Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 18
Benjamín Magnús Sigurðsson, skipstjóri: Snjóflóðið í Goðdal 12. des. 1948 Síðasta veturinn minn í Kaldrana- neshreppi var búið að ganga á með stórhríð í nokkra daga, er við þrír, Bjarni Loftsson, Andrés bróðir minn og ég, loks lögðum í að fara fram að Skarði í Bjarnarfirði til að rœða við Jón Bjarnason, varð- andi skuldir hins gjaldþrota frysti- húss þar á staðnum við okkur; en hann var tekinn við fram- kvœmdastjórn þess. Við vorum rétt komnir inn úr dyrum þar og byrjaðir að skafa af okkur snjóinn, eftir að hafa brotist gang- andi fram eftir og öslað klofhdan snjóinn, er þangað kemur ungur piltur, Halldór Ólafsson, frændi minn frd Bakka, með þau vdlegu tíðindi að fram í Goðdal, hafi eitt- hvað hræðilegt gerst. Þar væri ekk- ert að sjd nema snjó, aur og stór- grýti, þar sem dður stóð vel byggt, einlyft steinhús með valmaþaki. Á svonefndu kvíabóli væru nú rústir einar. Halldór hafði verið sendur með póst fram að Goðdal og kom beint þaðan. Við þessi tíðindi setti alla hljóða. Við Andrés hættum óðar að skafa af okkur snjóinn en snöruðumst þegar út og hófum göngu okkar fram að Goðdal. Bjarni varð eftir og skýrði erindi okkar að Skarði, en kom að því loknu fram eftir til okkar. Er við fórum framhjd útihúsum á Skarði, greip ég skóflu er þar var og kom hún sér vel síðar. Oftar var Andrés á undan og ruddi slóð er ég gekk svo í, annars skiptumst við d um þetta. Þarna var klofhdr snjór að mestu. Við fórum beinustu leið fram hlíð- ina í útt að Goðdal. Það var auðvit- að bíræfni að fara þarna um, því yfir okkur héngu stórar snjóhengjur Skráð af Hl Ingvari Björnssyni Cl; r W er fallið gdtu ú okkur hvenær sem var, en um það hirtum við ekki. Við fórum greitt, svo sem tök voru á. Það var hræðileg sjón, sem við okkur blasti að Goðdal. Þar var allt d kafi. Á leið okkar gættum við í fjdrhúsin, en þar var engin mann- eskja. Þú héldum við fram d Kvía- bólið. Þar sdum við engan. íbúðar- húsið var brotið af sökkli sínum, flóðið hafði fallið á hlið þess, velt því svo að nú stóð það á þakinu og göflunum. Flóðið hafði farið í gegn- um fjóra steinveggi og fallið síðan 5-6 metra ofan fýrir húsið. Veður var norðan kæla og skaf- renningur niður dalinn. Ég fór norðvestur fýrir húsið til að reyna að útta mig d aðstæðum, en Andrés fór í fjósið. Það stóð uppi, nema eitt hornið. Þarna voru engir menn, bara kýrnar, er stóðu í snjó. Ég var utan við húsið, framan við gluggagútt, og þaðan heyrðist mér ég heyra eitthvert murr. Ég skóf frd glugganum með höndunum og kom þar ofan ú mannshöfuð er 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.