Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 47
fríður mín. Alltaf var ég að vona að
hún ætti eftir að koma með mér á
fjall og upplifa frelsið og þennan
sérstaka anda sem ríkir hér. Það
verður víst ekki.
Gangna-Siggi varð dapur á svip.
- Það gleður mig að hafa þig hér,
það bætur mér dálítið að Hólmfríð-
ur er farin. Ég vona að þú verðir í
sveitinni hjá okkur áfram. Mér sýn-
ist það á svipnum á honum Árna
mínum í Árdal að honum þætti það
ekki verra.
Heiða roðnaði.
- Maður veit aldrei hvað verður.
Ég kann afar vel við mig í sveitinni
og fólkið er einstaklega hlýtt í við-
móti.
- Hvernig ætti annað að vera.
Þegar ung og indæl stúlka kemur í
sveitina þá er ekki rétta aðferðin að
sýna henni hornin.
Heiða hló.
- Æ, ég veit ekki. Mamma mín er í
Reykjavík og ég verð að drífa mig
heim til hennar þegar réttirnar eru
búnar. Hún er sjálfsagt farin að
bíða eftir að fá mig heim. Veistu,
þegar ég fór að heiman með rút-
unni þá kveið ég svo hræðilega mik-
ið fýrir. Ég hélt að þetta sumar
myndi aldrei líða, en það hefúr liðið
eins og örskotsstund.
- Þannig er lífið. Ef manni líður
vel þá flýgur tíminn frá manni en í
sorg og einsemd er hver mínúta sem
heil eilífð. Ég var að segja þér af
henni Hólmffíði minni. Hún er
svona ljúf og góð stúlka eins og þú.
Nú er hún í vist í henni Reykjavík.
Einu sinni vonaði ég að ég fengi að
hafa hana í föðurhúsum sem
lengst, en nú vona ég að hún hitti
einhvern góðan mann sem hún get-
ur elskað. Þá get ég sofið rólegur.
Þegar hún fór þá var hún enn með
hug og hjarta hjá honum Sigurjóni.
En það gleður hana hve stúlkan
fékk gott heimili. Þannig er lífið.
Það er alltaf eitthvað gott við alla
hluti. Maður þarf bara að finna það
og horfa á þá hlið en ekki hinar.
- Litla stúlkan er sérstaklega geð-
þekk og góð.
Gangna-Siggi brosti.
- Það er atlætinu að þakka. Ég
vona að hún líkist kjörforeldrum
sínum sem mest og verði þeim til
sem mestrar gleði. Það er oft
þannig, uppeldið mótar manninn.
En nú verðum við að halda áfram.
Ég sé að Halldór og Jón eru að stíga
á bak. Við verðum að vera samstíga
og ég má ekki kjafta frá mér allt vit,
þó að ég sé í góðum félagsskap. Þú
fýlgir kindagötunni hér út, alveg út
að þessu felli, þá beygir gatan en þú
heldur áfram út móana, beina línu.
Þú sérð svo alltaf til mín.
Þau stóðu á fætur og nú var allur
kvíði horfinn úr Heiðu. Gangna-
Siggi brosti kankvís.
- Ertu nokkuð að hugsa um að
skipta um hest?
Heiða hristi höfuðið.
- Það er rétt hjá þér. Leyfðu hon-
um að bera þig það sem eftir er í
dag. Þú sveikst hann um sprettinn í
gær. Hann Stóri Jarpur kann betur
við að fá að ráða.
Um kvöldið voru allir glaðir og
ánægðir. Smölunin hafði gengið vel
þennan dag, ekkert þurfti að reiða
og engin veik kind hafði fundist.
Þau voru komin fremur snemma að
skála. Eftir að hafa gefið hestunum,
strokið þeim og skammtað hund-
um, fóru allir inn í skálann. Hann
var mun vistlegri en hinn fýrri,
rúmbetri og þægilegri. Þarna voru
kojur með heydýnum, en tveir urðu
að deila hverri koju. Gangna-Siggi
sýndi stúlkunum hvar þær ættu að
sofa. Hann réði hér sem fyrr, og allir
voru ánægðir með það. Heiða var
fegin að fá að vera hjá Jóhönnu.
Hún kunni afar vel við hana og þær
voru orðnar hinir mestu mátar. Að
vísu var Jóhanna alltaf að laumast
til að bregða sér frá með Andrési og
feður þeirra létu það óátalið. Það fór
ekki framhjá neinum hvaða unga
fólk var að skjóta sér saman. Ámi
hafði varla augun af Heiðu, en hún
reyndi að láta ekki á því bera, þegar
hún var að gjóa til hans augunum.
Þegar fólkið hafði matast fór
Heiða út að læk, sem var þar
skammt frá. Hana langaði til að
lauga á sér andlit og hendur. Nú
var hún ekki lengur þreytt, enda gat
hún alveg eins setið heima í stofu
eins og að sitja á Stóra Jarpi. Þvílík-
ur hestur. Heiða var strax farin að
elska þennan hest og líka Smala,
þennan trygglynda hvolp sem
treysti á hana í einu og öllu. Hvolp-
urinn sýndi sosum engin sérstök til-
þrif en hann var betri en enginn.
Árni kom í humátt á eftir henni
og settist hjá henni.
- Gott að hitta þig eina.
Heiða brosti.
- Þetta var yndislegur dagur. Stóri
Jarpur er sá besti hestur sem ég hef
sest á. Hann er stórkostlegur. Það
var líka ómetanlegt að vera með
Gangna-Sigga. hann sagði mér svo
vel til að ég gat ekki gert neina vit-
leysu.
Árni brosti ánægjulega.
- Ég heyri að þú ert orðin ástfang-
in af heiðinni hérna og öllu sem
henni fýlgir.
- Já, ég held það.
- Það er gott. Þú getur farið hér í
göngur eins oft og þig lystir þegar
þú ert gift mér.
Heiða glotti stríðin á svip.
- Þú átt engan Stóra Jarp.
- Nei, en ég fékk að halda undir
hann á meðan hann var graður og
á undan honum fimm vetra fola
sem ekki virðist ætla að vera eftir-
bátur föður síns.
- Nú fórstu alveg með það.
Þau göntuðust dálitla stund en
síðan varð Ámi alvarlegur.
- Sigurveig sleit trúlofuninni við
Pál bróður.
- Ég veit það. Hún skrifaði mér.
Það er leiðinlegt hvernig það fór.
Ámi yppti öxlum.
- Kannski áttu þau aldrei saman.
Páll fór suður strax á eftir. hann ætl-
aði að reyna að telja henni hug-
hvarf en komst þá að því að hún er
trúlofuð honum Lámsi og á von á
bami með honum.
Heiða kinkaði kolli en Árni hélt
áfram.
- Páll er að fara utan. Hann hefur
ákveðið að stunda nám sitt í Dan-
mörku. Kannski grær hjartasorgin
þar.
Framhald í næsta blaði
Heima er bezt 39