirra klingi eitthvað verr en annarra? spyr hún á móti. - Ef þeir klingja þá nokkurn tílman, Petrína. - Ekki finnst mér nú stórmannlegt Agata, að hafa ffammi svona getsakir um fólk að ósekju. - Jæja, verði ykkur að góðu, sama er mér. Eg var nýlega með saumaklúbb á heimili minu, þar sem gert var fínt grín að því að nýi presturinn væri bú- inn að „ffelsa“ Bóas Jensen og hann virtist ekki lengur höndla í „Rikinu,“ fengi engar póstsendingar að sunnan þótt gamlir félagar fengju þær að vanda. Heyrið þið ekki haleljúasöng af effi hæðinni? Petrína lítur fast á mágkonu sína: - Presturinn „ifelsar“ engan, Agata, ekki heldur þú eða ég. Það gerir hann einn, sem dó á krossi fyrir synduga menn. En köllun prestsins er að flytja okkur fagnaðarboðskapinn um hjálp- ræði hans og nýi presturinn rækir þá köllun sína eins og honum ber. Mikil hlýtur sú andans fátækt að vera í þess- um saumaklúbbi, sem þú tilheyrir, ef þið hafið ekkert annað til að gamna ykkur við en hæðast að slíkum mál- um. En til að auðga þig ögn af skemmtiefni fýrir næsta saumaklúbbs- fund, skal ég upplýsa þig um að að séra Grímkell kemur vikulega heim til Bóasar Jensen, og hefur samverustund með honumog fjölskyldu hans, þar sem fram fer biblíuffæðsla og það er einnig til ffásagnar að vð hjónin njót- um góðs af og sækjum þessar ffæðslu- stundir á efri hæðinni, okkur til upp- byggingar og ómældrar blessunar. Vonandi verða slíkar ffæðslustundir fastur liður í safnaðarstarfi Súlnavogs- kirkju áður en langt um líður. Og hver veit nema þið í saumaklúbbnum finn- ið ykkur einhvem tíma eiga erindi þangað. - Naumast að þið eruð hrifin af þessum nýja presti. Hann skyldi þó ekki hafa fengið leigða efri hæðina hjá ykkur fyrir Bóas Jensen? - Ó, jú, Agata. Nýi presturinn sá það, sem þú, formaður barnaverndar- nefndar hefúr séð og vitað lengi, að börn bóasar jensen hírðust í niðurgraf- inni kjallaraholu, sem naumast hefúr getað talist íbúðarhæf, en látið þig engu varða. Séra Grímkell á heiðurinn af því að þessi nauðstadda fjölskylda býr nú í mannsæmandi húsnæði. Agata hriðir ekki um að svara þess- ari síðustu ádrepu. Henni þykir nóg komið. Hún hefúr greitt vaming sinn, þrífúr innkaupapokana og snarast til dyra. - Far vel, mágkona, kallar Petrína glettnislega á eftir henni en fær ekkert svar og útidyrahurð kaupfélagsins fell- ur þungt að stöfúm. Petrína kemst nú loks að. Hún gerir upp reikninga sína í snatri og hverfúr á braut. Lísa varpar öndinni létt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær mágkonur leiða saman hesta sína við afgreiðslu- borðið í kaupfélaginu og hún hafl gaman af. Alltaf skal Agata hefja orra- hríðina en Petrína eiga síðasta orðið, hugsar hún og bíður næsta viðskipta- vinar. Tjáskipti þeirra mágkvennanna hafa ekki farið framhjá Glóeyju Mjöll og henni er bmgðið. Hún fagnaði að sjálfsögðu þeirri ffétt að fjölskylda Bóasar Jensen væri flutt úr lélegri kjallaraíbúð í mannsæmandi húsnæði og á hve stórkostlegan hátt séra Grím- kell hefúr, þegar allt kemur til alls, staðið við það, sem hann hét henni á skrifstofú sinni síðast liðinn vetur. Nei, hannhefúr sannarlega ekki brugð- ist trausti hennar, effir ffásögn Petrínu á Upplöndum að dæma, einungis farið aðra leið en hún gerði að tillögu sinni. Þetta, að fara heim til skjólstæðings- ins, sjá með eigin augum aðstæður hans og ræða við hann í einrúmi, hefur án efa skilað mikið meiri árangri en ffæðsla á fjöldasamkomu hefði getað gert og það hefúr séra grímkell ályktað af visku sinni og kennimann- legri reynslu. En hvemig átti hún að vita þessa ffamvindu málsins, þar sem enginn sagði henni neitt? Bergrós litla hefúr verið þögul eins og gröfin um einkamál fjölskyldunnar og henni kom heldur ekki til hugar að spyrja bamið neins hvað þessu við kom. Hún fann töluverða breytingu á telpunni til hins betra, eftir að hún hafði tekið nám hennar alfarið í eigin hendur og þaðfór að skila árangri öllum vonum vramar. Hún hugði að sú velgengni stafaði ein- göngu af þessu breytta fyrirkomulagi, ásamt kjamgóðum veitingum fni Lenu, en þama hefúr eflaust fleira komið til og það, sem ætti að verða varanlegt. Hún er bæði þakklát og glöð yfir slíkum tíðindum en ekki að sama skapi sátt við eigin gjörning. Það er ofur einfalt að vera vimr eftir á. Hún hefði betur gert að kynna sér ögn staðreyndir, áður en hún felldi þann stóra dóm yfir séra Grímkeli, að hann hefði með öllu bmgðist trausti hennar í þessu mikilvæga máli, sem brann henni á hjarta og jafnffamt vanrækt eigin köllun. Hefði hún hafhað bón- orði séra Grímkels á síðast liðnu kvöldi, ef hún hefði þá vitað allan sannleikann í þessu máli? Að minnsta kosti ekki á þeim forsendum sem hún gerði, að þau ættu ekki samleið. Eftir þenan morgun veit hún betur. En hún ætlar ekki að biðja hann afsökunar á þessari höfnun sinni, sem slíkri, held- ur þeim hörmulega gjömingi að hafa haft hann svo ómaklega fyrir rangri sök, sem raun er á orðin. Það særir sómatilfinningu hennar mjög djúpt og ef til vill fleiri kenndir í litrófi sálar. Nú skilur hún brosið, sem lék um and- lit séra Grímkels um leið og hann hvarf ffam úr kennslustofúnni að lok- inni höfnun hennar. Það var hann, sem fór með pálmann í höndunum af þeim samfúndi. Þann tíma, sem orðaskipti þeirra mágkvennanna flugu um sali, gekk henni hægt með innkaupin. Hún snýr sér nú rösklega að höndluninni og lýk- ur henni í skyndi. Viðskiptavinir em teknir að streyma inn í kaupfélagið, hver af öðmm, og brátt stefnir í ös. Glóey Mjöll hraðar sér að afgreiðslu- borðinu til Lísu og greiðir vörur sínar. Hún vill komast sem fyrst heim í leiguherbergi sitt, þar sem kærkomin einvera bíður hennar. Að morgni næsta dags liggur svo leiðin til kveðju- athafnar og skólaslita... * * * Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.