Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 7
Jólablað Æskunnar 1954
þuluna, sem liann setti saman á leið niður stigana,
og söng hana á ný fyrir stúlkuna, og hún virtist
vera mjög kát og léttlynd, því að hún skellililó og
flissaði á meðan hún tók það til, sem Óli nefndi
í þulunni.
— En hvernig geturðu komizt með þetta allt,
sagði liún.
— Ég hef lcörfu, og svo má ég fara upp i lyft-
unni, sagði Óli Alexander Trararam.
— Jæja, þá skal ég fylgja þér að lyftunni og
hjálpa þér, sagði stúlkan. Og svo fór liún með
lionum alveg að lyftudyrunum. — Og geturðu farið
aleinn i lyftunni, kanntu á liana?
— Jahá, sagði Óli Alexander Trararam, því að
nú fannst lionum hann vera maður með mönnum
og vel það.
Jæja, lyftuhurðin skall aftur, og nú stóð Óli þarna
aleinn i fyrsta skipti á ævinni. Hann hafði farið
þúsund sinnum í lyftunni með mömmu og pabba,
en aldrei einn. Þarna stóð hann nú og starði á öll
typpin á veggnum. Hann vissi, að liann átti að ýta
á eitt þeirra, en liann var alls ekki viss um, hvert
þeirra það var.
— Ég á heima nærri þvi efst i liúsinu, hugsaði
hann, en ekki alveg efst, því að það á eitthvert fólk
heima fyrir ofan okkur. Hann tyllti sér nú á tá og
teygði sig, en samt náði liann aðeins upp í neðsta
typpið. Þá tók liann allt dótið úr körfunni, lagði
hana á hliðina og steig upp á liana. Það hrakaði og
brast i henni, en nú náði liann miklu liærra, og nú
ýtti hann á typpi ofarlega i röðinni. Og nú fór
lyftan af stað. Óli var svolítið smeykur, en ekki
mikið. Nú stanzaði lyftan. Óli opnaði dyrnar og
gægðist út. Nei, ekki var mamma liérna. — Þá er
ég víst ekki á réttum stað, hugsaði Óli. Hann fór
aftur inn í lyftuna og ýtti á annað typpi. — Af stað
með þig lyfta, sagði hann, og lyftan fór af stað.
— En hvað þú ert góð, lyfta, þú gerir alveg eins
og ég segi þér, sagði hann.
Nú stanzaði lyftan aftur. Óli gægðist út um rúð-
una i lyftuhurðinni. Þarna stóðu þrír menn og biðu.
Þeir voru dálítið fúlir á svipinn, af því að þeir
þurftu að híða svona lengi eftir lyftunni, en það
datt Óla ekki i hug. Hann varð liálfhræddur við þá
og ýtti í snatri bara á eitthvert typpi, og í sama
bili húrraði lyftan niður. — Það er rnest gaman
að vera á ferðinni, hugsaði Óli og þrýsti bara á
nýtt typpi í hvert sinn, sem lyftan stanzaði, og hún
þaut ýmist upp eða niður, upp eða niður. — Hí —
hí — hí, hvein í stóra húsinu. Aldrei hef ég nú
vitað önnur eins læti í lyftunni. Mig kitlar svo
voðalega, hí—hí—hí. Ég er alveg hreint að deyja
úr hlátri, a—lia—ha—ha.
Og það lá við, að Óli Alexander Trararam yrði
sjóveikur af því að þjóta til skiptis upp og niður.
Allt í einu heyrði hann, að bjöllur tóku að liringja
i mesta ákafa. Hann liafði ekki hugmynd um, að
liann hafði ýtt á typpi með orðinu: Neyðarhringing.
Aumingja Óli varð enn þá ruglaðri og liann flýtti
sér að ýta á nýtt typpi, og á þvi stóð: Stanz. Það
vissi liann ekki, þvi að liann kunni ekki að lesa
enn þá, og i sama bili stanzaði lyftan mitt á milli
hæða.
Nú versnaði. Þarna sat hetjan Óli Alexander
Trararam og góndi i gluggalausa veggi umhverfis
lyftuna, og nú var honum öllum lokið. Hann ralc
upp ógurlegt öskur og orgaði siðan allt hvað af
tók, svo undir tók í húsinu. Margar dyr opnuðust og
fjöldi af fólki safnaðist á öllum pallskörum kring-
um lyftugöngin til þess að gá að, hvað væri um
að vera.
Aumingja mamma Óla, hún varð alveg dauð-
hrædd.
— Æ, sagði liún, það er áreiðanlega drengurinn
minn, sem er í lyftunni, og hún situr föst með
hann. Hvað á ég að gera?
En sem betur fór liafði húsvörðurinn líka heyrt
hringingarnar, og nú kom hann hlaupandi upp
stigana. Hann var með eitthvert verkfæri, sem
liann kallaði lyftulykil, og með honum gat hann
lcomið lyftunni af stað aftur, og nú hélt hún áfram
alla leið upp á efstu hæð og stanzaði þar. Þar gat
húsvörðurinn opnað lyftudyrnar. En þá var kemp-
107