Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 11
Fjölskyldan Maðurinn minn hét Jón Ingimundarson og fæddist d Berufjarðarströnd. Hann missti föður sinn ungur og hafði verið með móður sinni d nokkrum stöðum um landið en kom hingað til Stöðvarfjarðar eftir fermingu og var hjd bræðrum sínum. Þeir byggðu hús í félagi, Jón og bræður hans tveir og mdgur þeirra. Við bjuggum því saman, fjórar fjölskyldur og vorum í nokkuð góðu húsi. Hver fjölskylda hafði eitt herbergi og eldhús. Svona var þetta íyrsta úrið. Við giftum okkur hins vegar ekki strax. Þannig var, að við vorum trúlofuð, þrjú systkini; bróðir minn, systir og ég. En bróðir minn fékk berkla og var sendur d Vífilsstaði. Við úkvdðum að bíða eftir þeim og það liðu þrjú úr frú því að við byrjuðum að búa og þar Á sjómannadegi á Stöðvarfirði. komst ekki yfir Öxnadalsheiði, svo við urðum að ganga yfir, í byl og leiðinda veðri. Þar mætti okk- ur annar bíll. Kvennaskólinn Mér líkaði vel d Blönduósi. Þetta var góður og gagnlegur skóli og skemmtilegur félagsskapur. Við héldum dansleiki og einu sinni fengum við að fara d dansleik ú Hólum í Hjaltadal. Piltarnir úttu svo að fd að endurgjalda heimsóknina en þd komu upp veikindi þar, svo ekkert varð af því. Sjdlfsagt hafa einhverjir orðið fyrir vonbrigðum. Heimapiltamir litu margar stúlkur hýru auga og ég held að þrjúr hafi orðið eftir um vorið og ndð sér í heimamenn. Þetta var skemmtilegur tími og við höfum haldið sambandi, skólasystumar. Skólareglur voru strangar og það var haldið fast í skottið ú okkur, ekki síst af því að hermenn vom þarna rétt við skólavegginn. Það þurfti víst að gæta okkar fyrir þeim. Við fómm í göngu einu sinni á dag og stundum keyrðu þeir fram hjd okkur í þessum gönguferðum og fleygðu þú súkkulaðipökkum eða öðm sælgæti til okkar. Við múttum auðvitað ekki taka þetta upp en þær öftustu í hópnum stúlust nú til þess samt. Svo var grjótgarður í kringum skólann og stundum fundum við súkkulaðipakka þar. En ég veit ekki til þess að neinar stúlkur hafi kynnst hermönnum þarna og það vom engin samskipti umfram þetta. Veturinn, sem ég var ú Blönduósi, var mannsefnið mitt í vinnu í Reykjavík. Hann kom norður um jólin og var hjú mér og þd opinbemðum við trúlofun okkar. Hann var ekki eini kærastinn, sem þetta gerði. Við, sem komum lengra að, fengum ekki að fara heim í jólafrí- inu og þær, sem úttu kærasta, fengu þd í heimsókn. Annríki í Sunnuhlíð. til við giftum okkur. En þetta gekk eftir og við fengum þrefalt systkinabrúðkaup. Reyndar var bróðir minn þú bara heima í stuttu fríi og þurfti aftur til Vífilsstaða. Svo kom hann seinna, alkomin heim. Jón var sjómaður, fyrst d litlum bdti en flutti sig yfir ú stærri bdta, þegar þeir komu. Við eignuðumst fjögur börn. Elstur er Ingimar, þú kemur Elsa Lísa og síðan Sveinn og yngst er Þórkatla. Hún er tólf úrum yngri en Sveinn. Ég var alltaf úkveðin í því að eignast Þórkötlu. Barnabörnin em orðin tólf og langömmubömin fimm. Við bjuggum í þessu systkinasambýli í eitt úr og vomm svo í eitt úr heima hjd foreldrum mínum. Móðir mín lærbrotnaði illa og þurfti hjdlp. Þar eignaðist ég fyrsta barnið. Svo fengum við þetta hús hérna. Þetta var lítið timburhús og við steyptum utan á það og stækkuðum á alla kanta, líklega um helming. Við bjuggum í því all- an tímann, sem sú vinna stóð yfir og leið dgætlega. Það var kannski svolítið dimmt og svo var auðvitað smíðaryk og smiðshögg en þetta blessaðist allt saman. Þd vom börnin orðin fjögurra, sex og sjö úra gömul. Eft- ir að við komum hingað flutti tengdamóðir mín til okk- ar og bjó hjú okkur í mörg úr. Maðurinn minn dó úr kransæðastíflu fýrir 24 dmm. Heima er hezt 7

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.