Æskan - 01.11.1954, Síða 4
Jólablað Æskunnar 1954
V etrarævintýri.
iónar hans.
PERSÓNUR:
Vetur konungur.
Náttsvartur í , .
Prosti { 1>J<
Mjöll, hirðmey.
Norðangarri.
Snæperlur (fimm telpur eða fl.).
Vordísir (þrjár eða fleiri).
Leiksviðið í höll Vetrar konungs.
Það má búa til alveg eftir vild. Ef
þátturinn er leikinn í skólastofu, er
nóg að teikna á töfluna landslag í
vetrarbúningi og setja kennarastól-
inn fyrir framan hana. Þar er há-
sætið.
Séu tök á að búa leikendurna í
viðeigandi búninga, er um ýmsar
aðferðir að velja. Ódýrast og ein-
faldast er að láta börnin sjálf fást
við að búa sér til flíkur úr pappír.
Kóngur þarf að hafa kórónu úr
gylltum pappír, Snæperlur stóra
kraga úr hvítum pappír. Vordís-
irnar grænar hettur o. s. frv. Norð-
angarri getur haft víða „slá“ á
herðum, og Náttsvartur verður að
vera svartklæddur.
Vetur konungur situr í hásæti
sínu og hefur borð við hlið sér.
Hann mælir fram eftirfarandi
vísur:
Um hrein og snæprúð hjarnsins
lönd
ég hef mitt ríki í friði.
Með konungssprota i kaldri hönd
ég klakadróma legg á strönd
og bana báruniði.
Ég stjórna öllu stgrkri mund.
Ég strái snæ um jörðu
og nöpru frosti nísli grund
og næðingsgjósti blæs um lund
og öllum hóta hörðu.
VETUR KONUNGUR (slær
sprotanum í borðið): Frosti þjónn
minn, komdu hingað.
FROSTI (kemur inn og hneigir
sig): Hér er ég herra. Hvað þókn-
ast lconunginum að skipa þjóni
sínum?
VETUR: Frosti sæll. Það er orð-
ið mál að láta kólna i veðri. Ég vil
fá glampandi, þykkan og spegil-
sléttan ís á tjarnir og vötn. Ég vil
láta lækjaniðinn þagna. Ég vil láta
jörðina harðfrjósa.
FROSTI: Svo skal vera sem þér
bjóðið, herra konungur. Kvika-
silfrið í hitamælinum skal falla
niður fyrir frostmark. Allt skal
gert að yðar óskum, herra konung-
ur.
VETUR: Vel mælt. Farðu þá og
gegndu skyldu þinni!
FROSTI (Hneigir sig tvivegis og
og fer. Konungur slær sprotanum
í borðið): Mjöll hirðmey, komdu
hingað!
MJÖLL (kemur inn og hneigir
sig): Hér er ég, auðmjúk þerna
yðar. Hvað þóknast mínum herra,
konunginuin?
VETUR: Eg vil fá hvíta, þykka,
mjúka ábreiðu yfir engi og tún,
úthaga og öræfi. Ég vil fá hvítan
skrúða handa öllum trjám og
runnum.
MJÖLL: Verði yðar vilji, herra
konungur. Ég skal leysa frá öllum
mínum skýjaskjóðum og láta él og
skæðadrífu dansa yfir jörðina. Þá
mun a'.lt verða eins og minn herra
óskar.
VETUR: Vel mælt! Farðu og
gegndu skyldu þinni! (í sama bili
kemur hópur inn. I>að eru Snæ-
perlurnar. Þær lioppa og snúast
hver um aðra og hrópa í lcór).
SNÆPERLUR: Megum við
fljúga og dansa út í geiminn? Meg-
um við svífa og dansa, svífa og
dansa? Gaman, gaman gaman!
VETUR: Skoðum við til, skoð-
um við bara til. Myndarleg og vel
upp alin börn, sem frú Mjöll á
(stýkur skcggið). Skoðum við til.
Það ber ekki á öðru.
MJÖLL: Þei þei, verið nú stillt,
börnin mín. Munið, að þið eruð
hjá sjálfum kónginum. (Börnin
þagna og vcrða hálffeimin). En ég
vona að hans hátign, konungurinn
104
vilji hlusta á ykkur syngja kvæðið
ykkar um hann.
(Snæperlurnar sgngja):
Snæperlur bruna um bjarta skýja-
höll!
dansa, dansa nett,
dansa mjúkt og létt
og mjallbreiðu draga á dali og fjöll
og dansa og svifa yfir vengi.
Snæperlur svífa í svölum vetrar-
blæ,
dansa, dansa nett,
dansa mjúkt og létt.
En börnin þau hrópa: Ohó, ahahæ!
því hvað er jafnfagurt og mjöllin.
(Þegar Snæperlurnar sgngja
aðra, þriðju og fimmtu linu, stíga
þær dansspor og sveifla handleggj-
unum eins og vængjum. Hafa má
lagið: Göngum við í kringum eini-
bcrjarunn).
VETUR (klappar lófunum hrif-
inn): En livað þetta er fallegt!
Þetta líkar mér!
MJÖLL: Komið nú börnin góð!
Nú skal ég opna fyrir ykkur, svo
að þið getið dansað á skýjunum út
um alla geima. (Þær hneigja sig
allar tvívegis fgrir kónginum og
Iiverfa út).
VETUR (slær sprota sínum í
borðið): Náttsvartur, þjónn minn,
komdu hingað!
NÁTTSVARTUR (kemur inn,
hneigir sig og tekur til máls dimm-
raddaður): Hér er ég, mikli kon-
ungur. Hvað þóknast yður, herra?
VETUR: Ég vil láta þig leika
töfralistir þínar. Ég vil láta langar
og myrkar nætur síga yl'ir jörðina,
skuggaþung skammdegiskvöld og
seinláta morgna.
NÁTTSVARTUR: Ég skal láta
sólina aðeins gægjast upp fyrir
sjónarrönd. Hún skal koma seint
upp og setjast snemma. Þá verða
óskir yðar hátignar uppfylltar.
VETUR: Vel mælt. Farðu og
gerðu skyldu þina. (Náttsvartur
lmcigir sig tvisvar og fer og sveifl-
ar kápu sinni). Sjáum til. Nú eru
allir þjónar mínir teknir til starfa.
Nú ætla ég að fara og líta eftir,
hvernig þeir rækja störf sín. Ég
hlakka til að koma út í svalan