Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 26
hefir myndast með þeim, að á hafs-
botni séu undirheimar, staðurinn
óttalegi, helvíti.
Meðferðin á börnum ber ríkara
vitni en flest annað, um það, hve lágt
er menningarstig heiðingja við York
höfða, en meðferð þeirra á börnum.
Þau börn eru venjulegast drepin,
sem eitthvað er að líkamlega. Tíðast
er það faðir þeirra, sem líflætur þau.
En einu sinni kom einn af græn-
lenskum vinum M.E. til hans,
frámunalega glaður í bragði og sagði
honum frá konu, sem hafði sjálf líf-
látið vanskapað barn sitt.
„Var það ekki laglega af sér vik-
ið?“ spurði hann, fullur aðdáunar.
Hún hafði lagt snöru um hálsinn á
barninu og hengt það. Með þeim
hætti er að kalla má ævinlega séð
fyrir þeim börnum, sem réttast þykir
að taka af lífi.
Þegar drengirnir eru orðnir stálp-
aðir, 13-14 ára, fara þeir að verða all-
herralegir við mæður sínar. Þeim er
frá blautu barnsbeini innrætt sú
skoðun, að karlmenn séu langtum
æðri verur en kvenmenn.
Einu sinni kom M.E. inn í kofa
Skrælingja og heyrði dreng á þeim
aldri skipa móður sinni, byrstur í
bragði, að sjóða sér bita af selskjöti.
hann fékk kjötið og át það gráðug-
lega. Þegar hann hafði lokið við það,
sagði hann, jafn herralegur og áður:
„Svo er best að ég fái mér mjólkur-
sopa.“
Og M.E. rak upp stór augu. Konan
tók fötin frá brjóstinu á sér og
strákslöttólfurinn setti munninn á
vörtuna og fór að drekka.
Skrælingjar eru afar kurteisir hver
við annan, líkt og margar austur-
landaþjóðir. Fagurmæli þeirra um
kosti þá, líkamlega og andlega, er sá
á að hafa til að bera, sem við þá talar,
eru svo íburðarmikil og afskapleg, að
ekkert vit verður í. Það þykir sjálf-
sögð háttprýði að tala á þann hátt. En
þegar þeir hafa snúið bakinu hvor að
öðrum, kemur oft annað hljóð í
strokkinn. Þá er lýsingin orðin þver-
öfug.
Fjallkonan, 8. júní 1906.
Virðingarát.
Lengi hefur það viðgengist að éta
mönnum til virðingar. En mjög er sá
siður nú að hverfa, hvarvetna nema á
íslandi.
Hér fer oddborgarahátturinn vax-
andi í þessu efni, eins og svo mörg-
um öðrum efnum. Einkum hefir þró-
ast ástríða fyrir því að éta til virðing-
ar dönskum mönnum, svo að þeir,
sem líta á hlutina með skynsemd eru
farnir að skellihlæja að. Ef danskur
skipstjóri eða maskínumeistari hefir
komið hingað nokkuð oft, þá er jafn-
vel ÞAÐ orðið tilefni til áts.
Nú er nýafstaðin ein ljölmenn stór-
eflis átveisla. í þetta sinn var etið í
tilefni af því, að konungur vor átti þá
afmælisdag.
Mjög er Fjallkonunni fjarri skapi
að amast við því að konungi vorum
sé sýnd sæmd. En vér fáum ekki
með nokkru móti séð, að honum sé
nein virðing að því, að t.d. Jón
Ólafsson éti í eitt skipti meira og
drekki meira af áfengi en hann er
vanur. Né heldur getum vér séð, að
konungi muni þykja nein virðing að
því, að aðrir geri það.
Víst er óhætt að fullyrða, að flest-
um mönnum sem láta leiðast til þess
að taka þátt í þessum átveislum, þyk-
ir þær mjög leiðar. Þeir gera þetta
sárnauðugir. Þeir einir er hugsanlegt
að hlakki til þeirra, sem hyggja gott
til að fá sér í staupinu. En þeim
mönnum er nú mjög tekið að fækka.
Og allir skynsamir menn eru farnir
að finna til þess, hvað það er and-
hælislegt að sýna manni út í löndum
virðingarmerki á þann hátt, að setjast
einhversstaðar við að raða í sig meiri
mat en menn eru vanir, og þar af
leiðandi meiri mat en þeim verður
gott af.
Finni menn hvöt hjá sér til þess að
gera sér dagamun á afmæli konungs,
og vér viljum alls ekki segja að það
sé ekki vel til fundið, þá ætti óneitan-
lega betur við, að stofnað væri til
einhvers mannfagnaðar, sem AL-
ÞÝÐA MANNA gæti tekið þátt í sér
til ánægju. Nú hefir hún ekki annað
að segja af þeirri sæmd, sem menn
þykjast vera að sýna konungi vorum,
en það, að fá að standa úti á götun-
um, og horfa á, hvernig veislugestir
eru búnir.
Úti um hið mikla breska ríki er
margfalt ríkari meðvitund um sam-
band þegnanna við þjóðhöfðingja
sinn en hér á landi. Engum manni
GÆTI samt komið þar til hugar að
stofna til átveislu í tilefni af kon-
ungsafmæli. En verkamenn eru
leystir frá vinnu að því leyti sem tök
eru á. Félög stofna til hinna og ann-
arra skemmtana. Járnbrautafélög
efna til skemmtiferða fyrir lágt gjald.
Allt er haft sem alþýðlegast og
kostnaðarminnst.
Hér hugkvæmist mönnum ekki
annað en að éta mikinn mat og dýran
mat. Þeir, sem ekki hafa efni á því
eða lund til þess, fá að horfa á menn
fara inn að matnum.
Fjallkonan 17. nóvember 1903
Vinnukonur dýr vara
Norskt blað segir á þessa leið:
„Skammt frá Kristjánssandi í Nor-
egi, losnaði kennslukonustaða, laun-
uð í 30 vikur með 15 krónum um
vikuna eða alls 150 krónur. Um hana
sóttu 34 stúlkur í tíma og 7 að auki í
ótíma eða alls 41. Undir stöðu þessa
eru þær að búa sig í 3 ár og kostar sá
undirbúningur að minnsta kosti 1200
krónur. Þegar nú kennslukonan er
búin að borga af kaupinu 1 krónu um
daginn fyrir fæði um árið og draga
frá því 60 krónur í vexti af lærdóms-
kostnaðinum, þá hefir hún eftir 25
krónur til allra þarfinda sinna árið
yfir, utan fæðis.
En þó að bændur bjóði vinnukon-
unum 100 krónur, 120 krónur eða
jafnvel 150 krónur í árskaup, þá fá
þeir þær ekki.
Ástandið er þá á þessa leið: Of
mikið af heimskum og soltnum
kennslukonum, en of lítið af skyn-
sömum og gagnlegum vinnukonum.
Margt er líkt með skyldum.
226 Heima er bezt