Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 24
pening þeim usla, sem geldfé gerir á sumrin, og fyrir Flóamenn að verja geldfé sitt hundrekstri. Því þótt Flóa- mannaafréttur sé fremur lélegur, þá er hann þó betri skepnum þeirra en búijárlönd Hreppamanna. Heilsufar: Heilbrigði manna yfir höfuð, hefir verið með lakara móti. Kíghósti hefir verið hér bæði í börn- um og fullorðnum. Slys: Kvenmaður drukknaði í bæj- arlæknum í Tungufelli í Ytri-Hrepp. Hún hét Guðlaug Eiríksdóttir frá Fellskoti í Biskupstungum. Hún var kaupakona hjá bóndanum í Tungu- felli en til heimilis í Bræðraborg á Stokkseyri. Hafði hún ætlað að fara að þvo sokka en var að sögn slaga- veik. Hefir hún að líkindum fengið slag og dottið í lækinn, og verið önd- uð áður en slagið var runnið af henni. Nýlátinn er Magnús bóndi Einars- son frá Miðfelli í Hrunamanna- hreppi, dó úr innanveiki. Hann lætur eftir sig ekkju og 4 börn í ómegð. Rangárv.sýslu (ofan til) 8. sept. “03. ... Ekkert merkilegt að frétta. Tíðin allt of þurr og köld og rykugt loft og láð. Afar harðslægt og heyskapur okkar, harðlendismannanna, með stirðara og minna móti. Vegna hinnar afar þurru veðráttu sumarið yfir, hefir málnyta verið með minna móti og borið á slæmsku í kvíaám að mun, svo að sumstaðar hefir jafnvel drepist. Kenna menn um óhollustu á grasi og setja í sam- band við gosið í Vatnajökli. Heilsufar yfirleitt gott. Fjallkonan 6. janúar 1905 Hressileg áfengiskaup. Bindindisvinir í Húnavatnssýslu sneru sér síðastliðið sumar til for- stöðumanns Carl Höepfners verslun- ar, hr. A. Sörensens, með tilmæli um að hann hætti áfengisverslun á Blönduósi. Hann svaraði þeim bréflega í haust og synjaði. Meðal annars, sem hann ber fyrir sig, er það, að allmikil áfengissala fari fram í sýslunni utan verslana. Því til sönnunar tilfærir hann það, að einn bóndi í sýslunni, sem hann nefnir fullu nafni, hafi á fyrra helmingi nýliðins árs fengið með skipum 700 potta af áfengi, brennivíni og whisky. Hr. Sörensen hyggur, að hætti hann áfengisverslun, muni þessi bóndi flytja inn ef til vill þeim mun meira af þessari vöru, og þá sé ekki fyrir neinu að gangast fyrir áfengisóvini. Sömuleiðis lætur hann þess getið, að sér hafi verið sagt, að á Hvamms- tanga séu mjög íjörug brennivíns og whisky viðskipti (en meget livlig virksomhed med Br.vín og Whisky) og áfengis sé þar aflað á ýmsan hátt. Fjallkonan 24. aprí 1908. Til gamans Hlaupár. Ógift kvenfólk og ólofað, man vafalaust eftir því, að nú er hlaupár. Eftir gömlum og gildum konungleg- um tilskipunum hafa allar ógiftar konur þá heimild til að velja sér mannsefni. Árið 1616 voru t.d. gefin út á Englandi svolátandi lög: „Hvert skipti sem hlaupár er, skal hver ógift kona hafa lögfulla heimild til að tjá ást sína hverjum þeim manni, sem hún kýs sér að eigin- manni, og má hann ekki taka mála- leitun hennar með fyrirlitningu né spotti.“ Löngu fyrr (1288) var gefin út svohljóðandi tilskipun í Skotlandi: „Á stjórnarárum hennar hátignar Margrétar drottingar, skal hver ógef- in kona í Skotlandi, hvort sem er af háum eða lágum stigum, hafa frelsi og fullan rétt til að biðja þess manns, sem henni best fellur í geð, á því ári, er hlaupár nefnist, og skal hann taka hana sér til ektakvinnu, eða að öðr- um kosti greiða henni skaðabætur í peningum. En geti hann fært sönnur á að hann sé heitbundinn annarri konu, skal hann laus allra mála.“ Þessu lík lagaboð hafa verið gefin út í fleiri löndum, og sumstaðar hefir vaninn gert þennan sið að gildandi lögum. (Þýtt). Fjallkonan 10. nóvember 1903. Kvenfólkið og klukkurnar. Eftirfarandi samlíking hefir fundist í Noregi í gamalli dagbók: Ungar stúlkur eru líkar gömlum klukkum: Þær ganga oft of fljótt. Tískustúlkur eru líkar klukkum í kirkjuturnum: Margra augu mæna til þeirra en þær eru lítt hæfar á heimil- um. Fallegar stúlkur, heimskar, eru lík- ar söngklukkum: Flestir verða von- um bráðara leiðir á þeim. Málugar stúlkur eru líkar vekjara- klukkum: Menn neyðast til að hlusta á þær, en öllum eru þær hvimleiðar. Látlausar stúlkur eru líkar slag- klukkum: Þær láta ekki til sín heyra, nema á vissum tímum. Ríkar stúlkur eru líkar gullúrum: Gildi þeirra er allt í umgerðinni. Heimilisræknar stúlkur eru líkar hengiklukkum: Þær ganga jafnt og rétt. Lærðar stúlkur eru líkar gömlu vekjaraklukkunum, sem alla ætluð að æra: Allir flýja þær. Fjallkonan 21.júlí 1903. Hallur skrifar heim í sveit. I. Heiðraði fornkunningi. Ætíð sæll. Ég sest nú niður að pára þér fáeinar línur, eins og ég lofaði þér með vertíðarkomunni, þegar ég fór suður. Er þér nú fátt í fréttum að segja, nema bærilega líðan mína og vona ég það sama af þér að sann- frétta. Helstu tíðindi héðan úr höfuð- staðnum eru um heilsufarið, sem að sögn kunnugra manna kvað vera nú 224 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.