Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 19
reyndist vera höfuð Jónasar, ungs manns, er var til heimilis að Goðdal dsamt móður sinni. Jónas var því nær allur út um gluggann en fastur undir grjóti og snjó upp að mitti. í fangi sér hélt hann á litlu stúlku- barni, yngsta barni húsbændanna, er var ddið, en lífsmark var með honum. Það var ekki annað að gera en taka telpuna úr fangi hans, bera hana í höndum sér niður í fjúrhús og leggja hana þar til. Þetta var erfitt. Ég útti sjdlfur telpu á sama reki og mér fannst ég vera með hana í höndum mér. Þessari stund og þeim tilfinning- um, sem brutust um í huga mínum þarna, gleymi ég aldrei. Ábúendur að Goðdal 1933 til 12. desember 1948, voru hjónin Jóhann Kristmundsson og Svanborg Ingi- mundardóttir. Er ég kom ffú fjúrhúsunum, var Andrés kominn og þú hófum við moksturinn og losuðum grjótið og það annað er ofan ú Jónasi ld. Ég hef oft velt því undri fyrir mér, hvernig hægt sé að lifa brotinn og frosinn eins og Jónas gerði, í þrjd eða fjóra sólarhringa og ég skil það ekki enn í dag. Brjóst Jónasar virtist vera nokkurn veginn ólaskað, það hafði ekki orð- ið fyrir sjdanlegu hnjaski og þau ógnarbjörg sem þarna höfðu fallið, höfðu ekki núð til þess. Við bræðumir vomm taldir vel sæmilega að manni en hér virtist það lítt duga til. Er ekkert gekk, rann d okkur eitthvert æði. Á þess- ari stund tel ég að við höfum orðið ofursterkir. Að nú þessu voðagrjóti frú og Jónasi upp, var ótrúlegt, en að því vomm við ekki lengi. Við bjuggum svo vel um Jónas sem við gútum og búmm hann nið- ur í fjúrhús. Þangað var þó nokkur spölur. Við búrum hann ó milli okk- ar og er við vomm að komast að húsunum andaðist hann. Við lögðum hann til og héldum síðan fram aftur. Þar sem Jónas hafði legið, var nú komið talsvert rými. Þetta virtist vera við eldhúsgluggann. Við fómm Benjamín Magnús Sigurðsson. að rústa þarna til og spurðum hvort nokkur væri þar. Ég kallaði og þú svarar Jóhann. Við hertum okkur við að auka athafnarými okkar kringum hann og sjúum að hann er allur laus nema annar fóturinn, er lú fyrst og fremst undir glugga- karmi, en ofan ú karminum lú feiknastór steinveggur. Ég man ekki betur en að fyrst væri Jóhann í einhverju móki, því hann ansaði okkur ekki alveg strax, en er við höfðum opnað inn til hans var hann alveg með sjúlfum sér. Við ræddum við hann eins og venja okkar var og allt sem hann sagði okkur reyndist rétt. Ég tel ekki að ég hafi nokkm sinni tekið meira á en ég gerði þama við að nd steinveggnum upp, og það tókst. Ég tel líka að við Andrés höf- um hér beitt öllu því afli sem við úttum til. Þegar við ndðum niður að fæti Jó- hanns, súum við að það var að minnsta kosti tveggja tommu bil ú milli fótar og ökkla. Fóturinn hékk bara í sinum og skinni, þetta langt frd ökklanum. Jóhann var mikið krafta- og karl- menni og þarna hélt hann því hik- laust fram, að hefði hann haft til- tækan hníf, hefði hann verið búinn að losa sig við fótinn og verið kom- inn fram úr holu sinni. Nú fóm að koma hjúlparmenn víðs vegar frú, svo sem Hólmavík, Drangsnesi og að norðan. Þeir höfðu allir farið fram að Tungukoti, sem var mikið lengri en ömggari leið en sú, sem við fómm, enda virt- ust þeir allir uppgefnir, sem vonlegt var, því að það var erfitt að brjótast dfram langar leiðir í ófærðinni. Tungukotið er hins vegar í dalnum, andspænis hlíðinni er við bmtumst fram. Jóhann var nú borinn niður í hús- in. Hann talaði við okkur og sagði frú því er skeð hafði. Það síðasta, sem hann sagðist hafa heyrt til Jónasar var, að hann bað hann að koma og taka litlu telpuna, því henni væri orðið kalt. Það vom nú æðmorðin, sem þessi drengur sagði. Jóhann kvaðst hafa vitað um alla, nema þd dóttur sína er var 8 dra, henni heyrði hann aldrei í. Hann sagði hvar konan sín lægi og það reyndist rétt. Svanborg ld í snjó- mðningi, ekki fyrir löngu ldtin, að við töldum. Nótt okkar að Goðdal að þessu sinni er ón efa lengsta og erfiðasta nótt sem ég hef lifað, fyrr og síðar. Jd, hún tók ú. Það var mokað og borið lifandi og ddið fólk alla nótt- ina. Eldri telpan fannst í hnipri milli steinveggja. Hún var með lífi og borin niður í húsin, en þar lést hún í höndum læknisins, er þd var kom- inn. Hún var öll mjög kalin er hún núðist út. Jóhann var að tala í síma við Púl bróður sinn, er var d Drangsnesi. Frú símanum gengur hann að borð- inu, er fólkið hafði setið við, tekur þar mjólkurkönnu í hendi sér. Þetta var að kvöldi, og þd heyrir hann voðaleg læti og innan örskammrar stundar em ósköpin afstaðin. Jú, þetta skeður að því er virðist, d ómælanlegum tíma. Er flóðið féll hafði Jóhann hert tak sitt d könnunni er hann hélt í hendi sér og það taldi hann hafa bjargað lífi sínu, því að í könnunni bræddi hann snjó og drakk vatnið að vild. Ég man það nú ekki lengur, en mig minnir að það hafi liðið nær fjórir sólarhringar frd falli snjóflóðs- ins og þar til björgun hófst. Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.